Fréttablaðið - 22.10.2022, Page 30

Fréttablaðið - 22.10.2022, Page 30
Skúli dregur úr eigin reynslu- heimi í bókinni sem fjallar um glæpi, refsingu og réttlæti. Fréttablaðið/ Valli Skúli Sigurðsson stekkur fram á sjónarsviðið sem nýr glæpasagnahöfundur með bókinni Stóri bróðir. Hann hefur margvíslega reynslu af blaðamennsku og lög- fræði og notar reynslu sína til þess að skapa trúverðuga og spennandi frásögn sem heldur lesandanum í heljar- greipum. Blaðamaður hittir Skúla fyrir á Kaffihúsi Vestur- bæjar en Skúli er að eigin sögn með báða fætur kirfi- lega staðsetta í höfuðborg- inni. „Ég tala yfirleitt um að ég sé ógur- lega mikið borgarbarn,“ segir Skúli, sem þrátt fyrir að hafa tekið þó nokk- uð af viðtölum sem blaðamaður um ævina hefur aldrei verið sjálfur við- mælandi í slíku samtali. Tilefni viðtalsins er bók hans, Stóri bróðir, sem kemur út í næstu viku. Um er að ræða grjótharða glæpa- sögu en með henni gerir Skúli tilkall til sviðsljóssins í f lokki glæpabóka- mennta sem iðulega verma toppsæti vinsældalistanna. Bókin snýst að miklu leyti um hluti sem Skúli hefur sjálfur haft reynslu af: Fjölmiðla, glæpi, refsingu og réttlæti. Skúli er menntaður sem lögfræðingur og hefur mikið unnið í málefnum flóttamanna sem slíkur, meðal annars fyrir Sameinuðu þjóð- irnar, en hann starfaði einnig sem blaðamaður á sínum tíma á Morgun- blaðinu. Bókaormur allt frá upphafi Skúli segist snemma hafa lært að meta bækur og fljótt byrjað að sækja mikið í þær. „Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig þegar ég var krakki og ég las mikið Tinnabækur og geri reyndar enn,“ segir hann en aðrir höfundar eins og Alistair MacLean og Ian Flemming hafi einnig snemma komið til sögunnar. „Sem unglingur las ég allar Alistair MacLean-bækurnar sem komu út á íslensku, en það eru einhverjar 20 bækur. Svo þegar ég varð eldri minnkaði lesturinn og námið byrjaði að taka meira yfir,“ segir Skúli. Hann segir lögfræðina einnig innihalda sögur sem sé meðal þess sem geri hana áhugaverða. „Hvert dómsmál er náttúrlega saga út af fyrir sig. Ég hef meðal annars unnið sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd og þar er raun- veruleg saga á bak við hverja umsókn og talsmaður verður að kynnast þeirri sögu og segja hana. Sögur eru í öllu í kringum okkur,“ segir Skúli, sem þó las ekki eins mikið af skáld- skap meðan á námi stóð. „Í laganáminu er náttúrlega svo mikill lestur að þú nærð ekki mikið að koma öðru að. En eftir laganámið tók ég upp þráðinn og núna er ég að lesa á bilinu kannski fjörutíu til fimmtíu bækur á ári.“ Hefur alltaf haft áhuga á sögum Skúli segir að hann hafi áttað sig á því hverju hann sóttist eftir þegar kom að hvers kyns bókum og afþreyingu, en það er sagan sjálf og þær persónur sem fyrir ber. „Ég hef oft gaman af tiltölulega ein- földum sögum sem draga mann inn og halda manni, góður reyfari er ein- hver besta skemmtun sem þú getur komist í,“ segir hann og því ætti ekki að koma á óvart að fyrsta bók Skúla sé af þeirri tegund. Forðast að predika yfir fólki Í bókinni beinir Skúli kastljósinu að ýmsum hlutum í samtímanum og er hún á köflum gagnrýnin, en hann segist forðast það að predika. „Ég held að maður verði alltaf að vera með smá stíl og smá kjaft,“ segir hann og heldur áfram: „En þó ég sé að fjalla um sam- tíma okkar þá ætla ég ekki endilega