Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 28
Ný lög gerðu það að verkum að ákæru- valdið í Baltimore gat opnað aftur mál Syed á þessu ári og skoðað erfða- efni með nýjum hætti. Adnan Syed losnaði úr fangelsi í október eftir að hafa setið inni í 23 ár fyrir morðið á fyrr- verandi kærustu sinni. Hann hefur nú verið hreinsaður sök. Rannsókn er enn opin. Þann 13. janúar árið 1999 sást síðast til Hae Min Lee á lífi. Fjölskyldan hennar tilkynnti hana týnda eftir að hún sótti ekki frænda sinn í leikskólann seinni part þessa örlagaríka miðvikudags. Lee var á þessum tíma 18 ára og nemandi við Woodlawn-gagnfræðaskólann í Baltimoresýslu í Maryland-ríki í Bandaríkjunum. Hae Min hafði verið í skólanum þennan dag og höfðu þó nokkrir séð hana yfirgefa skólann við lok skóladagsins. Stra x við tilk y nningu f jöl- skyldunnar byrjaði lögreglan að rannsaka málið. Fulltrúar hennar hringdu í vini hennar og náðu svo í fyrrverandi kærasta hennar, Adnan Syed, um klukkan 18.30, sem sagðist hafa séð hana við lok skóladagsins. Um 1.30 um nóttina náði lögreglan í kærasta hennar sem sagðist ekki hafa séð hana um daginn. Handtekinn og ákærður Þann 9. febrúar fannst líkið grafið í grunnri gröf í Leakin-almennings- garðinum sem er um kílómetra frá skólanum. Adnan Syed var svo handtekinn og ákærður fyrir morðið þann 28. febrúar og sak- felldur árið eftir. Í síðustu viku losnaði Adnan Syed úr fangelsi eftir að hafa setið inni í 23 ár. Þegar hann var handtekinn var hann aðeins 17 ára gamall, og því barn. Eitt af því sem gerði það að verkum að hann er laus eru ein- mitt ný lög í Maryland-ríki sem gerði ákæruvaldinu kleift að skoða Syed er nú frjáls maður eftir að hafa setið í fangelsi í 23 ár. Fjölskylda Hae Min Lee hefur áfrýjað ákvörðuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA aftur mál einstaklinga sem höfðu setið inni í meira en tuttugu ár og voru á barnsaldri þegar glæpurinn var framinn. Þegar málið var fyrst tekið fyrir treysti ákæruvaldið að miklu leyti á vitnisburð vinar Syed, Jay Wilds, sem sagði að hann hefði hjálpað Syed að grafa líkið. Auk þess treystu þau á farsímagögn úr farsímaturn- um sem þóttu sýna fram á að Syed hafi á þeim tíma sem Hae Min Lee var myrt verið nærri almennings- garðinum þar sem hún svo fannst. Í hlaðvarpinu Serial, sem alls eru tólf þættir, kom þó ýmislegt annað á daginn. Eins og vitni sem sagðist hafa verið með Syed þegar Lee var myrt. Vitnið, Asia McClain, segir í þáttunum að hún hafi á sínum tíma viljað bera vitni en lögmaður Syed, Maria Cristina Gutierrez, hafi ekki haft samband við hana. Það má í þessu samhengi taka það fram að árið 2001 missti Gutierrez lögmannsréttindi sín eftir að fjöldi kúnna hennar kvartaði undan henni. Þá var í þáttunum einnig dreginn í efa trúverðugleiki símagagnanna og sýnt fram á að sönnunargögn sem var safnað árið 1999 voru aldr- ei borin saman við erfðaefni Syed. Serial kemur út Málið er mörgum kunnugt en árið 2014 kom út hlaðvarpið Serial í stjórn blaðamannsins Söruh Koe- nig. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla í máli Syed sem hafði þó á þeim tíma setið inni í 14 ár. Í febrúar árið 2015 samþykkti dómstóll í Maryland áfrýjun frá Syed. Í nóvember sama ár sam- þykkti svo dómari að Syed gæti lagt fram ný gögn fyrir dómara. Eftir að hafa skoðað gögnin, þar sem lög- menn Syed sýndu fram á vanhæfi verjanda hans, drógu farsímagögn- in í efa og lögðu fram vitnisburð McClain, samþykkti dómarinn að hafa ný réttarhöld í máli Syed. Lögmennirnir óskuðu þess að Syed fengi að ganga laus gegn trygg- ingu en