Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 35
flokksins leggja til, að ríkið ábyrgist bátaútveginum
sama fiskverð og í ár. Áhætta ríkisins af ábyrgðinni
ætti ekki að vera mikil. Reynslan í ár sýnir, að
ríkið mun þurfa að greiða vegna fiskábyrgðarlag-
anna 10—12 milljónir króna. Má sú upphæð teljast
lítil borið saman við það mikla gagn sem ábyrgð-
arlögin hafa gert, og svo hitt hve illa hefur verið
haldið á afurðasölumálunum.
Þá er þess einnig að gæta, að verðlag fer nú al-
mennt mjög hækkandi í heiminum.
Nauðsyn er að bæta hag þeirra, sem við fram-
leiðsluna vinna og gera afkomu bátaútvegsins og
fiskiðnaðarins betri en verið hefur.
1 þeim tilgangi leggur Sósíalistaflokkurinn til að
ýmiskonar óeðlilegum reksturskostnaði verði létt af
útgerðinni. Sem dæmi hér um má nefna:
Að vextir lækki í Zl/2%
Vextir eru nú 4—6% af mörgum fiskibátum. Af
nýjum bátum, sem komizt hafa í Stofnlánadeildina
þó aðeins 2y2%.
Rekstrarvextir eru 4—5y2%. Algengt er að meðal
fiskibátur greiði í vexti 30—40 þús. kr. á ári. Vaxta
lækkunin er mjög vel framkvæmanleg. Bankamir
hafa stórgrætt á undanförnum árum. Samkvæmt
ársreikningum Landsbankans græddi hann 14,2
millj. kr. s.l. ár.
Að olíuverðið lækki
Olíuverð til fiskibáta er nú 50% hærra hér en í
33
3