Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 6
En þau gera það sem allir foreldrar gera til að bjarga lífi barna sinna. Þau flytja og verða flóttamenn. David Beasley, framkvæmdastjóri Alþjóða­ matvælastofnunarinnar arnartomas@frettabladid.is  Samgöngur Ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi var formlega vígð í gær. Hún er 163 metra löng og liggur rúmum metra hærra en eldri brúin. Engin einbreið brú er nú á Hring- veginum frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Við athöfn í gær ók Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fyrstur yfir brúna eftir vígslu. Á eftir honum ók Hörður Brandsson, sem fyrstur ók yfir gömlu brúna 1967. Anton Kári Halldórsson, sveitar- stjóri Rangárþings eystra, og Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýr- dalshrepps, klipptu á borðann við athöfnina. „Fyrir okkur á svæðinu snýst þetta fyrst og fremst um öryggi, að útrýma einbreiðum brúm og auka aðgengi samgangna yfir höfuð,“ segir Anton Kári. „Svo þarf að halda áfram því þjóðvegur 1 um Suður- land er mjög fjölfarinn vegur og mikið umferðarálag. Þetta er góður punktur í það.“ Einar Freyr tekur undir með Ant- oni Kára. „Þetta er inngangurinn í sveitar- félagið okkar og þetta var ein fjöl- farnasta einbreiða brú landsins. Það er ekki hægt að undirstrika mikilvægi þess að vera komin með tvíbreiða brú nægilega,“ segir hann. „Þetta eru mikil tímamót því öfl- ugar samgöngur eru það sem halda lífinu í þessu svæði.“ n Ekki hægt að undirstrika mikilvægi tvíbreiðrar brúar nægilega mikið Nýja brúin er 163 metrar að lengd. mynd/aðsend Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Framkvæmdastjóri Alþjóða- matvælastofnunarinnar er svartsýnn á stöðu heimsins á næsta ári. Hann spáir matar- skorti og alþjóðlegu öng- þveiti verði ekki brugðist við. lovisa@frettabladid.is aLÞJÓÐamÁL David Beasley tók við embætti framkvæmdastjóra Alþjóðamatvælastofnunarinnar árið 2017. Þá hafði langvinnt hungur í heiminum aukist í fyrsta sinn í 200 ár. „Þegar ég tók við hélt ég að ég myndi ljúka starfi stofnunarinnar, að hennar yrði ekki þörf lengur. Það er auðvitað markmiðið: að enda hungursneyð,“ segir Beasley og segir að öfugt við það sem hann vonaðist til hafi staðan í heiminum versnað mikið. Fyrir fimm árum bjuggu 80 millj- ónir við alvarlegt fæðuóöryggi. Rétt fyrir Covid taldi hópurinn 135 millj- ónir og eftir faraldur 276 milljónir. Eftir átök í Eþíópíu, Afganistan og Úkraínu er fjöldinn nú 345 millj- ónir. „Við erum enn langt frá því að ná markmiðum okkar og það er áhyggjuefni. Þegar það gerist þá getum við endað með hungurs- neyð, óstöðug ríki og mikla fólks- f lutninga. Okkur tókst að koma í veg fyrir það síðustu ár því leiðtogar heimsins tóku sig saman og brugð- ust við en við lifum á fordæma- lausum tímum núna. Þess vegna er svo mikilvægt að lönd eins og Ísland taki þátt,“ segir Beasley en tilkynnt var í vikunni að Ísland væri nú að auka framlög sín til mannúðarmála, og sérstaklega til Alþjóðamatvæla- stofnunarinnar. Kjarnaframlög til stofnunarinnar verða því á þessu ári 200 milljónir í stað 100 milljóna. „Á þessu ári er glíman við hækk- andi matarverð, á næsta ári verður matarskortur,“ segir hann og að það megi rekja til þurrka, flóða, stríðsins í Úkraínu og skorts á gróðuráburði. „Við erum að horfa á mjög alvarlega stöðu.