Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 86
„Dagslátta er vönduð og
falleg ljóðabók, sem endur-
speglar mikla reynslu og
mannhyggju höfundarins.“
KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON / FRÉTTABLAÐIÐ
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
tsh@frettabladid.is
Árni Már Erlingsson opnar sýn-
inguna Öldur aldanna – Útfjara í
Listamönnum galleríi í dag. Í sýn-
ingartexta segir að sýningin sé eins
konar lokahóf eða hápunktur þess
tímabils sem Árni Már hefur dvalið
í undanfarin ár.
„Fyrsta sýningin mín á þessum
verkum hét Öldur aldanna sem er
vísun í verkið Alda aldanna eftir
Einar Jónsson. Þetta fæðist í raun-
inni þegar ég f lyt heim frá Þýska-
landi 2015, þá byrjar hjá mér algjör
þráhyggja varðandi sjó. Ég verð yfir
mig heillaður af því hvað sjórinn
er yfirgripsmikill, stunda sjósund
mjög grimmt, og þetta fæðist svona
í kjölfarið,“ segir Árni Már.
Af hverju ákvaðstu að ljúka þessu
tímabili núna?
„Í ljósi þess hversu einföld verkin
eru þá fannst mér eins og það yrði
að koma einhver endapunktur á
þetta. Ég get ekki endalaust haldið
áfram að gera þessar myndir.“
Hvernig vinnurðu verkin?
„Ég vinn þetta allt með verkfær-
um og á þessari sýningu er ég með
tvær mismunandi sköfur. Annars
vegar límsköfur sem ég möndla
aðeins með, þannig dreg ég stærri
myndirnar með þessum gárum í.
Svo er ég bara með stóran, góðan
spartlspaða í hinum verkunum.“
Árni Már segir málverkin vera
ákveðna hugleiðingu um vinnuferl-
ið en með kaupum fylgir spaðinn
sem Árni notar til að mála verkin.
„Þegar ég horfi á þetta sjálfur þá
finnst mér þetta bara stálheiðar-
legt málverk. Vissulega er kannski
einhver hugmyndafræði á bak við
þetta. En þú horfir ekki beint á þetta
og það fyrsta sem þú sérð er sjór.“
Ertu þá alveg búinn að segja skilið
við öldumálverkin?
„Já og nei. Það eru einhverjar pant-
anir sem ég á eftir að útvega sem
verða gerðar eftir þessa sýningu.
En planið var að taka þetta svolítið
lengra og þróa eitthvað áfram. Þann-
ig að í rauninni eru þetta kannski
síðustu verkin sem ég geri í þessari
mynd og svo munu þau bara koma í
einhverju allt öðru eðli.“
Sýningin verður opnuð klukkan
16 í dag í Listamönnum á Skúla-
götu 32. n
Þráhyggja fyrir sjónum
Árni Már Erlingsson myndlistar-
maður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
BERG Contemporary vígir
nýjan sýningarsal í dag með
á Feneyjaverki Sigurðar
Guðjónssonar. Salurinn er
sérstaklega hugsaður fyrir
vídeólistaverk auk stórra og
flókinna innsetninga.
tsh@frettabladid.is
Galleríið BERG Contemporary
opnar í dag nýjan sýningarsal sem
er sérstaklega helgaður vídeó list.
Salurinn er vígður með verkinu
Ævarandi hreyfing eftir Sigurð
Guðjónsson sem vakti mik la
athygli á Feneyjatvíæringnum í ár.
„Ég hef verið með þennan draum
lengi, að fá sal með góðri hæð. Ég
hef mikinn áhuga á að sýna vídeó-
list og við erum náttúrlega með
marga vídeólistamenn í galleríinu,
þar á meðal Sigurð Guðjónsson og
Vasulka-hjónin sem eru brautryðj-
endur á heimsmælikvarða í þessum
geira,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir,
stjórnandi BERG Contemporary.
Sýningarsalurinn er partur af
umfangsmikilli viðbyggingu sem
byggð var við galleríið í porti þess
á milli Klapparstígs og Smiðjustígs
og var hönnuð af arkitektinum
Davíð Pitt.
„Þetta er hannað með það í huga
að hingað sé hægt að bjóða hinum
ýmsu stéttum sem tengjast mynd-
listarheiminum. Sýningarstjórum,
safnstjórum, listamönnum og list-
fræðingum sem skrifa um og rann-
saka myndlist. Þar er ég ekki síst
að hugsa um þá miklu arf leifð sem
Vasulka-hjónin skilja eftir sig og er
efni í margar doktorsritgerðir. Það
er frábært að geta boðið fólki að
koma og opna á samtal út í heim,“
segir Ingibjörg.
