Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 8
Brimrún hefur flutt starfsemi sína að Fiskislóð 37B, 101 Reykjavík Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar á nýjum og betri stað Brimrún flytur í nýtt húsnæði kristinnpall@frettabladid.is AKRANES Bæjarráð Akranesbæjar samþykkti á fundi sínum í vikunni að veita knattspyrnufélaginu ÍA afnot af húsinu Kirkjuhvoli sem hefur undanfarin ár verið notað sem gistiheimili. Enn má finna húsið á helstu bók- unarsíðum heims fyrir gistiheimili en ekki er lengur hægt að bóka gistingu. ÍA þarf að greiða leigu og vera um leið tilbúið að losa það með skömm- um fyrirvara ef tekst að selja húsið, eins og stendur til. Í umfjöllun um húsið á vef Skessu- horns kemur fram að húsið verði hundrað ára gamalt á næstu dögum og hafi lengst af verið bústaður presta á Akranesi en einnig heima- vist nemenda við Fjölbrautaskóla Vesturlands og listasetur. n ÍA fær afnot af hundrað ára húsi Húsið var tekið í notkun árið 1923 og er því hundrað ára á næsta ári. ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA! SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU DINNA OG HELGI TAKA VEL Á MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM VERÐ FRÁ 149.900 KR Á MANN M.V 3 FULLORÐNA 21. - 28. JANÚAR 2023 NÁNAR Á UU.IS INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN ERTU MEÐ HÓP? SENDU OKKUR FYRIRSPURN Á HOPAR@UU.IS helenaros@frettabladid.is SAMFÉLAG Erla Kaja Emilsdóttir, móðir Dagbjarts Heiðars Arnars- sonar, sem var aðeins ellefu ára gamall þegar hann féll fyrir eigin hendi þann 23. september árið 2011, segir lítið hafa breyst hér á landi varðandi eineltismál barna. Hún segir að vísa þurfi gerendum úr skóla en ekki þolendum. Foreldrar Dagbjarts Heiðars hafa rætt mjög opinskátt um ein- eltið sem sonur þeirra varð fyrir og hvaða af leiðingar það hafði. Erla Kaja segist hafa viljað að fólk myndi muna eftir syni sínum og að hann hafi látið lífið vegna eineltis. „Ég vildi ekki að hann myndi deyja til einskis. Ég vildi að þetta yrði til þess að eitthvað myndi breytast, sama hvort það væri hjá einstaklingum eða einhverjum stærri aðilum eins og skólunum,“ segir Erla Kaja. Mikil um ræða hefur átt sér stað um ein eltis- og of beldis mál innan grunnskóla sem og utan þeirra eftir að móðir hinnar tólf ára gömlu Ísa- bellu Vonar, sem reyndi að svipta sig lífi í vikunni, tjáði sig um málið í fjölmiðlum. Aðspurð hvað henni þyki um umræðuna sem hefur átt sér stað vegna Ísabellu Vonar segir Erla Kaja að taka þurfi harðar á málum sem þessum. „Mér finnst þurfa að líta mun alvarlegar á þessi mál hérna,“ segir Erla Kaja og bætir við að mun harðar sé tekið á svona málum erlendis. Erla Kaja segir mikilvægt að vísa gerendum úr skóla en ekki þol- endum. „Ég var búin að bjóða Dag- bjarti að skipta um skóla og hann var fyrst að spá í það en svo sagði hann bara: Veistu nei, mamma, ég á ekki að þurfa að fara úr skólanum, það eru þau sem eru að leggja mig í einelti sem eiga að fara. Hann ætlaði að berjast fyrir því að hann fengi að vera og hinir myndu fara. En svo bara breyttist það.