Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 202218 Dagur í lífi... Umsjónarkennara í Búðardal Nafn: Guðmundur Kári Þor- grímsson Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý bæði á Erpsstöðum í Dalabyggð og í Laugardalnum í Reykjavík. Á Erpsstöðum bý ég með foreldrum mínum á æskuheimili mínu. Í Laugardalnum bý ég með mak- anum mínum. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég starfa sem umsjónarkennari á elsta stigi í Auðarskóla í Búðardal. Auk þess starfa ég sem textasmiður fyrir markaðsfyrirtækið Markend ehf. Ég þjálfa fimleika einu sinni í viku að Laugum í Sælingsdal. Svo tek ég nokkrar vaktir í mánuði á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Ég starfa líka sem fyrirlesari og hef flutt hinseginfræðslu í grunn- skólum frá 2017. Utan vinnu er ég í fullu námi við Háskólann á Akureyri. Ég er þar á þriðja ári í grunnnámi í sálfræði. Áhugamál: Mín áhugamál eru meðal annars bókmenntir, tungu- mál, málvísindi, sálfræði, fim- leikar, hlaup, útivist, Frakkland og kaffi. Þar að auki hef ég brennandi áhuga á mínu starfi sem kennari og þjálfari. Áhuginn er þar sál- fræðilegur en hann snýr að því hvernig hægt sé að hjálpa einstak- lingum að framkvæma og viðhalda hegðun sem hámarkar afköst og bætir sjálfstraust. Dagurinn: Mánudagurinn 10. október 2022. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 6:30. Það fyrsta sem ég gerði var að bjóða sjálfum mér góðan dag, kveikja ljós og stilla á tónlist. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég fasta alla morgna. Ég byrja alltaf á vatnsglasi og fæ mér kaffi þegar ég mæti í vinnuna. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég lagði af stað í vinnuna um 7:20. Það tekur um það bil 15 mínútur fyrir mig að fara á bíl frá Erpsstöðum inn í Búðardal. Fyrstu verk í vinnunni? Það fyrsta sem ég geri alla morgna er að hella upp á kaffi fyrir mig og samstarfsfélaga mína. Ég vil alltaf mæta snemma svo ég geti tekið morguninn rólega og haft tíma til að greiða úr vandamálum sem kunna að koma upp. Á meðan ég bíð eftir kaffinu renni ég yfir tölvupóstinn og skipulegg daginn. Þar fer ég yfir stundatöfluna mína og athuga hvort ég viti ekki pott- þétt hvað nemendur mínir eigi að vera að gera í hverjum tíma. Stundum á ég eftir að prenta út hefti eða klára að setja saman fyrir lestur. Þá fer morguninn í svoleiðis undirbúning. Hvað varstu að gera klukkan 10? Klukkan 10 var ég að kenna íslensku. Hvað gerðirðu í hádeginu? Hádegið fór í það að næra mig sem og að spjalla við samstarfs- félaga mína. Þar spjöllum við um daginn og veginn, kennslufræði- lega þætti ásamt öðru tengt okkar starfi. Hvað varstu að gera klukkan 14? Klukkan 14 var ég að flytja fyrirlestur í lífsleikni um mark- miðasetningu og hugarfar. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti klukkan 16. Það síðasta sem ég gerði þennan dag var kennara- fundur. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir vinnu fór ég í ræktina. Þar geri ég fimleikaþrek. Ég slæ tvær flugur í einu höggi og nýti tím- ann í ræktinni í að hlusta á fyrir- lestur úr náminu mínu. Eftir það fór ég heim að vinna í Markend. Þar var ég að uppfæra textaaug- lýsingar á Google fyrir viðskipta- vini okkar sem og að yfirfara Face- book auglýsingar og koma með athugasemdir á orðalag og hug- myndir að betri texta í auglýs- ingum. