Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 10
Af fimm nánum vinum er ég númer eitt hjá Pútín. Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, um vinskap sinn við Vladímír Pútín Heilbrigðisráðuneytið auglýsir styrki til verkefna sem hafa það að mark- miði að vinna gegn fíknisjúkdómum Auglýst er eftir umsóknum frá frjálsum félagasamtökum um styrki til afmarkaðra verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. Styrkupphæð til hvers verkefnis getur verið allt að 10 milljónir en alls eru 30 milljónir til úthlutunar. Tilgangur styrkveitingar er að styðja við verkefni á sviði heilsueflingar og forvarna sem vinna gegn fíknisjúkdómum í samfélaginu. Þar með talið eru verkefni tengd skaðaminnkun og snemmtækum inngripum. Mat á styrkhæfni byggir á að verkefnin byggi á faglegum grunni, hafi raunhæf markmið tengd því að vinna gegn fíknisjúkdómum, hafi skýrt upphaf og endi og árangur þeirra sé metinn. Í umsókninni þarf að koma fram: • Upplýsingar um starfsemi og meginmarkmið félagasamtaka. • Nákvæm lýsing á verkefninu og markmiðum þess. • Rökstuðningur fyrir því hvernig verkefninu er ætlað að vinna gegn fíknisjúkdómum. • Upplýsingar um framkvæmd árangursmats. • Tíma- og verkáætlun. • Kostnaðaráætlun. • Upplýsingar um samstarfsaðila ef við á. • Upplýsingar um aðra styrki sem fengist hafa til verkefnisins. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2022. Styrkir verða veittir í desember 2022. Umsóknir með umbeðnum upplýsingum skulu sendar á hrn@hrn.is Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umfjöllunar. Ekki verður tekið við umsóknum um rekstrarstyrki. Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Giorgia Meloni, verðandi forsætisráðherra Ítalíu, segist hliðholl Úkraínu en leiðir ríkisstjórn með tveimur aðilum sem hafa opinberlega mært Vladímír Pútín. kristinnpall@frettabladid.is ÍTALÍA Þrátt fyrir skýr skilaboð Giorgiu Meloni, verðandi forsætis- ráðherra Ítalíu, um að stefna Ítala sé hliðholl Úkraínu, virðist hún ætla að leiða nýja ríkisstjórn í samstarfi við tvo aðila sem hafa opinberlega mært Vladímír Pútín, forseta Rúss- lands. Meloni, sem er í forystu fyrir f lokkinn Fratelli d’Italia, biðlaði til forseta Ítalíu í gær um heimild til að mynda nýja ríkisstjórn með Norð- urbandalaginu, með Matteo Salvini í forystuhlutverki, og Forza Itali a undir stjórn Sil vio Berlu sconi. Það verður fyrsta öfgahægristjórn Ítala frá seinni heimsstyrjöldinni og hin 45 ára gamla Meloni fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Ítalíu. Meloni lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í vikunni þegar ummæli Berlusconi um vinskap hans við Pútín litu dagsins ljós. „Ítalía er hluti af Evrópu og Atlantshafsbanda- laginu. Þeir sem eru ekki á sömu bylgjulengd geta ekki verið hluti af ríkisstjórninni, þó að það kosti þessar ríkisstjórnarviðræður,“ sagði Meloni í yfirlýsingu. Í vikunni bárust fréttir frá Ítalíu af því að Berlusconi hefði mært Pútín sem leiðtoga og talað um náinn vin- skap þeirra í kjölfarið af afmæli Ber- lusconi. Stjórnmálaflokkurinn sem Berlusconi leiðir, Forza Italia, reyndi að draga úr áhrifum þess með því að gefa til kynna að um væri að ræða gömul ummæli, en ítalski fjölmið- illinn La Presse birti hljóðbútana á fimmtudag. Í hljóðbútunum heyrist þegar Berlusconi talar um að hann sé búinn að endurnýja kynnin við Pútín og að forseti Rússlands hafi sent honum tuttugu vodkaflöskur og fallegt kort í tilefni afmælis síns. Berlusconi segist hafa sent tutt- ugu rauðvínsflöskur til Pútíns og þakkarbréf og segir stuttu seinna að Pútín sé afar friðsæll og hann telji sig vera hans nánasta bandamann. „Af fimm nánum vinum er ég númer eitt hjá Pútín,“ heyrist í klippunni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Berlusconi kemur Pútín til varnar en í aðdraganda kosninganna gaf Berlusconi til kynna að innrás Rússa í Úkraínu hefði verið tilraun Pútíns til að koma sómakæru fólki að stjórnvelinum í Kænugarði. Þá olli heimsókn Berlusconi til Krímskagans árið 2014 miklu fjaðrafoki, stuttu eftir að Rússar innlimuðu svæðið. Í kjölfarið var Berlusconi meinað að koma til Úkraínu um þriggja ára skeið. Minna er vitað um vinskap Salvini og Pútíns en Salvini hefur lýst yfir stuðningi við hann og var ljósmyndaður í bol með mynd af Pútín. n Ósamstiga stjórn á Ítalíu vegna tengsla við Pútín Meloni verður fyrsti kvenforsætisráðherra Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Loftslagssjóði. Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum. Boðið er upp á eina styrktegund að þessu sinni og eru styrkir veittir til eins árs með áherslu á verkefni sem: • Skila samdrætti í losun og sem stuðla að sjálfstæðu landsmarkmiði Íslands um að draga úr losun á beinni ábyrgð Íslands um 55% (miðað við árið 2005) fyrir 2030. Áhersla þessi er í samræmi við markmið ríkisstjórnar í stjórnarsáttmála • Hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar, hafa möguleika á að nýtast sem víðast í samfélaginu og beinast að aðilum sem hafa talsverða möguleika á að draga úr losun Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís og ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Áhersla verður lögð á verkefni sem hagnýta grunnþekkingu sem þegar er til staðar. Nánari upplýsingar og reglur um sjóðinn er að finna á www.rannis.is Loftslagssjóður Umsóknarfrestur 6. desember kl. 15:00 thorgrimur@frettabladid.is BRETLAND Penny Mordaunt, þing- flokksleiðtogi breska Íhaldsflokks- ins, varð í gær fyrst flokksmeðlima til að lýsa opinberlega yfir framboði sínu í leiðtogakjöri f lokksins, sem fer fram í næstu viku vegna afsagnar Liz Truss. Búist er við að fleiri leið- togaefni stígi fram á næstu dögum. Þetta er annað leiðtogakjör Íhaldsf lokksins á árinu og ætla má að margir verði fegnir því að fá annað tækifæri. Rishi Sunak, fyrr- verandi f jármálaráðherra Bret- lands, þykir líklegur til að gera aðra atlögu að leiðtogastólnum, hann- hefur þegar hlotið stuðning rúm- lega áttatíu þingmanna flokksins. Spurningin sem brennur á vörum allra er hvort fyrrverandi forsætis- ráðherrann Boris Johnson gefi kost á sér. Johnson hefur enn ekki tjáð sig um möguleikann en við afsögn sína í sumar gaf hann í skyn að hann væri ekki af baki dottinn enn. n Mögulegir arftakar í viðbragðsstöðu Penny Mordaunt varð fyrst til að lýsa formlega yfir framboði sínu. 10 Fréttir 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.