Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 88
84
4. Stórar kýr þurfa meira viðhaldsfóður en litlar. Kýr í köldum
fjósum meira en kýr í hlýjum fjósum (18°) og kýr, þar sem
hirðing er sérlega góð, minna en kýr, þar sem hirðingu er
áfátt í reglusemi og umgengni allri og aðbúð.
5. 7. og 8. mjólkurdálkurinn er prentaður með skáletri. Kýr,
sem mjólka þá nyt sem þar er talin, með þeirri fituprósent,
sem talin er í seinna sinn fremst, eru kýr sem eru á tak-
mörkum með að þurfa að fá fóðurbæti með töðunni og þær
sem meira mjólka, þurfa þess.
6. Bezti fóðurbætir er % síldarmjöl og % maís, og má gefa
slíka blöndu allt hvað kýrin ekki fær meira en 3—4 kg. á dag,
þurfi hún meiri fóðurbæti, er rétt að hafa hann samsettan
af fleiri fóðurbætistegundum, svo sem hýðismjöli, olíukökum,
haframjöli o. fl.
7. Venjulega er úthey verra en taða. Þetta kemur fyrst og
fremst af því, að útheyið er síðslegnara op; því, að kýr fást
ekki til að éta eins mikið af því. Venjulega þarf 1,3—1,5 kg.
af útheyi, til að jafngilda 1 kg. af töðu.
8. Þeim kúm, sem mjólka nyt sem svarar til þess, sem fyrir
framan er skál.dálkana í töflunni, ætti ekki að gefa fóður-
bæti. Það er þjóðfélagsskaparlegur skaði. Þeim kúm, sem
mjólka nyt, sem svarar til þess sem er fyrir aftan skáleturs
dálkana, ætti alltaf að gefa fóðurbæti, en þá þurfa þó mjólk-
urframleiðendur annaðhvort að hafa markað fyrir mjólkur-
afurðirnar eða hafa sniðið stærð kúabúanna eftir mjólkur-
þörf heimilisins og þá gengið út frá því, að kýrnar væru
fullnotaðar.
9. Öllum þeim kúm, sem vanar eru að mjólka eftir burð nyt,
sem svarar til þess sem er í skáletursdálkunum og aftan við
þá, ætti að gefa fóðursalt 6 vikna tíma fyrir burð og 2—3
mánuði eftir burðinn. Er hæfilegt að gefa 1—2 matskeiðar á
dag og bezt að gefa það í fóðurbætirinn.
10. Mjög er áríðandi, að alltaf sé farið í fjósið, gefið og mjólkað
á sama tíma. Óregla í því kostar meira viðhaldsfóður eða
minni mjólk.
Um hrossarækt.
Eftir Theodór Arribjarnarson.
1) Hryssur, sem ganga með fóstur, þola ekki mikið erfiði og
þvi siður mikil geðbrigði, án þess að það komi fram á folöld-
unum.