Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 20
Ógleymanleg rauð spjöld Það að fá rautt spjald í knattspyrnuleik er auð- vitað bara hluti af leiknum en að láta reka sig af velli á ögurstundu á Heimsmeistaramótinu getur haft mikil áhrif á leikmanninn sjálfan og liðið hans. Mörg fræg og eftirminnilega rauð spjöld hafa farið á loft á þessu stærsta sviði fót- boltans, ekki öll rauð spjöld eiga sér stað innan vallar eins og Diego Maradona komst að. hoddi@frettabladid.is 1994 Diego Maradona Maradona fékk ekki sitt rauða spjald innan vallar heldur utan hans. Maradona var bannaður frá Heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994 eftir að ólöglegt lyf fannst í blóði hans. Maradona fór í lyfja- próf eftir leik gegn Nígeríu í riðlakeppninni og þar fannst frammistöðubætandi lyfið ephedrine. Maradona fékk ekki bara rauða spjaldið frá mótinu heldur líka frá Banda- ríkjunum. Maradona neitaði að hafa verið meðvitaður um inntöku á lyfinu. Maradona fékk aldrei vegabréfsáritun inn í Bandaríkin eftir þetta atvik. 2006 Zinedine Zidane Úrslitaleiksins á Heimsmeistaramót- inu verður alltaf minnst fyrir rauða spjaldið sem Zinedine Zidane fékk í síðasta leik sínum á ferlinum. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1–1 en á 110. mínútu leiksins ákvað Zidane að skalla Marco Materazzi leikmann Ítalíu. Sá ítalski hafði viðhaft ljót orð í garð Zidane sem missti hausinn og skallaði hann. Ítalir stóðu uppi sem sigurvegarar eftir vítaspyrnukeppni en Zidane lauk ferlinum með skottið á milli lappanna. 1998 David Beckham Eitt frægasta rauða spjald í sögu fótboltans. Beckham var í mörg ár skúrkur í augum ensku þjóðar- innar eftir rauða spjaldið gegn Argentínu árið 1998. Í leik í 16 liða úrslitum þar sem allt var í járnum missti Beckham hausinn og spark- aði í Diego Simeone sem hafði brotið á honum. Dómari leiksins rak Beckham af velli í stöðunni 2–2 en atvikið gerði Beckham heims- frægan. Argentína vann að lokum sigur í vítaspyrnukeppni en breska pressan tók Beckham af lífi eftir leikinn. 2010 Luis Suarez Í átta liða úrslitum á HM í Suður- Afríku ákvað framherji Ajax að grípa til þess að verja boltann á línunni. Úrúgvæ og Gana mættust í átta liða úrslitum en Suarez og félagar voru í vandræðum í leiknum. Í framleng- ingu virtist Dominic Adiyiah vera að tryggja Gana sigurinn en Suarez varði með höndum. Hann var rekinn í sturtu og vítaspyrna var dæmd, Asamoah Gyan fór á vítapunktinn en brenndi af. Leikurinn fór í víta- spyrnukeppni og þar vann Úrúgvæ sigur, Suarez varð því að hetju í heimalandinu fyrir markvörsluna. 2006 Josip Simunic Varnarmaðurinn frá Króatíu afrekaði það að fá þrjú gul spjöld í sama leiknum. Enski dómarinn Graham Poll klikk- aði eitthvað í bókhaldinu en hann spjaldaði Simunic á 61. mínútu fyrir brot á Harry Ke- well leikmanni Ástralíu. Á 90. mínútu fékk Simunic aftur gult spjald en Poll gaf honum ekki rautt. Simunic virtist ólmur í að láta reka sig af velli því í leikslok ákvað hann að stjaka við dómaranum og var þá loks rekinn í sturtu. 1990 Gustavo Dezotti og Pedro Monzón Í úrslitaleiknum árið 1990 fóru tvö rauð spjöld á loft. Vestur- Þýskaland vann þá 1-0 sigur á Argentínu í úrslitaleik þar sem Andreas Brehme skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Í síðari hálfleik misstu Suður- Ameríkubúarnir hausinn og tveir leikmenn létu reka sig af velli og fleiri fengu gul spjöld, þar á meðal Diego Maradona. Sigurinn var hins vegar Vestur-Þýska- lands og lyftu þeir titlinum fræga. 2006 Wayne Rooney Rauða spjaldið sem slíkt er ekki það sem gerir atvikið eftirminnilegt. Heldur var það deila Rooney við þáverandi liðsfélaga sinn hjá Manchester United, sjálfan Cristiano Ronaldo. Rooney braut á Ricardo Carvalho en dómari leiksins tók sér nokkra stund í að meta atvikið. Ro- naldo og fleiri leikmenn Portúgals hlupu að dómaranum og kröfðust þess að Rooney yrði rekinn af velli. Við þetta var Rooney ósáttur enda var hann lykilmaður í United liðinu ásamt Ronaldo, rauða spjaldið fór að lokum á loft. Mikið var gert úr spjaldinu eftir leik og íhugaði Ro- naldo að fara frá United vegna þess hvernig breska pressan og fólk þar í landi tók atvikinu. 29 HM KARLA Í FÓTBOLTA DAGAR Í 20 Íþróttir 22. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.