Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 52

Fréttablaðið - 22.10.2022, Side 52
GRINDAVÍKURBÆR GRINDAVÍKURBÆR Breyting á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 Íbúðarsvæði ÍB3 – fjölgun íbúða Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti 27. september 2022 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að á íbúðarsvæði ÍB3 er bætt inn heimild til að byggja par- og raðhús við Laut, alls 7 íbúðir, til viðbótar við þegar tilgreinda þéttingarreiti innan íbúðar- svæðisins. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 9. september 2022. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til stað- festingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Grindavíkur. Skipulagsfulltrúi Grindavíkur Íbúð til leigu Í virðulegu húsi í hjarta RVK er falleg 115 fm íbúð með bílskúr og bílastæði til leigu í lengri eða skemmri tíma. Hægt er að leigja hana með eða án húsgagna. Áhugasamir vinsamlegast sendi póst á atvinna@frettabladid.is merkt ,,Leiga-2210“ Borgartúni 26, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Bygging nr. 130 á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Endurbætur á lögnum og loftræsikerfi. ÚTBOÐ NR. 21822 Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir og Ríkiskaup, f.h. Land- helgisgæslu Íslands, varnarmálasvið, óska eftir tilboðum í framkvæmdir í byggingu nr. 130 á öryggissvæðinu á Kefla- víkurflugvelli. Til þess að komast á verkstað skal verktaki útvega sér aðgangsheimild inn á vinnusvæðið og fylgja öllum öryggis- og aðgangsreglum og fyrirmælum sem gilda fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands annast framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna í umboði utanríkisráðuneytisins á grundvelli verksamnings sbr. 7. gr. a. varnarmálalaga nr. 34/2008. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 7. júní 2023. Útboðsgögn verða aðgengileg á www.utbodvefur.is frá og með laugardeginum 22. október 2022. Tilboðin verða opnuð á TendSign vef Ríkiskaupa 22. nóvember 2022. ÚTBOÐ AUGLÝSING UM SVEINSPRÓF Með umsókn skal leggja fram afrit af náms- samningi, lífeyrissjóðsyfirlit eða staðfestingu frá skóla úr rafrænni ferilbók og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2022. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og kjötiðn í janúar 2023. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2022. Í byggingagreinum í janúar 2023. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2022. Í vélvirkjun í febrúar 2023. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2022. Í rennismíði í febrúar 2023. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2023. Í snyrtifræði í febrúar – mars 2023. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2023. Í bifvélavirkjun í febrúar – mars 2023. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2023. Í hársnyrtiiðn í febrúar – mars 2023. Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2023. Umsóknareyðublöð má nálgast á vef Iðunnar www.idan.is og á skrifstofunni. Vatnagörðum 20 .: 104 Reykjavík .: 590 6400 .: idan@idan.is Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í janúar, febrúar og mars ef næg þátttaka næst: Nánari dagsetningar verða birtar á vef Iðunnar fræðsluseturs um leið og þær liggja fyrir. C M Y CM MY CY CMY K Auglýsing um sveinspróf (2).pdf 1 30/09/2022 12:35:31 HEILBRIGÐISSTOFNUN AUSTURLANDS ÍBÚÐARHÚSNÆÐI TIL KAUPS EÐA LEIGU Á AUSTURLANDI 221029 - Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óska eftir að KAUPA eða taka á LEIGU íbúðarhúsnæði fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands. Miðað er við að leiga geti verið til 10 ára. Óskað er eftir allt að fjórum eignum, þ.e. tveimur íbúðum á Egilsstöðum og tveimur íbúðum í Neskaupstað. Leitað er eftir 2ja til 4ra herbergja íbúðarhúsnæði, einkum nýlegu eða viðhaldslitlu húsnæði í góðu ástandi. Til greina koma bæði íbúðir og/eða minni sérbýli. Kostur er ef íbúðarhúsnæðið er í þéttbýliskjarna með góðu aðgengi. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs íbúðarhúsnæðisins, kaupverðs, ástands, stærð þess og skipulag, afhendingatíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum. Aðeins er um markaðskönnun að ræða og áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum. Fyrirspurnir varðandi verkefnið Heilbrigðisstofnun Austur- lands skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is. Fyrirspurnarfrestur rennur út 31. október 2022 en svarfrestur FSRE er til og með 3. nóvember 2022. Leigutilboð eða sölutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 24. nóvember 2022. Merkja skal tilboðin; nr. 221029 – Heilbrigðisstofnun Austurlands - Íbúðarhúsnæði. Við ráðum WWW.RADUM.IS | 519 6770 | RADUM@RADUM.IS Stjórnendaleit Reynsla og gott tengslanet sérfræðinga Ráðum skilar árangri þegar finna þarf æðstu stjórnendur eða fólk í stjórnir fyrirtækja. Ráðningar millistjórnenda og sérfræðinga Góður gagnagrunnur, gott tengslanet og ára­ löng reynsla á ráðningarmarkaði eykur líkurnar á því að finna hæfasta einstaklinginn í starfið. Almennar ráðningar á markaði Öflun umsækjenda í almenn störf er ein helsta áskorun fyrir tækja í dag. Þekking á markaðnum er því mikilvæg og þar skiptir reynslan miklu máli. Með leit í gagna grunni eða aug lýsingu í viðeigandi miðlum aðstoðar Ráðum fyrirtæki við að finna hæfasta ein staklinginn í starfið. Sveigjanleg nálgun Sérstaða Ráðum liggur í sveigjanlegri nálgun á ráðningar verkefnið. Fyrir utan að sjá um allt ráðningar ferlið komum við til móts við þarfir fyrir tækja með því að sjá um hluta þess ef þörf krefur, t.d. bakgrunns kannanir, hæfnis mat eða starfs tengdar æfingar. Matstæki Ráðum notast við nýjustu aðferðir við að meta hæfni og persónuleikaþætti sem geta skipt sköpum í ráðningum. Ráðum er í sam starfi við banda ríska mannauðs lausna fyrirtækið CEB sem er í farar broddi í persónu leika prófum og öðrum mats tækjum sem eru sér stak lega hönnuð til að greina sérstöðu og hæfileika ein staklinga áður en ráðning fer fram. Þannig er hægt að finna hæfasta einstaklinginn með talsverðri ná kvæmni. Persónu leika matið OPQ32 og DSI (Dependa bility & Safety Index) skimunar prófið hafa t.d. verið stöðluð og staðfærð að íslenskum markaði. Ráðgjöf við starfslok Viðskilnaður fyrirtækis við starfsmann skiptir höfuð máli þegar fyrirtækið á frum kvæðið að starfs lokum. Ráðum býður upp á við tal við ráð gjafa sem felur m.a. í sér upplýsingar um atvinnu markaðinn, ráðgjöf varðandi starfs­ ferilskrá og kynningarbréf og hagnýt atriði varðandi starfs leit og atvinnu viðtöl. Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavinarins. 18 ATVINNUBLAÐIÐ 22. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.