Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 93
legum efnum. Steypið ætíð prófstein úr steypuefninu. Það er oft
mikil áhætta að byggja úr því heilt hús að óreyndu.
Steypuefnin verða að vera af réttum kornastærðum, mölin
hæfilega gróf og sandurinn hæfilega fíngerður. Ef mölin er of
gróf, leggst steypan illa í mótin og verður holótt. Ef sandurinn
er of grófur verður hún hrjúf, sementið rennur brott með vatn-
inu þegar hún er hrærð eða sett í mótin og steypan verður
gisin og óþétt.
Ódýrastir verða þeir veggir, sem hlaðnir eru úr steinum.
Steinasteypan verður þó að hafa farið fram áður en byrjað er
að byggja. Steinarnir eru steyptir í mótum. Steypublandan er
1 : 7 og ekki notað meira vatn en svo að steypuefnið verði gegn-
rakt. Því er þjappað vel í mótin með þar til gerðum áhöldum.
Steinarnir eru teknir úr mótunum 10—15 mínútum síðar.
Tvöfaldir steinveggir, steyptir að þurru torfi og í mótum, eru
næstir hlöðnum steinveggjum að dýrleika. Hvor veggur verður
þá að vera 11 cm. að þykkt, en torfið í miðjunni 18 cm. Torfið
er lagt tvöfalt og á rönd og það verður að vera gegnþurrt og
má ekki vera hart, og ekki sendið eða leirrunnið. Steypublanda
í tvöföldum veggjum er höfð 1 : 8 (1 : 3 : 5). — Það er nauðsyn-
legt að hagræða steypuefninu vel í mótunum og að pjakka það
og þjappa því niður. Krókjárn þarf að hafa til að rifa það upp,
eftir að hellt er úr hverri fötu, því annars vill mölin setjast neðst
og í lögum, sérstaklega ef menn af ógætni hafa haft of mikið
vatn í steypunni.
Gerið steypuna þannig að ekki þurfi að húða húsin utan og
að það nægi að kústa þau upp úr sterkri sementsblöndu, með
ofurlitlu af fínum sandi. Það hefir gefizt vel að smyrja þessa
blöndu á veggina með höndunum einum saman, en nauðsynlegt
er þá að hafa vettlinga. Síðast er farið yfir steypuna með bursta
og hún lituð með Medusamálningu eða kalkvatni með ofurlitlu
af sementi í til styrktar.
Nauðsynlegt er að hafa vatnsþéttiefni í steypu grunnveggja
og neðsta gólfi húsa. Biklímdan pappa má þó nota í þess stað.
Grunnveggi þá, sem í jörð eru, verður vel að bika utan, eftir að
þeir hafa verið holufylltir og kústaðir.
Málning.
Málningin er ekki fyrst og fremst til skrauts, heldur til varnar
og viðhalds. Sérstaklega er nauðsynlegt að mála vel glugga og
þök. Málning á þökum er nauðsynlegt að endurnýja með 5 ára