Alveg eins og í Feneyjum
Í vikunni opnaði Listasafn Reykja-
víkur einnig umfangsmikla yfirlits-
sýningu á verkum Sigurðar Guð-
jónssonar í Hafnarhúsinu. Spurð
hvort Ævarandi hreyfing verði eins
og í Feneyjum segir Ingibjörg:
„Það verður alveg eins. Það eru
sömu hlutföll í stærð á verkinu,
sama lofthæð og slíkt en það er
talsvert rýmra um verkið hér held-
ur en var úti. Salurinn er rúmlega
helmingi stærri heldur en salurinn
úti og ef eitthvað er þá ætti það að
hjálpa þessu frábæra, fallega verki.“
Hvernig finnst þér verkið Ævar-
andi hreyfing tala inn í feril Sigurð-
ar Guðjónssonar?
„Sigurður er þekktur fyrir þessi
tímatengdu verk sín þar sem hann
Opnar á samtal út í heim
Ingibjörg Jónsdóttir hefur stýrt galleríinu BERG Contemporary á Klapparstíg síðan 2016. Hana hefur lengi dreymt um
að opna sýningarsal sérstaklega fyrir vídeólist. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Sigurður Guð-
jónsson var
fulltrúi Íslands
á Feneyja-
tvíæringnum
með verkinu
Ævarandi hreyf-
ing (e. Perpetual
Motion).
MYND/VIGFÚS
BIRGISSON
er að vinna með leifar af vélum og
manngerðum tæknihlutum. Það
má segja að þetta sé rökrétt fram-
hald á því ferðalagi. Hann skoðar
smæstu eindir og blæs þær upp í
miklar stærðir, sem er mjög áhuga-
vert. Þetta er heimur sem við kom-
umst inn í sem við höfum annars
engan aðgang að.“
Eitt fyrsta gagnvirka verk heims
Næsta verkið sem verður sýnt í
nýja sýningarsalnum verður hin
umfangsmikla innsetning Brother-
hood eftir tékkneska listamanninn
Woody Vasulka sem verður sett
upp 2023.
„Það er verk sem var pantað af
ICC-stofnuninni í Tókýó. Hann fer
þangað og er marga mánuði með
stóru teymi 1996. Þetta er eitt af
allra fyrstu gagnvirku verkunum
sem eru sköpuð í heiminum. Þetta
er mjög mikilvægt verk í listfræði-
legu og listasögulegu samhengi,“
segir Ingibjörg.
Verkið var upphaf lega sýnt í
Tókýó árið 1998 en hefur aldrei
verið sýnt aftur í heild sinni og voru
hlutar nýja sýningarsalarins hrein-
lega hannaðir í kringum verkið.
„Síðustu árin höfum við verið
að tína verkið saman og endurgera
hluta þess. Þetta er í fyrsta skipti
síðan 1998 sem verkið er sýnt í
heild sinni. Það hafa verið sýndir
einstakir hlutar bæði í Tékklandi
og Bandaríkjunum en þetta er í
fyrsta skipti sem það er endurgert
algjörlega,“ segir Ingibjörg.
Vídeóið muni styrkjast
Að sögn Ingibjargar er nýi salurinn
ekki hugsaður fyrir hefðbundnar
gallerísýningar heldur fyrir stærri
og f lóknari verk. Þá hentar hann
verkefnaskrá gallerísins einkar vel
en margir vídeólistamenn eru á
skrá BERG.
„Við auðvitað höfum listamenn
sem vinna í alla miðla, mér finnst
mikið atriði að það séu listamenn á
öllum aldri og það sem hefur vakið
áhuga í hverjum miðli fyrir sig,
frekar heldur en að það sé bundið
við einhvern ákveðinn miðil. Ég
er samt eiginlega sannfærð um
að vídeóið sé eitthvað sem muni
styrkjast. Kynslóðirnar núna eru
miklu tengdari þeim miðli.“
Ingibjörg stofnaði BERG Con-
temporary árið 2016 og segist hafa
farið að leggja drög að nýja sýn-
ingarsalnum strax um það leyti.
Framkvæmdin tók rúm þrjú ár og
var mjög viðamikil enda þurfti að
grafa og sprengja fyrir nýja salnum.
„Að fá lofthæðina skipti miklu
máli og ég þurfti að sannfæra
marga um að það væri nauðsyn-
legt. Inni í miðbænum fer maður
nú ekki hátt upp í loftið, það er
auðvitað deiliskipulag og ýmislegt
sem þarf að taka tillit til. Svo það
lá beint við að fara niður í jörðina,“
segir hún. n
50 Menning 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 22. október 2022 LAUGARDAGUR