því var hafnað. Eftir að ný réttarhöld voru samþykkt tjáði fjölskylda Lee mikil vonbrigði með ákvörðun dómarans og sagði að þau tryðu því enn að rétt ákvörðun hefði verið tekin þegar Syed var sak- felldur. Það var svo 2018 sem Adnan hafði aftur betur í sérstökum áfrýjunar- dómstóli í Maryland. Þeim úrskurði Laus eftir 23 í fangelsi ár Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is var hins vegar snúið við hjá æðri dómstól ári síðar og sakfelling hans staðfest á ný. Í nóvember sama ár neitaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að taka málið fyrir og var þá útlit fyrir að málinu væri lokið. Gömul mál skoðuð aftur Á sama tíma kom fram í nýjum heimildaþáttum um mál Adnan að ekkert erfðaefni fannst á líkama Hae Min Lee eða á eigum hennar sem gat tengt hann við málið. Eftir þetta gerðist ekkert nýtt í málinu í þrjú ár en í mars á þessu ári samþykkti ákæruvaldið í Baltimore að prófa erfðaefni á eigum Lee aftur og vísaði til mikilla tækniframfara og til nýju laganna sem heimilaði þeim að skoða gömul mál barna. Þann 14. september óskaði ákæruvaldið þess að dómari felldi úr gildi dóminn yfir Syed vegna þess að við rannsókn hefðu þau komist að því að tveir aðrir væru grunaðir í málinu, auk þess sem þau hefðu fundið sönnunargögn sem ákæruvaldið hafði ekki afhent lögmönnum Syed þegar málið fór fyrir dóm árið 2000. Þau óskuðu eftir að hann fengi ný réttarhöld. Hinn 19. september gekk Syed út úr fangelsinu og átti þá að vera undir eftirliti á heimili sínu þar til ný réttarhöld færu fram. Þann 11. október lét ákæruvaldið allar ákærur gegn Syed falla niður á þeim grundvelli að erfðaefnið sem var rannsakað útilokaði Syed en í fyrsta sinn var rannsakað erfðaefni sem fannst á jakka, skóm, sokka- buxum og jakka Hae Min Lee. Haft var eftir aðalsaksóknara Maryland-ríkis eftir að Syed var laus, Marilyn Mosby, að ákæru- valdið hefði ekki fundið nein trú- verðug sönnunargögn sem sönn- uðu að Syed bæri ábyrgð á dauða Lee. Það sem fannst við endur- skoðun sönnunargagnanna voru gögn sem bentu til aðildar tveggja aðila, annars sem hafði sagt að hann myndi láta Lee hverfa og drepa hana. Sá hinn sami var síðar sakfelldur fyrir að ráðast á konu í bíl sínum. Hinn var sakfelldur fyrir að nauðga fjölda kvenna og áreita kynferðislega. Morðið er enn til rannsóknar en líkurnar litlar á því að fjölskylda Hae Min Lee komist nokkurn tíma að því hver var að verki. Þau hafa áfrýjað ákvörðuninni um að fella sakfellingu Syed úr gildi. n 1999 2000 2015 2016 2018 2019 2022 2014 n 13. jan. Hae Min Lee myrt (kyrkt), hún var þá nemandi við Woodlawn High School í Balti- more-sýslu, Maryland. n 9. feb. Lík Hae Min Lee finnst í Leakin- almennings- garðinum. n 28. feb. Syed er handtekinn og ákærður fyrir morðið. n 6. júní Syed er dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir morðið. n 3. okt. Fyrsti þáttur Serial er frumsýndur. n Syed fær að áfrýja og leggja fram ný gögn. n Júní: Dómari samþykkir ný réttarhöld. n Syed hefur betur í sérstökum áfrýjunardómstóli og er hreins- aður af sök. n 8. mars Æðsti áfrýj- unardómstóll Mary land snýr dómnum við og setur sak- fellinguna aftur í gildi. n 28. mars Nýjar rann- sóknir á erfða- efni geta ekki tengt Syed við morðið. n 14. sept. Ákæruvaldið óskar þess að dómari felli úr gildi sakfell- ingu Syed. n 19. sept. Syed losnar úr fangelsi en er með ökkla- band. n 11. okt. Allar ákærur gegn Syed eru felldar niður og hann frjáls maður. 28 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFréttabLaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.