Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 95
91
5. Málmsölt.
6. Vitaminer (bætiefni).
Vatn er hér um bil % af þunga líkamans, daglega skiptir lík-
aminn um 2—3 lítra af því.
Eggjahvíta er aðalefni í öllum vöðvum og líffærum likamans,
það er nauðsynlegt til þroska og endurbóta á eyddum efnum.
Þörf fyrir eggjahvítu er álitin vera 1 gramm fyrir hvert kíló af
líkamsþunganum daglega, 1 gramm af eggjahvítu myndar 4.1
hitaeiningar.
Fita er í líkamanum sem forðanæring og blönduð með vefunum,
fitan myndar orku i líkamanum, 1 gramm er 9,3 hitaeiningar,
þörf fyrir fitu er talin að vera 70 til 100 grömm daglega.
Kolvetni. Af þeim er lítið eitt í blóði og vefjum líkamans. Af
kolvetnum gefur sterkja og sykur orku, 1 gramm myndar 4,1
hitaeiningar. Dagleg þörf er talin að vera 3—600 grömm.
Málmsölt eru aðallega í beinum, vefum og vöðvum likamans,
þau eru nauðsynleg fyrir þroska og til að endurbæta eydd efni.
Það eru til ýms málmsölt, þýðingarmest er kalcium, fosfór og
járn. Þessi efni vanta oft í fæðuna. Kalk er aðalefni í beina-
grindinni Það er talið að af því þurfi % gramm daglega. Börn
nokkru meira. Posfór er í beinum og öðrum hlutum líkamans.
Af því þarf 1—3 grömm daglega fyrir fullorðinn mann, en nokkuð
meira handa börnum. Járn er í blóði og vöðvum, þörfin er talin
að vera 15 mg. daglega.
Vitamin (bætiefni) hafa uppleysandi og temprandi áhrif,
en annars mjög breytilegar verkanir í líkamanum, ef þau vanta
eða of lítið er af þeim í fæðunni koma sjúkdómseinkenni (Avita-
monoser). Það eru þekkt mörg Vitaminer, t. d.: A, B,, B_,, B(i,
C, D og E, sem öll eru talin mjög nauðsynleg í fæðu manna.
A Vitamin verndar gegn sumri augnveiki og er nauðsynlegt
fyrir þroskun.
Bx Vitamin er vöm gegn sjúkdómi er nefnist Beri-Beri, og er
nauðsynlegt til þess að vöxtur sé eðlilegur, svo og fyrir starfsemi
hjartans og efnaskiptingu.
Bo og Be vitamin eru nauðsynieg fyrir þroska og vernd
gegn ýmsum sjúkdómum.
C Vitamin er vöm gegn skyrbjúg, þreytu og hjálpar eðlilegum
tannvexti og blóðmyndun, svo og efnaskiptum í líkamanum.
D Vitamin er vörn gegn beinkröm og hjálpar vexti tanna og
beina.
E Vitamin er talið hafa þýðingu fyrir æxlunina.