Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 70
66
Skylöi annar vera á Hvanneyri, hinn á Hólum í Hjaltadal. Síðan
hefir þessum lögum verið breytt að nokkru, síðast árið 1938. Báðir
eru skólarnir ríkisskólar. Tilgangur þeirra er að veita bænda
efnum nauðsynlega sérþekkingu til undirbúnings stöðu þeirra.
Á skólajörðunum eru rekin fyrirmyndarbú, kennslan er bókleg
og verkleg. Námstíminn er 1% ár og taka nemendur próf að
loknu námi.
Hólar í Hjaltadal. Þar var stofnaður búnaðarskóli 1882, sem
síðar var breytt í bændaskóla 1907. Skóla- og bústjóri er Kristján
Karlsson.
Hvanneyri. Þar var stofnaður búnaðarskóli 1889, sem síðar
breyttist í bændaskóla 1907. Skóla- og bústjóri er Runólfur
Sveinsson.
HÚSMÆÐRASKÓLAR.
Tilgangur þeirra er að veita ungum stúlkum fræðslu til undir-
búnings húsmæðrastöðunni, svo sem í matreiðslu, uppeldisfræði,
ýmiskonar handavinnu o. fl. Þá eru og kennd þar ýms bókleg
fræði. Þessir húsmæðraskólar starfa nú:
Laugum í Reykjadal, stofnaður 1929. Skólastýra er Kristjana
Pétursdóttir.
Hallormsstað, Pljótsdalshéraði, stofnaður 1930. Skólastýra
Sigrún P. Blöndal.
Laugalandi, Eyjafirði, stofnaður 1937. Skólastýra Valgerður
Halldórsdóttir.
Blönduósi, stofnaður 1928. Skólastýra S. Benediktsdóttir.
ísafjarðarkaupstað (Kvenfélagið Ósk) stofnaður 1912. Skóla-
stýra Dagbjört Jónsdóttir.
Staðarfelli á Fellsströnd, pr. Stykkishólm, stofnaður 1929.
Skólastýra I. Guðmundsdóttir.
SANDGRÆÐSLA.
Langt er síðan að land vort fór að blása upp og eyðast af
sandfoki, mönnum stóð stuggur af þessu og 1745 gerði danska
stjórnin ráðstafanir til að stöðva sandfok í Vestmannaeyjum.
Síðan var oft talað um að hefta sandfok, en verulegur árangur
af því varð fyrst þá, er sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1906.
Það hefir lánazt að stöðva og græða sanda, hvar sem reynt
hefir verið um land allt. Nú eru sandgræðslustöðvar ríkisins um
22.800 ha. og lengd girðinga umhverfis þær 235 km.
Sandgræðslustjóri er Gunnlaugur Kristmundsson.