Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 77
73
RÆKTUN FÓÐURJURTA.
GRÆNGRESISFÓÐUR.
Grœnt fóður nefnum vér þær jurtlr, sem sáð er til og blöð og
stönglar notað sem fóður, annað hvort grænt eða gjört af þeim
súrhey. í þessum tilgangi er hægt að sá vetrarrúg, höfrum, ert-
um, flækjum og fóðurmergkáli Vetrarrúgur sprettur fljótast.
Blanda af 15 kg. höfrum, 3 kg. ertum, gefur næringarríkt fóður.
Þá hausta tekur og grös fara að sölna, er gott að gefa kúnum
grænt fóður. Gras af korntegundum er grænt fram á haust,
það má slá það áður en frost koma, setja það í lanir eða sæti og
geymist það þá langt fram á vetur. í vothey eru þessar jurtir
ágætar.
Fóöurmergkál er ný jurt, ræktuð vegna blaðanna, sem
verða mjög þroskamikil; það þolir frost, en þarfnast næringar-
ríks jarðvegs og skjóls. í veðursælum stöðum þrífst það hér.
Því er sáð í raðir með 60 cm. bili: Af fræi þarf í gl. 0,4 kg.
Eigi er þörf að grisja.
Heyfóðurjurtir. Á túnum vorum hefir náttúran sjálf myndað
grasteppi ,sem í aldaraðir hefir gefið gott fóður, töðu. Nú er
farið að sá grasfræi og ráða menn þá að nokkru hverjar teg-
undir vaxa á nýyrkjunni eða túnunum. Miklu skiptir að þetta
val sé viðeigandi eftir jarðvegsskilyrðum og öðru, því eftirtekjan
fer eftir því að jurtunum séu boðin þau skilyrði, er þær þrífast
bezt við. Hér verða taldar þær tegimdir, sem venjulega er
sáð í nýyrkju:
Grastegundir: Snarrótarpuntur vex í hálfrökum jarðvegi, er
sæmileg fóðurjurt. Vingull er oft aðalgrasið á túnum, það
er góð fóðurjurt. Sveifgras er annað aðalgrasið á túnunum,
en þarf nokkuð rakari jarðveg. Fóðurfax er hávaxin grasteg-
imd, þrífst í þurrum og sendnum jarðvegi. Allgóð fóðurjurt.
Háliðagras, það er fljótvaxið, sprettur fyrr en flestar aðrar gras-
tegundir. Língresi, það er fíngerð og góð fóðurjurt. Vex bezt í
fremur raklendum jarðvegi. Vallarfoxgras er góð fóðurjurt, en
þarf næringarríka og hæfilega raka jörð. Fræið spirar mjög vel.
Af hinum nefndu tegundum eru til nokkrar tegundir eða af-
birgði af hverju, sem eru mismunandi að gæðum. Um það
verður eigi rætt hér.
Belgjurtir. Hvítsmári vex víða hér á landi, bæði í túnum og
utan túns. Það er ágæt fóðurjurt. Hann þolir illa að standa