Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.10.2022, Blaðsíða 25
Hann segist hafa verið svo fullur að hann muni ekkert eftir atvik- inu og spyr hvort ekki sé í lagi að hann haldi bara áfram í sama hlaupahóp og hún. stjórn. Áður en ég næ að koma upp orði, verður Páll til svars og segir: „Nei, þú ert náttúrlega vinur okkar.“ Í framhaldinu sagði Helgi sig þó úr stjórn að minni áeggjan og þann- ig tel ég að mér hafi tekist að forða því að Ferðafélagið drægist inn í þá umræðu sem síðar fór í gang um hann.“ Fékk karlana upp á móti sér Anna Dóra segir stjórnina þó ekki hafa kunnað henni neinar þakkir fyrir. „Þetta varð kveikjan að því að ég fékk nokkra karla í stjórninni upp á móti mér.“ Anna Dóra segir einn mann öðrum fremur hafa verið ósáttan við að Helgi hefði ekki verið ráðinn í frekari fararstjóraverkefni, en það var Tómas Guðbjartsson, stjórnar- maður og vinur Helga. „Tómas varð alveg brjálaður og sagði: „Við verðum að standa í lapp- irnar og megum ekki láta dómstól götunnar ákveða hvað Ferðafélagið gerir. Hann er vinur okkar!“ Í framhaldinu mætti Anna Dóra að eigin sögn mikilli óvild á stjórn- arfundum. „Ég var spurð hvort ég ætlaði að skipta mér af öllu og hversu gömul mál ég ætlaði eigin- lega að rifja upp. Einn spurði hvort ég ætlaði að taka hann fastan ef hann keyrði fullur.“ Smám saman komu svo upp fleiri mál. „Einn fararstjóri braut siðareglur félagsins í ferð sumarið 2021. Þegar framkvæmdastjórinn sagði mér frá því lét hann fylgja með að á hverju ári þyrfti hann að taka hann tali vegna alls konar mála, ekki bara varðandi áreitni, heldur vegna dóna- skapar og samskiptaörðugleika.“ Anna Dóra segist hafa spurt hvers vegna slíkur maður væri enn í vinnu hjá félaginu enda væru fararstjórar ekki fastráðnir heldur ráðnir í ein- stök verkefni. „Ég sagði að ef ég væri fram- kvæmdastjóri myndi ég ekki ráða þennan mann, eða alla vega veita honum skrif lega áminningu, þar sem hann væri varaður við því að ef slíkt kæmi upp aftur fengi hann ekki fleiri verkefni.“ Enginn vilji til að taka á málum Á næsta stjórnarfundi segist Anna Dóra hafa verið skömmuð fyrir þessa tillögu. „Þá áttaði ég mig á því að allt sem færi á milli mín og framkvæmda- stjórans læki beint til stjórnar og það væri enginn vilji innan stjórnar til að taka á málum af þessum toga, alla vega ekki ef stjórnarfólk þekkti viðkomandi einstakling.“ Málin héldu áfram að berast á borð forsetans. „Síðar kom svo í ljós að Pétur Magnússon stjórnarmaður hafði orðið illa fullur í ferð á vegum félagsins sumarið 2021 þar sem hann hafi áreitt aðstoðarfarar- stjóra ferðarinnar og fleiri konur og sýnt af sér aðra ósæmilega hegðun. Slík hegðun stjórnarmanns í ferð á vegum félagsins er auðvitað fyrir neðan allar hellur.“ Hún segir fararstjóra ferðarinnar hafa látið framkvæmdastjóra vita af atvikunum og honum hafi þá verið sagt að tala við stjórnarmanninn sjálfur. „Þannig átti almennur starfs- maður að tala við stjórnarmann en aðstöðumunurinn er augljós. Fararstjórinn lét sig hafa það og Pétur sagðist ætla að biðja konuna afsökunar. Hann fer svo og ræðir beint við þolandann, sem er óeðli- legt og á engan hátt í samræmi við verklagsreglur. Hann segist hafa verið svo fullur að hann muni ekk- ert eftir atvikinu og spyr hvort ekki sé í lagi að hann haldi bara áfram í sama hlaupahóp og hún,“ segir Anna Dóra og hristir höfuðið. „Þannig að þegar núverandi for- seti Ferðafélagsins segir að búið sé að leysa öll mál sem félaginu hafi borist – þá er það svona Anna Dóra sem hafði stundað útivist frá unga aldri tók aftur upp þráðinn þegar börnin urðu eldri. MYND/AÐSEND Húsið opnar Setning Jafnréttisþings 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Fundarstýra: Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Staða kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Verkakonur veraldarinnar. Um efnahagslega tilveru verkakvenna og baráttu þeirra við arðránið Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi. Er grasið alltaf grænna hinu megin við lækinn? Claudia Ashanie Wilson hdl. Mannauður, menningarauður, félagslegur auður og mismunun: Múslimskar innflytjendakonur á íslenskum vinnumarkaði. (Human, cultural, and social capital and discrimination: Muslim immigrant women's labour market participation in Iceland.) Erindið verður flutt á ensku. Fayrouz Nouh, doktorsnemi við Háskóla Íslands Raddir kvenna af erlendum uppruna – samstarf við félagið Hennar rödd. KaŠhlé Sófaspjall Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrir sófaspjalli með konum af erlendum uppruna auk fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðar. Þátttakendur í sófaspjalli: Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og málefnum innflytjenda á skrifstofu ASÍ, Fida Abu Libdeh, framkvæmdastýra Geosilica, Jasmina Vajzović Crnac, stjórnarkona í félagasamtökunum Hennar Rödd, Paola Cardenas, formaður innflytjendaráðs, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA Tónlistaratriði Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, skemmtikra–tur og handritshöfundur. Jafnréttisviðurkenning 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitir jafnréttisviðurkenningu Ráðstefnuslit 9.00 9.30 9.35 9.55 10.10 10.25 10.40 10.50 11.10 12.00 12.15 12.30 Skráning á stjornarradid.is 26. október í Hörpu JAFNRÉTTISÞING 2022 Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði– Aðgengi, möguleikar og hindranir Dagskrá Jafnréttisþings 2022 Öll eru velkomin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á skráningarsíðu fundarins á stjornarradid.is. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla. Á þinginu er túlkað á íslensku/ensku. Þinginu er streymt á visir.is  Helgin 25LAUGARDAGUR 22. október 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.