“ Að sögn Erlu Kaju hafði fjölskyld- an látið skólann vita að Dagbjartur Heiðar hefði reynt að fremja sjálfsvíg en skólinn ekkert aðhafst. Hún telur að það hefði verið hægt að bjarga honum. Erla Kaja segir umræðuna um ein- elti mikilvæga og að mikilvægt sé að minna á að börn geti líka fyrirfarið sér. „Þú ert ekki öruggur þó að barn- ið þitt sé ungt,“ segir hún að lokum. n Móðir Dag bjarts segir lítið hafa breyst í ein eltis málum Dagbjartur Heiðar Arnarsson Skoðun lagaprófessors í Frétta- blaðinu fyrir skömmu um óljósa lögsögu Landhelgisgæsl- unnar til að beita lögreglu- valdi vex fiskur um hrygg. Þingmaður segir alvarlegt að ekki sé ljóst hvar Gæslunni sé heimilt að beita valdi. bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Þingmaður Pírata, Andrés Ingi Jónsson, hefur sent tvær fyrirspurnir, aðra til dómsmálaráð- herra og hina til utanríkisráðherra, vegna óvissu að hans sögn, um lög- regluvald Landhelgisgæslunnar og afmörkun hafsvæða. Bjarni Magnússon lagaprófessor sagði í Fréttablaðinu fyrir skömmu að lögregluvaldi hefði verið beitt á sjó í hundruðum tilfella án skýrrar heimildar. Landhelgisgæslan sagði vegna ummæla Bjarna að um mis- skilning væri að ræða. Þrátt fyrir orðalag 6. greinar laga um Landhelgisgæslu Íslands hafa dómstólar aldrei dregið í efa að Gæslan fari með lögregluvald innan þeirrar línu sem markar ytri mörk efnahagslögsögu Íslands að sögn Landhelgisgæslunnar. Bjarni gagnrýnir svörin og segir að ákvæði í lögum um lögreglu- vald Landhelgisgæslunnar vísi til efnahagslögsögu en ekki annarra hafsvæða sem skilgreind eru sem starfssvæði Gæslunnar í lögum um hana. Í valdbeitingarheimildum rík- isins þurfi að túlka ákvæði þröngt. Andrés Ingi vill að dómsmálaráð- herra svari hve oft Landhelgisgæsl- an hafi beitt lögregluvaldi síðustu tíu ár, hvort valdinu hafi verið beitt á innsævi, í landhelgi, efnahagslög- sögu eða innan aðlægs beltis.Þá spyr Andrés Ingi utanríkisráðherra hvort hann telji nægjanlegt samræmi milli afmörkunar svæða samkvæmt lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979, og þeirra skilgreininga á svæðunum sem notaðar eru í hinum ýmsu lögum á málefnasviðum ann- arra ráðherra, svo nokkuð sé nefnt. „Við höfum rekið okkur á það í þingstörfum að það er alltof mikill losarabragur á því hvernig hafsvæði eru skilgreind í íslenskum lögum,“ segir Andrés Ingi. Síðasta vetur var að sögn þing- mannsins bætt við skilgreiningu á innsævi í landhelgislögin. Þá hafði komið í ljós að frumvarp sem var til umfjöllunar „greip í tómt“ eins og hann orðar það þegar átti að fjalla um ákveðna starfsemi á innsævinu. „Svona gloppur er víða að finna í lögum þar sem gildissviðið teygir sig yfir hafsvæði og það hefur mis- mikil áhrif,“ segir Andrés Ingi. „Einna alvarlegast er að lög um Landhelgisgæsluna virðast ekki vera með pottþétta skilgreiningu á því hvar Landhelgisgæslunni er heimilt að beita lögregluvaldi. Það er fáránleg staða í ríki sem hefur ítrekað barist fyrir útvíkkun Land- helginnar að þessi mörk séu ekki algjörlega á hreinu í lögum.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða utanríkisráðuneytisins við fyrir- spurnum þingmannsins. Ráðu- neytið vildi ekki segja annað um málið en að unnið væri að svari við skriflegri fyrirspurnþingmannsins til utanríkisráðherra. n Segir fáránlegt að mörk Gæslunnar séu ekki skýr Stórum spurningum er ósvarað um heimild Landhelgisgæslu Íslands til að beita lögregluvaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Andrés Ingi Jónsson, þing- maður Pírata 8 Fréttir 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.