Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 32
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Green Diamond eru einu um­ hverfisvænu dekkin sem bjóðast hér á landi. Við erum að endur­ nýta eldri belgi sem er heilmikið umhverfismál. Að auki eru Green Diamond dekkin örugg og hafa sýnt fram á að þau geta hæglega leyst nagladekkin af hólmi en þannig getum við stuðlað að því að minnka svifryk,“ segir Kristinn Sigurðsson, seljandi Green Dia­ mond, og bætir við að samkvæmt rannsóknum séu nagladekk lang­ stærsti einstaki áhrifavaldur svif­ ryks. „Naglarnir eru tímaskekkja, þannig að þó að það sé löglegt að setja nagladekk undir bílinn þá vil ég hvetja sem flesta til að velta því fyrir sér hvort það sé endilega rétt niðurstaða, bæði fyrir þeirra eigið öryggi og fyrir umhverfið,“ segir hann. Green Diamond harðkorna­ dekkin eru íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður sem henta í flestum tilvikum betur en nagla­ dekk, menga margfalt minna og endast einstaklega vel. „Green Diamond eru einu umhverfisvænu og vistvænu dekkin sem bjóðast Íslendingum,“ segir Kristinn. „Það sem er kannski skemmtilegast við þetta er ekki bara að framleiðsla dekkjanna sé byggð á íslensku hug­ viti, heldur hvað þetta er flott gæða­ vara,“ bætir hann við en í dekkin er notað 100% náttúrulegt gæða­ gúmmí í slitlagið sem blandað er iðnaðardemanti. „Það eru á bilinu 300­400 grömm af iðnaðardemanti í hverju fólksbíladekki sem er marg­ falt meira en í öðrum svokölluðum kornadekkjum.“ Sjálfbærni að endurnýta dekk „Belgurinn sem við notum í dekkin er líka framleiddur til að vera endurnýttur, en hann er allt að 70% af nýja dekkinu. Við spörum nálægt 100 lítra af jarð­ efnaeldsneyti á einum dekkjagangi og það er engin spurning að við verðum að endurnýta allt sem við getum. Hvert einasta kolefnisspor skiptir okkur máli og margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem hafa fylgst með umræðum um loftgæðamál hljóta allir að vera sammála mér um þetta,“ segir Kristinn og leggur áherslu á orð sín. „Við eigum próf frá annarri af tveimur stofnunum í heiminum sem hafa alþjóðlega vottun til að gera samanburðarrannsóknir á dekkjum, VTI (Vej og Teknik Institut),“ upplýsir Kristinn. „Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru algengustu óhappaskilyrðin hér á höfuðborg­ arsvæðinu þegar það er blautur ís við frostmark og þau skilyrði voru endursköpuð á rannsóknar­ stofunni. Green Diamond reyndist hafa 36% meiri virkni í bremsu­ prófi en það dekk sem kom næst og 32% meiri virkni í beygjuprófi. Hér skilur milli lífs og dauða,“ bendir Kristinn á og bætir við: „Að forgangsbifreið Björgunar­ sveitarinnar á á Flúðum sé í raun sönnun á niðurstöðum prófanna frá Svíþjóð, góð reynsla hlýtur að vega þyngst, þegar upp er staðið.“ Svifrykið burt Green Diamond eru augljós kostur fyrir alla sem vilja hætta að nota nagladekk til að vernda umhverfið og auka öryggi sitt. „Mjög góð reynsla hjá fjölmörgum aðilum og sú staðreynd að þau valda mun minni svifryksmengun en nagla­ dekkin styður þennan valkost. Ítarleg rannsókn dr. Haraldar Sigþórssonar umferðarverkfræð­ ings, þekkt undir nafninu „Falskt öryggi“, gefur í fyrsta lagi sterkar vísbendingar um að naglarnir geti gefið falskt öryggi og ökumenn á negldum hjólbörðum valdi hlut­ fallslega fleiri slysum en aðrir. Ökumenn á nöglum keyra hraðar, sem þýðir lengri bremsuvega­ lengd, og á höfuðborgarsvæðinu er í nálægt 98% tilfella keyrt á þurru eða blautu malbiki, en við slík skilyrði er hemlunarvegalengd bifreiða á nagladekkjum almennt lengri. Þá þekkist það við ákveðnar aðstæður að bílar á nöglum geta „skautað“ og það skapar hættu. Ég leyfi mér að orða það þann­ ig að naglar drepa. Læknar segja að allt að 60­80 