Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 72
68
atvinnuveganna, en búnaðurinn varð útundan, þótt nokkuð hafi
verið lánað til ýmsra búnaðarframkvæmda.
Söfnunarsjóður íslands var stofnaður 1888. Hann lánar gegn
fasteignaveði í jörðum og húsum.
Veðdeild Landbankans var stofnuð 1899. Veðdeildin lánar að-
eins gegn 1. veðrétti, lánin mega vera % af virðingarverði fast-
eignanna, og til allt að 40 ára.
Ræktunarsjóður íslands var stofnaður með lögum 1900. Hann
lánar til jarðabóta og húsabygginga. Nú er hann deild í Bún-
aðarbanka íslands. Kirkjujarðasjóður var stofnaður 1907. Sjóð-
urinn lánar til jarðakaupa og umbóta á kirkjujörðum.
Búnaðarbanki Islands var stofnaður 1929. Hann er í þessum
deildum: Sparisjóðs- og rekstrarlánadeild. Veðd ild. Bústofns-
lánadeild. Ræktunarsjóður. Smábýli. Byggingar- og landnáms-
sjóður.
Ríkissjóður ber alla ábyrgð á skuldum bankans. Búnaðar-
bankinn tók til starfa 1930. Honum er ætlað að geta fullnægt
lánsþörf bænda.
UM JARÐYRKJU.
Þegar talað er um sáð- og áburðarmagn hér á eftir, er miðað
við 1000 m.2, það er 1 /10 úr ha. eða tæplega % úr dagsláttu. Þetta
er spilda sem getur verið 40 metra löng og 25 m. breið. Vér nefn-
um það garðland (skammstafað gl.). Þetta er hæfilega stór
garður fyrir fjölskyldu (5—7 manns). í góðærum getur orðið
nokkuð aflögu til sölu, en nægilegt þó hart sé í ári, ef ræktunin
er í góðu lagi. Vér munum hér aðeins nefna þær jurtir, sem
reynsla er fyrir, að geti þrifizt hér á landi.
ÞURRKUN TÚNLANDS.
Eftir Ásgeir L. Jónsson.
Stærstu mistökin við túnrækt hér á landi er vanþurrkun rækt-
unarlandsins. Fyrir þá sök eina hafa bændur orðið fyrir fjár-
hagslegu tjóni, er nemur milljónum króna, síðan jarðræktarlögin
gengu í gildi.
Munið: Land, sem vaxið er mýrar eða votlendisgróðri, getur
aldrei fóstrað túngrös, þó það sé vel unnið og í það sáð gras-