Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 63
STJÓRN BÚNAÐARMÁLA.
RÁÐUNEYTI ÍSLANDS.
Ráðuneyti Islands hefir á hendi yfirstjórn allra mála í land-
inu. Ráðuneytið skipa Hermann Jónasson, forsætisráðherra,
dóms-, kirkju-, og búnaðarmálaráðherra, Eysteinn Jónsson, fjár-
málaráðherra, og Skúli Guðmundsson, atvinnu- og samgöngu-
málaráðherra. Búnaðarmálaráðherra hefir æðstu stjórn allra
búnaðarmála, með aðstoð skrifstofudeildar og Búnaðarfélags
Islands.
BÚN AÐ ARFÉL AGSSKAPUR.
Búnaðarfélagsskapur er margþættur og hefir það markmið, að
annast allar framkvæmdir viðvíkjandi búnaði.
Hús- og bústjómarfélag Suðuramtsins var hið fyrsta búnaðar-
félag hér á landi, stofnað 1837. Það breytti nafni árið 1873 og
nefndist þá Búnaðarfélag Suðuramtsins. Það hverfur úr sög-
imni þegar Búnaðarfélag Islands var stofnað 1899.
Búnaðarfélag Islands er sambandsfélag nærri alls búnaðar-
félagsskapar í landinu og einstaklinga, sem greiða 10 kr. í eitt
skipti fvrir öll í sjóð félagsins, og eru þeir þá taldir félagar. Til-
gangur félagsins er:
1. Að veita aðalforgöngu í starfandi félagsskap bænda til
eflingar landbúnaðinum.
2. Að vera ráðgefandi tengiliður á milli ríkisvaldsins og bænda.
3. Að vinna að þessu með rannsóknum, tilraunum, fjárstyrk
og leiðbeinandi eftirliti.
Stjórn félagsins skipa: Magnús Þorláksson, formaður, Jón
Jónsson og Bjarni Ásgeirsson. Verkefni stjórnarinnar er. að hafa
umsjón með öllum aðalframkvæmdum félagsins og fjárhag þess.
Búnaðarþing hefir æðsta vald í öllum félagsmálum; það skipa
25 fulltrúar kosnir af búnaðarsamböndunum. Nú eiga sæti á
búnaðarþingi:
Fyrir Búnaðarsamband Kjalamesþings: Þ. Magnús Þorláks-
son, Blikastöðum. Pálmi Einarsson, ráðunautur, Reykjavík.
Pyrir Búnaðarsamband Borgarfjarðar: Jón Hannesson, Deild-
artungu. Kristján Guðmundsson, Indriðastöðum.
Pyrir Búnaðarsamband Dala- og Snæfellsness: Magnús Frið-
rikasson, Stykkishólmi. Guðbjartur Kristjánsson, Hjarðarfelli.