Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 107
103
Lagarmál:
1 hektólíter (hl) = 100 lítrar (1); 1 líter (1 dm3) = 10 deci-
lítrar (dl); 1 decilíter (100 cm3) = 10 centilítrar (cl); 1 pottur
= 0,966 líter; 1 bushel (enskt og amerískt mál) = 36,35 lítrar;
1 galloon (enskt mál) = 4,54 lítrar; 1 galloon (amerlskt) =
3,78 lítrar.
Vog:
1 kílógramm (kg) = 1000 grömm; 1 hektógramm (hg) = 100
grömm; 1 gramm = 10 decigrömm (dg); 1 decigramm = 10
centigrömm (cg); 1 centigramm = 10 millígrömm (mg); 1 smá-
lest (tonn) = 1000 kg.
1 pund = 500 grömm; 1 lóð = 15,6 grömm; 1 skippund =
160 kg; 1 lýsipund = 8 kg; 1 vætt = 50 kg; 1 liter vatn við
4 gr.° Celc. = 1 kg; 1 m3 = 1000 kg.
Rúmmálsþyngd:
Þyngd 1 m3 af eftirtöldum vörum er talinn að vera:
Taða og gott flæðiengjahey = 150—200 kg; úthey = 100—120
kg; jarðepli = 670 kg; fóðurrófur = 550 kg; gulrófur = 650 kg;
kol (meðaltal) = 1380 kg; svörður = 700 kg.
Rómverskar tölur.
I táknar töluna 1; V táknar 5; X táknar 10; L táknar 50;
C táknar 100; D táknar 500; M táknar 1000.
Táknin eru sett frá vinstri til hægri, þannig að þau hafa
mest gildi sem koma fyrst. Sé tákn með minna gildi sett
framan við tákn með meira gildi, dregst gildi þess frá. (IX =
10 = 1 = 9). Árið 1939 skrifast þannig: MCMXXXIX.
Um hitamæla.
Hiti er mældur í gráðum (°). Sá hitamælir, sem mest er
notaður, er Celsius (C.), sýnir hann frostmark við 0°, en suðu-
mark við 100°. Annar hitamælir er Reaumur (R.). Þar er frost-
mark 0°, en suðumark 80°. Þriðji hitamælir er Fahrenheit (F.),
hann er mest notaður í Englandi og Ameríku. Á honum er
frostmark 32° og suðumark 212°.