Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 17 Verkefnið Jól í skókassa á vegum KFUM og KFUK á Íslandi felst í því að gleðja börn í Úkraínu sem búa við bágar aðstæður og gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skó- kassa og til að öll börnin fái svipaðar jólagjafir eru ákveðnir hlutir sem mælt er með að fari í hvern kassa. Gjafirnar eru sendar til Úkraínu en þar er atvinnuleysi mikið og margir sem búa við slæmar aðstæður og kröpp kjör. Að því er fram kemur á heimasíðu KFUM og KFUK er íslensku skókössunum meðal annars dreift á munaðarleysingja- heimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Gjöfunum hefur fjölgað ár frá ári og um síðustu jól voru hátt í fimm þúsund gjafir sendar frá Íslandi í skókössum. Þess er gætt að gjafirnar sé sendar á svæði þar sem áhrifa stríðsins gætir hvað minnst og þangað eru þær sóttar. Allir sem vilja geta tekið þátt í verkefninu og hafa undirtektirnar verið frábærar frá því fyrst var farið af stað með verkefnið hér á landi árið 2004. Fyrir þá sem búa á lands- byggðinni er hægt að nálgast upp- lýsingar um móttökustaði á heima- síðu KFUM og KFUK undir „Mót- tökustaðir.“ Þá er þar einnig að finna allar upplýsingar um hvernig skuli ganga frá kössunum og hvað skuli setja í þá. Mælt er með vett- lingum, sokkum, húfum, treflum, nærfötum, peysum, bolum, tann- bursta, tannkremi og fleiru. Upplýsingar um frágang skó- kassanna, gjafir í skókassana og hvað má ekki fara í þá er að finna á vef kfum.is Eftirtaldir eru móttökustaðir KFUM og K á Vesturlandi og þar er hægt að kaupa staðlaða kassa í nokkrum stærðum, en annars hægt að nota skókassa eins og verið hefur: Akranes: Tekið verður á móti skókössunum í Safnaðarheimili Akraneskirkju 1.-5. nóvember milli klukkan 10:00 og 15:00. Tengiliðir eru Irena Rut Jónsdóttir (868- 1383) og Axel Gústafsson. Hann hefur síma 896-1979. Grundarfjörður: Tekið verður á móti skókössum í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Síðasti skila- dagur er miðvikudaginn 3. nóvem- ber. Tengiliðir er Anna Husgaard Andreasen í síma 663-0159 og Sal- björg Sigríður Nóadóttir í síma: 896-6650. Stykkishólmur: Tekið verður á móti skókössum í Stykkishólms- kirkju fimmtudaginn 4. nóvember milli kl. 16:30 og 18:00. Tengiliðir eru María Þórsdóttir, sími 845- 1270 og Kristín Rós Jóhannsdóttir, sími 893-1558. Í september kom út bókin Gadda- vír og gotterí eftir Lilju Magnús- dóttur. Lilja er Borgfirðingur og ólst upp á Stað í Borgarhreppi og á Hraunsnefi í Norðurárdal. Hún stundaði nám á Varmalandi og fór síðan í Reykholt en eftir það lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún fór í íslensku í Háskóla Íslands, tók kennararpróf og seinna meistara- nám í ritstjórn og útgáfu. Lilja var íslenskukennari við Menntaskólann í Kópavogi í mörg ár en hefur síð- ustu ár búið á Kirkjubæjarklaustri. Hún sendi frá sér spennusöguna Svikarann árið 2018. Í bókinni Gaddavír og gotterí eru tíu sögur og fylgir mynd hverri sögu. Forsíðumyndina teikn- aði Sigríður Ævarsdóttir á Gufuá. Hún teiknaði fleiri myndir og eru þær auðþekkjanlegar og minna á myndir hennar í bókinni Tölum um hesta sem þau hjón, Sigga og Benni, gáfu út fyrir stuttu. Aðrar myndir í Gaddavír og gotterí eru eftir Ólöfu Rún Benediktsdóttur, dóttur höf- undar. Ólöf Rún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og hefur einnig stundað nám í söng, tón- smíðum og hljóðvinnslu. Sögurnar eru byggðar á minn- ingum Lilju frá því að fjölskyldan átti heima á Stað. Það var alltaf eitt- hvað að gerast. Krakkarnir fengu að hafa hestana eins og þeim hent- aði þó miklar hundakúnstir þyrfti til að beisla og komast á bak. Lífið í sveitinni fylgdi því sem verið var að gera á búinu; það þurfti að rýja og keyra á fjall, tína ber, fara í réttir og lenda næstum því í stórslysi. Svo var það rafmagnsleysið þegar veðrið var snarvitlaust. Þegar fjöl- skyldan átti frí var skroppið til ömmu og afa. Flest sem krakkarnir taka sér fyrir hendur er skemmti- legt en líka stundum hættulegt. Efni bókarinnar er kunnuglegt öllum sem þekktu til í sveitum fyrir nokkrum áratugum en mjög ólíkt þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Lilja er kennari og segir að sögurnar hafi orðið til þegar hún var að reyna að útskýra fyrir nem- endum hvernig lífið var þegar hún var lítil. Nemendur áttu erfitt með að sjá fyrir sér hvað krakkar voru að gera allan daginn heima hjá sér án allra þeirra tækja sem til eru í dag, án leikskóla, tónlistarnáms eða íþróttaæfinga. Lilja Magnúsdóttir gefur bók- ina út sjálf í samstarfi við Bóka- samlagið. Bókina má kaupa hjá höf- undi en hún er líka komin í bóka- búðir Pennans Eymundsson og fæst í vefverslun Bókasamlagsins. Jól í skókassa til barna í Úkraínu Lífið var einfalt og skemmtilegt en stundum hættulegt Lilja og Ólöf Rún í útgáfuhófinu. Ljósm. SGM • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Bílás, Smiðjuvöllum 17, 301 Akranes www.bilas.isbilas@bilas.is 431 2622 Við tökum vel á móti þér... Mikið úrval af nýjum og notuðum bílum Það kostar ekkert að skrá bílinn hjá okkur Bjóðum gott pláss á bílaplani Bíláss fyrir sölubíla Við erum umboðsmenn fyrir bílaumboðin Öskju og Heklu Mikil sala og gott kaffi Við erum með bílinn fyrir þig! Starf flokkstjóra hjá þjónustustöðinni á Ólafsvík er laust til umsóknar. Helstu verkefni og ábyrgð Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði Vegagerðarinnar á Ólafsvík. Ýmis vinna í starfsstöð Hæfniskröfur • Almennt grunnnám • Almenn ökuréttindi og meirapróf bifreiðastjóra • Vinnuvélaréttindi æskileg • Reynsla af ámóta störfum æskileg • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp • Góðir samstarfshæfileikar • Gott vald á íslenskri tungu • Góð öryggisvitund Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag Vesturlands hafa gert. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá hæfnikröfur sem óskað er eftir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 24.10.2022 Nánari upplýsingar Kristinn Gunnar K. Lyngmo deildarstjóri kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is Sími: 522 1000 Guðjón Hrannar Björnsson verkstjóri gudjon.h.bjornsson@vegagerdin.is Sími: 522 1000 SK ES SU H O R N 2 02 2 Flokkstjóri Ólafsvík ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNUSTA FAGMENNSKA Sótt er um á heimasíðu Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/laus-storf/

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.