Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 49
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Yfirgripsmikil þekking og reynsla á sviði ferðamála.
• Árangursrík reynsla af stjórnun ásamt reynslu af því að leiða
fólk til árangurs.
• Árangursrík reynsla af rekstri og áætlanagerð.
• Góð þekking og reynsla af stefnumótun.
• Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni.
• Geta til að skapa öfluga liðsheild.
• Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
• Reynsla af miðlun upplýsinga á greinargóðan hátt.
• Þekking og reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
Helstu verkefni Ferðamálastofu eru einkum
• Framkvæmd ferðamálastefnu, áætlanagerð og stuðningur
við svæðisbundna þróun.
• Útgáfa leyfa og eftirlit með leyfisskyldri starfsemi,
þar á meðal öryggisáætlunum.
• Öflun, miðlun og úrvinnsla upplýsinga, þar á meðal tölfræðilegra
gagna og annarra upplýsinga um viðfangsefni stofnunarinnar.
• Greining á þörf fyrir rannsóknir sem m.a. nýtast við stefnumótun
stjórnvalda, í samvinnu við atvinnugreinina og rannsóknastofnanir
á sviði ferðaþjónustu.
• Öryggismál, gæðamál og neytendavernd í ferðaþjónustu.
• Varsla og umsýsla Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
• Umsjón með starfsemi ferðamálaráðs.
Embætti ferðamálstjóra er laust til umsóknar. Menningar- og viðskipta-
ráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 1. janúar 2023.
Ferðamálstofa fer með stjórnsýslu ferðamála samkvæmt lögum þar
um. Ferðamálastjóri ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar,
mótar helstu áherslur, verkefni og starfshætti og annast daglega
stjórn hennar. Leitað er eftir einstakling með leiðtogahæfileika sem
er framsýnn í hugsun, býr yfir framúrskarandi hæfni í samskiptum
og samvinnu og hefur metnað til að ná árangri í þágu almennings
og atvinnulífs.
Ferðamálastjóri
Menningar- og viðskiptaráðherra mun skipa ráðgefandi þriggja manna
hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð
til ráðherra. Umsóknum skal skilað inn á netfangið mvf@mvf.is.
Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2022.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun
hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið veitir
Skúli Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóri í síma 545-9825.
Hlutverk stofnunarinnar er að fylgjast með og stuðla að þróun
ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku
samfélagi að teknu tilliti til þolmarka íslenskrar náttúru og samfélags.
Stofnunin vinnur að samræmingu, greiningum og rannsóknum
í ferðaþjónustu í sívaxandi atvinnugrein með hliðsjón af stefnu
stjórnvalda. Ferðamálastofa rekur tvær starfsstöðvar, á Akureyri
og í Reykjavík. Um laun og launakjör ferðamálastjóra fer skv. 39. gr.
a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Fólk óháð kyni er hvatt til að sækja
um embættið.
Allar nánari upplýsingar á Starfatorg.is