Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 106
102
Dæmi: Vextir af 560 kr. í 42 daga á 4% reiknast þannig.
560 x 42 : 9,000 = kr. 2,61.
Vextir af 1750 kr. í 67 daga á 7’4% reiknast þannig: 1750 x 67
: 4,800 = kr. 24,43.
Mál ogr vog.
Metrakerfið var leitt í lög hér á landi 1907 og nánari fyrirmæli
um það í reglugerð 1909. Sú frumeining, sem allt metrakerfið
hvílir á, heitir metri. Allar einingar máls og vogar eru leiddar af
metranum og kerfið lýtur fullkominni tugaskiptingu. Metramálið
er sem sagt hinn löglegi mælikvarði fyrir mál og vog, en í dag-
legu tali er stundum miðað við hin fornu mál og vog, oft einnig
það, sem notað er í enskumælandi löndum, og því nefnum vér
hér einnig nokkur dæmi þessa og breytum því í metramál.
Lengdarmál:
1 kílómeter (km) = 1000 metrar; 1 hektómeter (hm) = 100
metrar; 1 dekameter (dam) = 10 metrar; 1 desimeter (dm) =
0,1 meter; 1 sentimeter (cm) =0,01 meter; 1 millimeter (mm)
= 0,001 meter.
1 faðmur = 1,8831 metrar; 1 alin = 0,6278 metrar; 1 fet =
0,3139 metrar; 1 þumlungur = 2,6154 centimetrar; 1 míla = 7,5
kílómetrar; 1 þingmannaleið = 37,6 kílómetrar.
Hraði ljóssins er 300 þús. km. á sekúndu. Hraði hljóðsins er
330 metrar á sekúndu.
sRBF*.
Flatarmál:
1 kvaðratkílómeter (km2) = 100 hektarar (ha); 1 hektari
(ha) = 10000 m2; 1 ari = 100 m2; 10 arar = 1 garðland (norskt
mál) = 1000 m2; 1 vallardagslátta = 0,3192 ha; 1 engjadag-
slátta = 0,5674 ha; 1 Tönde Land (danskt mál) = 0,552 ha,
1 acre (enskt mál) = 0,405 ha.
Teningsmál:
1 teningsmeter (m3) = 1000 teningsdecimeter (dm3); 1 ten-
ingsdeeimeter = 1000 teningscentimetrar (cm3); 1 teningscenti-
meter = 1000 teningsmillimetrar (mm3). 1 teningsfet = 0,031 m3.