Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 24
Sjálf hafði ég ítrekað séð óvið- eigandi hegðun af hans hálfu í ferðum og vissi að það hefði oft verið talað við hann um það. Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði nýverið af sér sem forseti Ferðafélags Íslands. Ákvörðunin var sár, en eftir að hafa reynt að breyta ýmsu innan frá fann hún sig nauð- beygða til að láta félagsfólk vita af viljaleysi stjórnar til að taka á kynferðislegri áreitni og f leiri meinum. Við hittumst á skrifstofu Önnu Dóru í Tækni- garði Háskóla Íslands þar sem hún starfar sem prófessor í ferða- málafræði. Anna Dóra er doktor í landfræði með gríðarlegan áhuga á íslenskri náttúru og útivist sem hún byrjaði að stunda með Ferða- félaginu á barnsaldri. Tengslin við félagið eru því djúp og ákvörð- unin sem hún tók undir lok síðasta mánaðar henni bersýnilega ekki léttvæg. „Mamma mín átti ekki bíl svo í sumarfríum fórum við með rútu upp á hálendið, gistum í skálum Ferðafélagsins og gengum á dag- inn,“ segir Anna Dóra sem var mjög ung þegar faðir hennar féll frá. „Þetta skapaði auðvitað grunn- inn, þarna fann ég gleðina og fegurðina,“ segir Anna Dóra um ferðirnar í bernsku. Á háskólaár unum ferðaðist Anna Dóra með skólafélögunum í landfræðinni en mikil ferðamenn- ing ríkti í deildinni. „Ég hef alltaf stundað mikla útivist og ferðast mikið um landið.“ Hún segir útivist og hreyfingu sér nauðsynlega en að hún hafi orðið Fékk karlana upp á móti sér Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði upp eftir rúmt ár á forsetastóli Ferðafélags Íslands. Hún segir það ólíkt sér að gefast upp en hún hafi séð sig knúna til að segja frá ástandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR markvissari þegar börnin þrjú urðu eldri. „Það losnaði um mikinn tíma þegar börnin voru komin með bíl- próf og maður var ekki lengur á fullu að keyra og sækja. Ég ákvað þá, í stað þess að fara bara að vinna meira, að rifja upp hvað mér þætti gaman.“ Svarið var jökla- og fjallaferðir sem minna hafði farið fyrir á meðan börnin voru lítil og Anna Dóra skráði sig í Landvætti og Landkönnuði Ferðafélagsins og svo bættust við fjallahlaup. „Þarna rifjaðist upp hvað mér þótti gaman og ég er búin að vera í þessu síðan.“ Anna Dóra tók sæti í stjórn Ferðafélagsins árið 2019 eftir að hafa af þakkað það nokkrum árum áður. „Þegar ég var svo beðin aftur ákvað ég að segja já. Þannig gæti ég haft meiri áhrif með þeirri þekk- ingu sem ég bý yfir, enda Ferða- félagið umsvifamikið á hálendinu þar sem ég hef mest stundað rann- sóknir,“ segir Anna Dóra. „Ég var búin að klifra upp hinn akademíska stiga í Háskólanum, orðin prófessor og var deildarfor- seti til sex ára. Ég er líka formaður í faghópi rammaáætlunar sem sér um að forgangsraða virkjanakost- um í landinu og stýri þar tíu manna faghópi. Ég er því vön ýmiss konar stjórnunarstörfum.