“ Beasley segir mikilvægt að hugsa um vandann til skamms tíma og langs tíma. Það séu ólík vandamál sem þurfi að leysa en að leysa þurfi hvort tveggja. Hann segir að í raun snúist vandi okkar, til skamms tíma, um þrennt: Gróðuráburð, mat og fjármagn. „Koma þarf gróðuráburðinum út, sama hver brot Rússa eru. Þetta snýst um öryggi á alþjóðavísu. Ef við fáum fjármagn getum við sinnt okkar starfi, en án gróðuráburðar- ins verður þetta helvíti á jörðu á næsta ári. Við erum á mjög hvik- lyndum tíma í mannkynssögunni.“ Hann bendir á að með því að tryggja fólki sjálf bært og stöðugt aðgengi að mat og ræktun matar sé hægt að minnka fólksflutninga, fækka táningaþungunum og barna- brúðkaupum, takmarka aðgengi öfgahópa að börnum í her auk þess sem gæði heilbrigðisþjónustu aukist og heimurinn verður grænni. „Það eru þessi verkefni, fyrir við- kvæmustu hópa heims, sem þarf að stækka. Jafnvel þótt við glímum við loftslagsvána þá trúi ég því að við getum endað hungursneyð í heim- inum. Með því að binda enda á stríð og átök.“ Hann segir að þegar hann hitti ráðamenn bendi hann þeim á að ekki hafi verið brugðist nægilega snemma við í Sýrlandi en að hægt sé að gera betur núna. Hann bendir á að móttaka flóttafólks sé kostnað- arsöm og að ef ekki verði brugðist við hungri og matarskorti muni fleiri leggja á flótta. Það sé því brýnt að bregðast við áður en það gerist. „Við spyrjum fólk sem við þjón- ustum reglulega hvað því finnst um að flýja. Það vill það enginn. En þau gera það sem allir foreldrar gera til að bjarga lífi barna sinna. Þau flytja og verða f lóttamenn. En ef það er matur og friður, þá fara þau ekki,“ segir Beasley og bætir við að um leið og hægt sé að binda enda á að fólk neyðist til að flytja sé hægt að ræða bara fólksflutninga sem eru val, og það séu miklu skemmtilegri samræður. n Helvíti á jörðu á næsta ári verði ekki brugðist við David Beasly segir stöðuna svarta. FRÉTTaBLaðIð/eRnIR benediktboas@frettabladid.is SkipuLagSmÁL „Lítið eða ekkert samráð hefur verið við íbúa svæð- isins vegna þessara fyrirhuguðu framkvæmda sem minnir óþægilega á aðdraganda að þéttingu byggðar við Bústaðaveg, sem borgin dró síðar til baka vegna mótmæla íbúa,“ segir meðal annars í ályktun stjórnar Íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogs- hverfis vegna fyrirhugaðrar þreng- ingar Háaleitisbrautar, á gatnamót- um Háaleitisbrautar og Bústaðavegs og lokun á hægri beygjum. Stjórn íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis samþykkti að beina þeim vinsamlegu, en jafnframt ein- dregnu, tilmælum til borgarinnar að hætt verði þegar við fyrirhugaðar framkvæmdir. Segir að slík þrenging minnki ekki slysahættu heldur auki hana og flytji á önnur svæði. Bent er á að til að minnka slysahættu gang- andi vegfarenda á þessum gatna- mótum megi framkvæma slíkt með öðrum miklu öruggari og árangurs- ríkari aðgerðum, til dæmis göngu- brú eða undirgöngum. n Borgin talar ekki við íbúana Bústaðavegur er orðinn þyrnir í augum bílstjóra. FRÉTTaBLaðIð/eRnIR Begga Kummer Innanhússstílisti hjá BK DECOR Góð ráð frá BK Decor Opnaðu myndavélina í símanum þínum og skannaðu QR kóðann parkixslippfelagid.is 6 Fréttir 22. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.