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var grillkjöt og pabbi grillaði. Ég fékk mér hins vegar salat og harðfisk þar sem ég borða ekki kjöt. Ég vil halda mínum kvöldmat léttum. Hvernig var kvöldið? Eftir kvöldmat las ég kafla úr bók- inni Personality Psychology sem er námsbók í einum áfanganum mínum. Bókin er rafræn og því sit ég oftast uppi í sófa og glósa á meðan í annað skjal. Þegar ég hafði fengið nóg af sófanum færði ég mig yfir í herbergið mitt þar sem ég er með gott skrifborð og tölvuskjá. Hvenær fórstu að sofa? Klukkan 21 fer ég að huga að svefni. Ég vil helst vera sofnaður klukkan 22 en það tekst ekki alltaf. Mér finnst mjög gott að sofa og ég tek svefn- inn minn fram yfir allt annað. Hann er undirstaða þess að ég get verið vakandi yfir allan daginn og tilbúinn til þess að inna af hendi öll þau verkefni sem fylgja hverjum degi. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Áður en ég fór að hátta mig undirbjó ég nesti fyrir morgun- daginn. Það er langoftast kaldur hafragrautur með próteindufti sem fær að sitja í ísskápnum yfir nóttu. Í nestistöskuna fer líka ban- ani, vítamín og hleðsla. Stundum danskt rúgbrauð og ostur. Svo vel ég alltaf föt fyrir morgundaginn svo ég geti hent mér beint í þau þegar ég vakna. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Það sem stendur upp úr eftir daginn er góð tilfinning og heilbrigð þreyta. Ég hef klárað allt sem ég á að klára og fylgi vel áætlun í náminu mínu. Þá get ég farið sáttur að sofa. Eitthvað að lokum? Nemendur mínir eru bestir. Ef nemandi minn les þetta má hann koma upp að mér í skólanum og segja „Bragða- refur.“ – Þá get ég gert ágætis könnun á því hverjir lesa Skessu- hornið! Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af ástandi villtra laxastofna á Vestfjörðum og vestanverðu landinu í ljósi nýjustu frétta um eldislaxa í ám á svæðinu. Landssambandið gagnrýnir stjórn- völd og eftirlitsaðila harðlega fyrir seinagang og vanhæfni í málinu. Meira en helmingur eldislaxar Á vef Matvælastofnunnar þann 13. október síðastliðinn var fjallað um niðurstöður úr DNA greiningu Hafrannsóknastofnunnar og Matís á löxum sem veiddir voru í þremur ám á Vestfjörðum í ágúst og sept- ember á þessu ári. Af 43 löxum sem voru rannsakaðir reyndust 28 vera eldislaxar eða rúmlega 65%. Varla þarf að fjölyrða um afleiðingar þessa en ljóst er að villtir laxastofnar á svæðinu munu þurrkast út á nokkrum árum. Það sama mun gerast í Ísafjarðardjúpi þegar laxar úr eldi þar munu sleppa og ganga í Laugardalsá, Langadalsá og fleiri ár á svæðinu. Nú þegar stafar öllum íslenskum laxastofnum hætta af sjókvíaeldinu en þrátt fyrir það berast tillögur úr hópi eldis- manna um aukið eldi og stækkun eldissvæða. Slíkt mun ganga af öllum villtum laxastofnum dauðum á örfáum árum. Stórauka þarf eftirlit Landssamband veiðifélaga hefur ítrekað bent á þessa yfirvofandi hættu og kallað eftir aðgerðum sem miða að því að eldi í opnum sjókvíum verði bannað hér á landi en fram að því að eftirlit með slíkri starfsemi verði stóraukið sem og rannsóknir á erfðablöndun og afleiðingum hennar. Til viðbótar við þær stórkostlegu náttúruhamfarir sem í vændum eru ef eldislaxar af norskum uppruna fá að synda frjálsir upp í íslenskar ár munu afleiðingarnar á þúsundir einstaklinga og fjölskyldur um land allt sem reiða sig á tekjur af