Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 79
75
með því að bera á tilbúinn áburð. Þetta tíðkast erlendis en hefir
vart verið reynt hér.
Fóðurrófur þrífast vel hér á landi. Þeim er sáð í raðir með 60
cm. bili og grisjað í röðunum svo 20—30 cm. verði milli plantn-
anna. Fóðurrófur þrífast vel í ný-yrktri jörð sem vel er borið á.
Gott er að rækta þær þar í 2—3 ár, þann tíma er illgresið við-
ráðanlegt. Fræ á gl. þarf 0,5 kg. Af fóðurrófnategundum ráðum
vér til að rækta:
Östersund, vex fljótt, er rauðleit að ofan. Fyens Bortfelder,
þær eru langar og geymast vel.
Beztar upplýsingar um nýyrkju er að finna í ársriti Ræktunar-
félags Norðurlands.
MEÐALUPPSKERA Á GL.
Tegund: í kg. kg. í fóðurein. Fóðurein.
Taða 400 2 200
Úthey, flæðiengi 200 2 100
Uthey, engjar 100 5,5 40
Korn 200 1 200
Hálmur 400 3 133
Fóðurrófur 4000 12 333
Fóðurrófur, blöð 1200 12 100
Jarðepli 2000 4,5 444
Fóðurmergkál 5000 9 555
Hér er miðað við meðaluppskeru, en oft víkur frá þessu og
getur það munað nærri helming.
GARÐRÆKT.
Þar sem kornyrkja vart getur komið að verulegum notum hér á
landi, þarf að leggja sem mesta stund á garðyrkju og sem flest
heimili að rækta svo mikið að þau geti haft nægð garðávaxta
allan_ársins hring. Vér ætlum hæfilegt að hvert heimili <5—-7
manns) hafi eitt garðland til umráða. Rúmlega helmingur af
þessu landi ætti að vera ræktaður með jarðeplum, % með rófum,
það sem afgangs er með ýmiskonar matjurtum, runnum og
trjám. Meðaluppskera úr þessum garði, ef hann er í góðri rækt,
má ætla að verði um 10 tn. jarðepli, 6 tn. rófur og svo nægð
annarra matjurta og berja til heimilisþarfa.
Frumskilyrði garðyrkjunnar er að garðurinn liggi í góðu skjóli
og njóti sem bezt sólar. Hann þarf að vera friðaður fyrir ágangi
alls búpenings. Jarðvegurinn eða moldin í garðinum þarf að vera
vel mulin, næringarríkur og hæfilega rakur. Sé vöntun á þessu,
i