Þingtíðindi - 01.12.1947, Page 24
Því séu eftirfarandi ráðstafanir gerðar nú þegar,
varðandi sölu sjávarafurða:
1. Nefnd skipuð 5 mönniun hafi yfirstjórn allrar
sölu sjávarafurða, og taki við hlutverki þeirra
nefnda sem nú fara með þessi mál. Fulltrúar í
nefndina séu tilnefndir af Alþýðusambandi Is-
lands, Farmanna- og fiskimannasambandi Is-
lands, Landssambandi íslenzkra útvegsmanna
og ríkisstjóminni. Nefnd þessi skal samræma
störf þeirra stofnana, er annast útflutning sjáv-
arafurða, (Síldarverksm. ríkisins, Síldarútvegs-
nefnd, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölu-
samband ísl. fiskframleiðenda o. fl.). Fulltrúar
þessara stofnana sitja fundi nefndarinnar, þeg-
ar hún fjallar um þeirra mál. Ríkisstjómin get-
ur neitað nefndinni um söluheimild, ef hún ætl-
ar að selja undir áb.yrgðarverði. Sölimefndin
skal hafa samráð við innkaupastofnanir þjóðar-
innar varðandi alla raunvemlega vöruskifta-
(clearing-) samninga.
2. Tafarlaust séu teknir upp samningar um sölu
sjávarafurða næsta árs, og þá fyrst og fremst við
þær viðskiptaþjóðir vorar, sem bezt verð hafa
greitt eða vilja greiða. Sé nauðsynlegt, til þess
að tryggja góða og mikla sölu til slíkra þjóða,
að semja um leið um mikil kaup frá þeim, skal
það gert, en þess vandlega gætt að kaupa frá
hverju landi þær vörur, sem viðkomandi land
framleiðir samkeppnisfærastar af þeim, sem Is-
land þarfnast. Skal höfð náin samvinna milli
22