Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1939, Blaðsíða 75
71
hauga og blanda þá með fiskúrgangi. Sæþörungar eru góður
áburður á graslendi og í rófna- og jarðeplagarða. Það þarf
ætíð að bera sæþörunga á að hausti til, rigningarvatnið þvær
þá úr þeim skaðleg efni (klór).
Fiskúrgangur, svo sem þorskhausar, slóg, svo og smásíld og
Ufsi, inniheldur mikið af jurtanærandi efnum og er góður
áburður, einkum í nýyrkt land.
Skýrsla um innihald nokkurra áburðartegunda.
Vatn Lífr. efni Köfn.efni Fosf.s. Kali
Tegund: % % % % %■
Kúamykja, saur 85 3 1 1,5
Kúamykja, blönduð 80 17 0,4 0,2 0,5
Hrossatað 72 24 0,55 0,25 0,5
Sauðatað, blandað 68 28 0,85 0,25 0,6
Hænsnaáburður 56 25,5 1,6 1,5 0,85
Sæþörungar, nýir 75 20 0,5 0,1 0,6
Sæþörungar, þurrir 15 68 1,17 0,3 2
Mómold 0,20 78 0,8 0,03
Smásíld 2,8 1,1
Sildarslóg 2,6 1,2
Þorskhausar, nýir 2,8 3,8
Grútur, pressaður 4,3 1
Tafla þessi sýnir innihald af verðmætum efnum, köfnunar-
efni, fosfórsýru og kalí og verður að miðast við þau, þegar um
nokkrar þessara áburðartegunda er að ræða.
Tilbúinn áburður. í honum er köfnunarefni, fosfórsýra og kalí
í ríkum mæli, en þar vanta öll lífræn efni og allt gerlalíf. Helztu
tilbúnar áburðartegundir eru: Kalksaltpétur með 15,5% köfn-
unarefni. Kalkammonsaltpétur með 20,5% köfnunarefni, Brenni-
steinssúrt ammoniak með 20,6% köfnunarefni. Chilesaltpétur
með 15,5% köfnunarefni, Tröllamjöl með 20,5% köfnunarefni,
Superfosfat með 18% fosfórsýru, Kalíáburður með 40% kalí.
í hverri þessari áburðartegund er aðeins eitt næringarefni.
Aðrar áburðartegundir eru samsettar af fleiri næringarefnum og
er það að nokkru miðað við áburðarþörf jarðvegsins. Hér á landi
eru aðallega 2 tegundir notaðar, og nefnist önnur þeirra
Garðaáburður. í honum er 15% fosfórsýra, 15% köfnunarefni
og 18% kalí. Þessi áburður hefir verið mest notaður í jarðepla-
garða og reynzt vel. Það er handhægra fyrir þá, sem litla reynslu
j hafa með notkun tilbúins áburðar, að kaupa þennan áburð, sem