Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 81
77
Jarðeplaútsæðið á að vera sem jafnast. 30—40 grömm á þyngd.
Til spírunar á að setja jarðeplin 3 vikum áður en þau eru sett
niður. Þau eiga að liggja í lögum á hlýjum og björtum stað, þá
verða spírurnar sterkari. Til útsæðis þarf um 200 kg. í gl. Jarð-
epli er bezt að setja í raðir með 60—70 cm. bili á milli raða og
20 til 30 cm. bili í röðunum. Hreykja þarf að jarðeplunum þegar
grasið er 10—15 cm. hátt og losa moldina, nema burtu allt ill-
gresi og strá litlu einu af saltpétri í kring um hvert gras. Jarð-
eplin þarf að taka upp áður en frost koma að mun, bezt er að
gera það í þurru veðri, þarf þá eigi að þurrka þau frekar. Jarð-
epli þarf að geyma á köldum (2—4° Celcius) og þurrum stað.
Beztur geymslustaður er jarðkjallari, byggður í þurrum hól.
Veggina má steypa úr cementssteypu, en þekja með járni, færa
síðan mold að veggjunum og yfir þakið, svo það verði allt að
% meter á þykkt. Yfirborðið er síðan þakið með þökum, húsið
lítur þá út sem grasi gróinn hóll, strompar þurfa að vera á
kofanum og tvöfaldur dyraumbúnaður. Stærð hússins fer eftir því,
hve mikið geyma skal. Bezt er að geyma jarðepli í flötum kössum.
Þeir eru gerðir úr skífum. Botninn er með rifum milli borðanna.
Innanmál kassanna sé: lengd 95, breidd 50 og dýpt 18 cm. og
rúma þeir þá um 50 kg. af jarðeplum. Við vegg er sett rimla-
grind, þar sem hægt er að raða kössunum. Á þeim er handfang
svo hægt sé að taka þá út og líta eftir jarðeplunum. Þetta er
hin bezta geymsla á jarðeplum, hafi menn þurra og kalda kjall-
ara eða annan stað, má geyma jarðeplin þar, en bezt er að
geyma þau í kössum, sem fyrr er sagt.
Nœpur. Næpum er sáð í garðinn snemma á vorin. Þær vaxa
mjög fljótt. Góð afbrigði eru: Ameriskar flatar og Gold Ball.
Gulrcetur. Gott gulrótaafbrigði er Nantes hálflöng. Bezt er að
sá gulrótum snemma á vorin í beð (120 cm.). Þeim er sáð í 5 raðir
og grisjað síðar svo 8 cm. bil verði í röðunum. Gulrætur eru
ágætar til fæðu.
Auk þeirra matjurta, sem nú hafa verið nefndar, má rækta
hér í görðum: rauðrófur, hreðkur, salat, spinat, karse, kjörvel,
persille, lauk, rabarbara o. fl. Um ræktun þessara jurta er að
finna í garðyrkjubókum. Þær þarf hver maður að eiga og lesa.
Kornyrkja. í góðum árum er hægt að rækta hér í hinum veð-
ursælustu byggðum landsins, bygg hafra og rúg. Af þessum
korntegundum er sáð í gl. af byggi og höfrum 20 kg., rúg 16 kg.
Uppskeran getur verið allt að 200 kg.