Þingtíðindi - 01.12.1947, Blaðsíða 23
8. Beituverð á komandi vertíð verði lækkað.
9. Stuðningslán verði veitt öllum þeim útgerðar-
fyrirtækjum, sem töpuðu á síldarútgerðinni í sum
ar. Lánið verði veitt á svipaðan hátt og gert
var 1945. Endurgreiddar verði þær 4 kr. af
verði hvers síldarmáls, sem haldið var eftir
vegna fiskábyrgðarlaganna.
10. Ákveðið verði að afborganir yfirstandandi árs
af stofnlánum útvegsins og fyrirtækja sem
starfa í beinu sambandi við útgerðina, verði
ekki innheimtar á þessu ári.
n. Ráðstafanir til þess að tryggja sölu
sjávarafurða
Þjóðin öll og þó einkum þær stéttir þjóðarinnar,
sem að framleiðslu sjávarafurða starfa, eiga af-
komu sína undir því hvort allar sjávarafurðir selj-
ast og hve góðu verði. Þessvegna verða þessar stétt-
ir að hafa fyllstu tryggingu fyrir því að allt sé gert,
sem hugsanlegt er til þess að tryggja sem mestan
og öruggastan markað og sem hæst verð. Bezta
tryggingin er að fulltrúar þessara stétta hafi sjálf-
ir yfirstjórn sölunnar, í samstarfi við þau sölusam-
tök, sem mynduð eru á hverju sviði. Það er líka
æskilegt að sölu sjávarafurðanna sé haldið utan við
flokkabaráttuna, og reynt sé að tryggja samstarf
þeirra stétta, sem að sjávarútveginum starfa, hvern-
ig sem stjóm iandsins er háttað á hverjum tíma.