Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 64
Ég bý til ævintýra- heim úr tón- fræðinni og skapa per- sónur úr fræðiheitum. Lilja Eggertsdóttir Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Þessa dagana stendur yfir söfnun á Karolina Fund fyrir fyrstu bók Lilju Eggerts- dóttur sem heitir Í Tónlistar- landi. Markmið bókarinnar er að styrkja stærðfræði- og tónfræðivitund barna á aðgengilegan og skemmti- legan hátt. starri@frettabladid Tónlistarkennarinn og kórstjór- inn Lilja Eggertsdóttir vinnur um þessar mundir að fyrstu bók sinni sem ber heitið Í Tónlistarlandi og er hugsuð sem bæði fræðandi og húmorísk saga fyrir börn og fullorðna. „Sagan segir frá tvíbur- unum Tí-Tí, Hemíólu frænku, frú Fjórðupartsnótu og fleiri skemmti- legum karakterum en mark- miðið með bókinni er að styrkja stærðfræði- og tónfræðivitund barna á aðgengilegan hátt með skemmtanagildið að leiðarljósi,“ segir Lilja. Hugmyndin að bókinni kvikn- aði fyrir um 15–20 árum þegar Lilja vann á leikskóla. „Þá fékk ég þá hugmynd að búa til umhverfi fyrir börn til að kynnast tónfræðinni og semja tónlist í gegnum leik. Í fyrstu byrjaði ég á því að föndra og prófa verkefnið mitt með börnunum. Ég kláraði ekki verkefnið á sínum tíma en svo í fyrrasumar ákvað ég að semja bók um persónurnar sem tengdust verkefninu. Síðasta sumar samdi ég svo fimm lög þar sem við kynnumst fyrstu per- sónunum en ég geri ráð fyrir því að lögin verða átta í heildina.“ Auk þess að starfa sem tónlistar- kennari og kórstjóri hefur Lilja einnig umsjón með tónleikaröð- inni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Lilja stofnaði einnig tríóið Skel ásamt kollegum sínum fyrir nokkrum árum og hefur það komið reglulega fram ásamt hljómsveit. „Í fyrra var til dæmis gefin út plata þar sem sá hópur flutti lög eftir föður minn, Eggert Thorberg Kjartansson. Þessi sami hópur var síðan með mér í upp- tökum í haust ásamt Völu Guðna- dóttur, þar sem við tókum upp fyrstu lögin sem tengjast bókinni.“ Skapar persónur úr fræðiheitum Fyrstu tvö lögin sem voru tekin upp heita Polka partý og Hemíóla frænka – móðursystir mömmu. „Ég bý til ævintýraheim úr tón- fræðinni og skapa persónur úr fræðiheitum. Í laginu Polka partý er verið að kynna polkann fyrir börnunum og einnig nótnagildi, það er áttundapartsnótuna (tí) Skapar ævintýraheim úr tónfræðinni Hugmyndin að barnabókinni Í Tónlistarlandi, kviknaði hjá Lilju Eggertsdóttur fyrir 15-20 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tí -Tí tvíburarnir eru miklir prakkarar. Hluti hópsins við fyrstu upp- tökurnar. Frá vinstri eru Vala Guðnadóttir, Særún Rúnu- dóttir og Kristín Sigurðardóttir. og fjórðapartsnótuna (ta). Svo er líka mikið grín inn á milli. Frú Fjórðapartsnóta, sem er mamma tvíburanna, leitar að þeim þar sem þeir fela sig enda eru þeir miklir prakkarar.“ Hemíóla frænka er mikill djass- geggjari og hefur mikið gaman af tvíburunum. „Þar kynnumst við nótnagildunum tríólu og hemíólu en þær eru náskyldar. Það lag er svolítið djassskotið.“ Söfnun á Karolina Fund Þessa dagana er Lilja að safna fyrir næsta upptökuholli á Karolina Fund, þar sem tekin verða upp þrjú ný lög. „Þar kynnumst við fleiri persónum bókarinnar, eins og afa Heilnótu og fröken Fermötu sem er svo slök og alltaf að hugleiða en tvíburarnir Tí-Tí kíkja til hennar í jóga. Svo heyrum við aftur í kunnuglegum röddum eins og frú Fjórðapartsnótu auk tvíburanna.“ Bókin er enn í vinnslu en það styttist í lokin. „Ég stefni á að klára hana eftir áramót. Nótur að öllum lögunum munu fylgja bókinni þegar hún kemur út og lögin verða aðgengileg á streymisveitum fljót- lega eða eftir að söfnun lýkur.“ Einvala lið í hljóðverinu Góður hópur fólks kemur að upp- tökum tónlistarinnar að sögn Lilju. „Það er mikið um glens og grín enda efniviðurinn í þeim dúr. Fyrir utan mig eru það Vala Guðnadóttir sem syngur Hemíólu frænku og frú Fjórðapartsnótu, Særún Rúnu- dóttir sem syngur Tí-Tí tvíburann á móti mér og bakraddir og Kristín Sigurðardóttir sem einnig syngur bakraddir.“ Hljóðfæraleikarar eru þeir Þorgrímur Jónsson sem leikur á kontrabassa, Gunnar Gunnarsson sem spilar á píanó og Erik Qvick spilar á trommur en hljóðmaður var Hafþór Karlsson. Sjálf syngur Lilja fyrir Tí -Tí tvíbura og bak- raddir en hún er höfundur allra laga og texta auk útsetninga. Ýmislegt fram undan Fyrir utan gerð bókarinnar eru næg verkefni fram undan hjá Lilju í vetur. „Þann 8. desember held ég styrktartónleikar í hádeginu í Fríkirkjunni við Tjörnina í Reykjavík þar sem einsöngvarar, kór og hljómsveit flytja jólalög úr ýmsum áttum. Ég held haldið utan um styrktartónleika síðan 2012 og verður þetta í síðasta sinn sem tón- leikarnir verða með þessum hætti.“ Hægt er að fylgjast með söfnun Lilju og taka þátt á karolinafund. com. n info@arcticstar.is - www.arcticstar.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 MARINE COLLAGEN FYRIR HÚÐ, HÁR OG NEGLUR Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagen er í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans og: • Seinkar öldrun húðarinnar • Dregur úr sýnilegum hrukkum og fínum línum í húðinni • Eykur rakastig og stinnleika húðarinnar • Lagfæra háræðaslitasvæði • Stuðlar að upptöku kalsíums og kalsíumuppbótar. Vítamín C: • Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar • Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga- og ónæmiskerfisins • Stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi og draga úr þreytu • Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms E-vítamíns og aukinni upptöku járns. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Marine Collagen Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, og Fjarðakaup. 6 kynningarblað A L LT 22. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.