að segja hvað mér finnst eða varpa minni skoðun of mikið fram og leggja til töfralausnir. Ég vil samt snerta á hinu og þessu og reyna að einhverju marki að vekja fólk til umhugsunar,“ segir Skúli, sem vonar að bókin fái fólk til þess að hugsa um málefnin án þess að hann sjálfur sé að setja fram sína afstöðu. „Stundum þegar rætt er um bók- menntir fer fólk að spyrja hvað höf- undurinn sé að meina, hver hans skoðun sé, hver sé boðskapurinn. En í einhverju eins og reyfarabók- menntum þá getur maður potað hingað og þangað og verið svolítið ábyrgðarlaus. Ég reyni að forðast að predika yfir lesandanum.“ Breyttur veruleiki Skúli segir að hann hafi lagt sig mikið fram um að reyna að draga þær sviðs- myndir sem birtast í bókinni upp af nákvæmni. Þetta hjálpi honum að halda lesandanum enn frekar og því séu smáatriðin oft það mikilvægasta. Hann hafi þó ekki þurft að leggjast í mikla heimildarvinnu til þess að lýsa höfuðborginni enda henni vel kunnugur. „Ég þekkti Reykjavík mjög vel en ég eyddi til dæmis nokkrum dögum í Mjóafirði og á Austurlandi í rann- sóknarvinnu,“ segir Skúli án þess að vilja gefa upp of mikið um hvernig það tengist bókinni. „Það skiptir svo miklu máli að vera með einhverja tengingu við raunveruleikann. Það gerir það að verkum að lesandanum finnst eins og hlutirnir gætu gerst í raun og gefur höfundinum aðeins meira svigrúm til þess að fara lengra frá hinu raun- verulega. Því þú ert búinn að skjóta rótum í raunveruleikanum og þá er í lagi að teygja sig svona aðeins til og frá,“ segir Skúli og bætir við og hlær: „Þetta er svona svipað því að maður þarf að læra reglurnar áður en maður fer að brjóta þær.“ Undir áhrifum eldri höfunda Þessa aðferð segir Skúli eiga sér raun- verulegar fyrirmyndir og telur til höfunda sem hafa haft áhrif á hann í þessum efnum. „Raymond Chandler og Alistair MacLean hafa haft mikil áhrif á mig, en líka Ian Flemming, sem skrifaði Bond-bækurnar, og svo Hergé sem teiknaði Tinnabækurnar,“ segir Skúli, sem tekur þó fram að báðir höfundar séu að vissu leyti börn síns tíma. „Til dæmis með Bond, það er margt í þeim bókum litað fornfáleg- um viðhorfum til kvenna og ólíkra kynþátta. En þær eru rosalega vel skrifaðar margar, það stillir enginn upp senu eins og Ian Flemming, hann var lipur penni,“ segir hann og bætir við: „Það sem Hergé og Flemming gera er að leggja mikið upp úr raunveru- leikanum. Flemming notaði sem dæmi oft alvöru staði og var með alvöru tegundir af áfengi og sögu- lega atburði en svo spann hann ofan á það. Ef maður f lettir Tinnabókum Hergé þá teiknar hann raunsannar myndir af borgum, landslagi og öðrum stöðum sem gefur sögunum ákveðinn trúverðugleika þótt auð- vitað haldi enginn að Tinni sé raun- verulegur,“ segir Skúli, sem áttaði sig ekki á því fyrr en eftir á að hann væri að fylgja þessu fordæmi í sínum eigin skrifum. „Að gefa lesandanum nægan raunveruleika til þess að hann geti sætt sig við fantasíuna. Lesandinn veit að þetta er della en höfundurinn verður að gera honum kleift að taka delluna í sátt,“ segir Skúli að lokum. n Leynist réttlæti í refsingum Stóra bróður Ég held að maður verði alltaf að vera með smá stíl og smá kjaft. Skúli Sigurðsson Ragnar Jón Hrólfsson ragnarjon @frettabladid.is 30 Helgin 22. október 2022 LAUGARDAGURFréttabLaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.