“ Vön karllægri menningu Anna Dóra var deildarforseti í líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands þar til síðasta sumar en deildin heyrir undir Verkfræði- og náttúruvísindasvið. „Þar eru helstu karlavígstöðvar Háskólans,“ segir Anna Dóra og hlær. „Konur eru víða komnar í meirihluta en ekki á þessu sviði. Ég var eina konan í stjórn sviðsins og það truflaði ekki neinn. Það er því ekki það að ég eigi erfitt með að vinna með körlum eða í karllægri menningu,“ segir Anna Dóra. Með kjöri Önnu Dóru til forseta Ferðafélagsins á síðasta ári var brotið blað í þá 94 ára sögu félags- ins, enda Anna Dóra fyrsta konan á forsetastóli. „Konur eru meirihluti viðskipta- vina félagsins, þær eru duglegri í skipulagðri útivist og þar af leiðandi eðlilegt að kona komi að stjórn félagsins sem forseti einhvern tíma á tæplega 100 ára sögu þess,“ segir Anna Dóra, sem sagði af sér sem for- seti eftir rúmt ár í því hlutverki. Ekkert gert í kvörtunum Haustið 2021, þegar Anna Dóra var að fóta sig í nýju hlutverki sem for- seti, var MeToo-umræðan hávær í samfélaginu. „Ég sá f ljótlega að ekki voru til nægjanlega skýrar reglur innan félagsins varðandi einelti og kyn- ferðislegt of beldi eða áreiti. Ég var því byrjuð að skrifa þær fyrir félag- ið þegar fyrsta málið kemur á borð til mín.“ Það mál varðaði Helga Jóhann- esson, þáverandi fararstjóra og stjórnarmeðlim í Ferðafélaginu. Anna Dóra segir Sigrúnu Valbergs- dóttur, þáverandi varaforseta félags- ins – núverandi forseta, hafa hringt í sig og sagt frá símtali sem hún hefði fengið er varðaði Helga en í því hefði kona talið upp slóð mála sem varða kynferðislega áreitni hans gagnvart ýmsum konum. „Sigrún sagði mér að fyrir fjórum árum hefði henni fyrst verið sagt að hann hefði haft frammi gróft kyn- ferðislegt of beldi gagnvart ungri Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is konu, en hún hefði á þeim tíma- punkti ákveðið að gera ekkert í málinu.“ Anna Dóra segir sín viðbrögð hafa verið að benda á að Helgi væri ekki aðeins stjórnarmeðlimur heldur einnig fararstjóri í ferðum á vegum félagsins. Félags þar sem konur væru í meirihluta þeirra sem tækju þátt í ferðum og oft væri gist í fjalla- skálum – því þætti henni brýnt að taka á þessu máli af festu. „Framkvæmdastjórinn sagði mér svo í framhaldinu að hann hefði reyndar vitað af þessu í langan tíma en ákvað bara að gera ekki neitt með málið, frekar en Sigrún.“ Lýsti grófu kynferðislegri áreitni Stúlkan sem um ræddi, Elísabet Bjarnadóttir, kom svo á fund Önnu Dóru og Páls framkvæmdastjóra. „Þar lýsti hún grófu kynferðislegu áreitni af hálfu Helga til margra ára sem hófst á því að hann tróð sér upp í koju til hennar í fjallaskála. Hún hefði ítrekað rekið hann í burtu en hann ekki hætt. Það er 28 ára ald- ursmunur á þeim, hún var ungur námsmaður og hann stjörnulög- fræðingur svo valdamunurinn var gríðarlegur. Áreitnin stóð svo yfir í langan tíma og þetta fór verulega illa með hana,“ segir Anna Dóra en Elísabet birti sjálf færslu á Facebook með þessari frásögn. „Sjálf hafði ég ítrekað séð óviðeig- andi hegðun af hans hálfu í ferðum og vissi að það hefði oft verið talað við hann um það.“ Anna Dóra segist þá hafa rætt við Pál framkvæmdastjóra um það hvort ekki væri eðlilegt að Helgi yrði ekki lengur fararstjóri á vegum félagsins. „Við ákveðum að kalla Helga á fund þar sem hann viðurkennir stóran hluta af því sem hann var ásakaður um. Hann var þó veru- lega ósáttur við að það ætti að reka hann úr starfi fararstjóra og spurði hvort það ætti að reka hann líka úr 24 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.