Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 42. tbl. 25. árg. 19. október 2022 - kr. 950 í lausasölu
Ert þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Heyrnarþjónusta
s:534-9600
www.heyrn.is
Opið
alla
daga
ársins
Þinn árangur
Arion
Guðlaugur Þór Þórðarson,
umhverfis-, orku- og lofts-
lagsráðherra, hefur staðfest að
veiðitímabil rjúpu verður frá
1. nóvember – 4. desember í
ár. Heimilt verður að veiða
rjúpu frá föstudegi til þriðju-
dags, frá kl. 12 þá daga sem
veiði er heimil og skal veiði
eingöngu standa yfir á meðan
að birtu nýtur.
Ítrekað er að sölubann er á
rjúpum og á það jafnt við um sölu
til endursöluaðila og annarra.
Ráðlögð veiði úr stofninum
á þessu ári er um 26 þúsund
fuglar, en stærð rjúpnastofnsins
hefur dregist saman síðustu ár.
Biðlar ráðherra til veiðimanna
að sýna hófsemi í veiðum í ljósi
viðkomubrests á Norðaustur-
landi og Vesturlandi, en slæmt
tíðarfar í vor og sumar er lík-
legasta skýringin á viðkomu-
brestinum. Þá hvetur ráðherra
veiðimenn til þess að flykk-
jast ekki á Norðausturlandið til
veiða og eru veiðimenn á því
svæði hvattir sérstaklega til að
sýna hófsemi.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
umhverfis-, orku- og loftslags-
ráðherra: „Ég hef lagt áherslu á
að Umhverfisstofnun setji í for-
gang að hraða vinnu við gerð
stjórnunar- og verndar áætlunar
fyrir rjúpuna og að á grund-
velli hennar verði fyrir komulag
veiða í framtíðinni ákveðið.“
gb
Biðlað til veiðimanna um hófsemi í rjúpnaveiði
Leikskólinn Teigasel hélt upp á bleikan dag ásamt mörgum öðrum leikskólum á Vesturlandi.