Íslendingar deyi ótímabærum dauða árlega vegna svifryksmengunar og mörg hundruð glíma við ýmis heilsu­ farsvandamál. Það má rekja allt að 30% af uppsprettu svifryks til nagladekkja,“ segir Kristinn. „Þegar naglarnir sverfa göturnar myndast djúp hjólför sem fyllast af vatni og geta skapað aukna slysahættu, auk þess sem tjaran úr malbikinu sest á dekk og minnkar veggrip. Green Diamond dekkin sverfa malbikið hins vegar 14 sinnum minna. Nagladekk eru því barn síns tíma,“ segir Kristinn og bætir við að það sé alveg ljóst að for­ gangsbifreið Björgunarsveitarinnar á Flúðum væri ekki búin að vera á Green Diamond dekkjum í 10 ár ef þau væru ekki að virka. Geta fækkað tjónum „Ef Green Diamond virkar í upp­ sveitum Árnessýslu þá þarf enginn nagladekk á höfuðborgarsvæðinu. Í mörg ár hafa margar stofnanir, stærri fyrirtæki, sveitarfélög og fjöldi einstaklinga kosið að skipta við okkur og við erum stolt af því. Staðreyndin er sú að á suð­ vesturhorninu er veturinn orðinn svo mildur að ávinningurinn af notkun nagladekkja er hverfandi í samanburði við skaðann af þeim, þegar heildarmyndin er skoðuð,“ segir Kristinn. Green Diamond dekkin geta því fækkað tjónum heilmikið og þannig sparað þjóðarbúinu hluta af þeim kostnaði sem fylgir umferðar óhöpp um, en sam­ kvæmt Samgöngustofu er hann áætlaður yfir 30 milljörðum á hverju ári. „Athuganir sýna að það virðast allt að þrisvar sinnum meiri líkur á að ökumenn á slitnum hjólbörðum valdi árekstri en þeir sem eru á nýlegum hjól­ börðum og f lestöll dekk byrja strax að missa grip þegar þau slitna,“ segir Kristinn. „Green Diamond dekkin halda virkninni aftur á móti miklu betur af því að iðnaðardemanturinn er í öllu slitlaginu, en ekki bara efst, og það er sama góða gúmmíið í öllu dekkinu. Green Diamond dekkin geta því fækkað tjónum heilmikið og þannig sparað þjóðarbúinu hluta af þeim kostnaði sem fylgir umferðaróhöppum. Í ljósi stöðugt aukinnar umræðu um mikilvægi umhverfisverndar og bættra loftgæða trúum við því að mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hljóti að skoða til hlítar þann möguleika að setja bif­ reiðar sínar á umhverfisvæn Green Diamond harðkornadekk,“ segir Kristinn. Eru Green Diamond dekkin sam- keppnishæf í verði? „Já, þau eru það. Green Diamond dekkin eru ekki ódýrustu dekkin á markaðnum, en maður ætti aldrei að gefa afslátt af öryggi og þau eru mjög endingargóð, þannig að þetta eru sannarlega hagstæð kaup,“ segir Kristinn. „Það er vel þess virði að fjárfesta í gæðadekkjum, bæði til að tryggja öryggi og vernda umhverfið, þar fyrir utan má nota Green Diamond dekkin allt árið og spara þannig kostnað og tíma við umfelgun vor og haust ásamt fjármagns­ og geymslukostnaði í öðrum dekkjagangi,“ bætir Krist­ inn við. n Nánari upplýsingar má finna á hard kornadekk.is og í síma 611 7799. Einnig má senda póst á info@ hardkornadekk.is. Þegar ákvörðun um kaup liggur fyrir er dekkjunum komið á tiltekið dekkjaverkstæði. Naglarnir eru tímaskekkja, að sögn Kristins, sem telur þá hættulega umhverfinu vegna svifryks. Íslenskt hugvit undir bílinn sem um leið er umhverfisvæn leið. Green Diamond í tíu ár „Björgunarsveitin Eyvindur á Flúðum hefur notað Green Diamond harðkornadekk undir forgangsbifreiðina í tíu ár. Dekkin standast allar okkar kröfur, fyrst og fremst fyrir öryggi, mýkt og endingu auk þess að vera vistvæn. Þau koma fyllilega í stað nagladekkja sem bæði valda hættulegu svifryki og tjóni á vegum.“ Borgþór Vignisson, formaður Green Diamond harðkornadekkin eru íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður sem henta í flestum tilvikum betur en nagladekk, menga margfalt minna og endast einstaklega vel. 2 kynningarblað A L LT 22. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.