lax- veiðum verða skelfilegar og óaftur- kræfar. Landssamband veiðifélaga krefst þess að stjórnvöld girði sig í brók og geri trúverðugu áætlun um stöðvun á öllu eldi í opnum sjó- kvíum en fram að því stórefli eftir- lit með strokum eldislaxa og rann- sóknir á erfðablöndun. Fyrsta skrefið í slíkri áætlun væri að færa eftirlitshlutverk með sjókvíaeldi til stofnunnar sem kemur ekki að leyfisveitingum og tryggja Haf- rannsóknarstofnun nægt fjármagn til rannsókna á erfðablöndun. Norskir auðmenn blóðmjólki íslenska náttúru Í tilkynningunni segir að lokum að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafs- laxins sem hefur verið útrýmt af fjölmörgum búsvæðum sínum við norðanvert Atlantshaf vegna aðgerða mannsins. Íslendingar hafa verið leiðandi í löggjöf sem miðar að verndun villtra laxastofna og margt hefur áunnist hér á undan- förnum áratugum. Því er grát- legt að horfa upp á íslenska ráða- menn steinsofandi á verðinum þegar norskir auðmenn blóðmjólka íslenska náttúru til þess eins að elta skjótan gróða. Pólitíkin ver sjókvíaeldið út í eitt Skessuhorn hafði samband við Guðrúnu Sigurjónsdóttur formann Veiðifélags Norðurár í Borgar- firði og spurði hana álits á málinu. „Við höfum rætt þetta á mörgum félagsfundum og landeigendur eru í raun gáttaðir á því hvernig fram- gangur í þessari atvinnugrein hefur verið. Pólitíkin ver sjókvíaeldið út í eitt en skeytir engu um afleiðingar þess á lífríki náttúrunnar. Að ekki sé nú minnst á þá starfsemi sem er í kringum veiðiárnar á sumrin, en nærri lætur að tæp 70% af land- búnaðartekjum á Vesturlandi komi í gegnum lax-og silungsveiði, þ.e bæði sölu veiðileyfa og þjónustu í kringum sumarstarfsemina,“ segir Guðrún. Hún segir því ljóst að hagsmunir fólks við Norðurá svo og aðrar laxveiðiár á Vesturlandi séu gríðarmiklir. „Við sjáum því miður algert skeytingarleysi stjórn- valda þótt okkar atvinnugrein sé ógnað. Mesta ógnin felst í blöndun villta laxastofnsins okkar og eldis- laxa, en slík blöndun hefur varanleg áhrif og leiðir til hnignunar villtra laxastofna. Eins stafar okkur hætta af laxalúsinni en hún hefur kjör- aðstæður til að fjölga sér í opinni sjókví og getur leikið sjógöngu- seiði okkar villtu laxa illa komist þau í návígi við hana.“ segir hún að lokum. gj Áhyggjur af ástandi villtra laxastofna Foreldrar og forráðamenn barna í Eyja- og Miklaholtshreppi eiga þess nú kost að fá heimagreiðslur vegna barna sinna. Er það samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar frá 22. september s.l. Hægt er að sækja um greiðslur frá 12 mánaða aldri barns þar til að það hefur leikskólavist eða verður 3ja ára. Hámarksupp- hæð greiðslu er 90.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og greiðslur eru bundnar því að það sé með lögheimili og aðsetur í sveitarfé- laginu. Þeir sem eiga af einhverjum ástæðum ekki rétt á fæðingarorlofi í 12 mánuði geta sótt sérstaklega um að fá greiðslu frá 6 mánaða aldri barnsins. Greiðslur fást að hámarki greiddar í 11 mánuði á ári og falla niður þegar barn nær 3ja ára aldri eða hefur dvöl á leikskóla. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hreppsins, eyjaogmikla.is. gj Heimagreiðsla vegna ungbarna 12 mánaða til 3ja ára í Eyja­ og Miklaholtshreppi Falleg börn að leik. Ljósmynd úr safni Skessuhorns. Langá á Mýrum, ein gjöfulla laxveiðiáa Vesturlands. Ljósm. gj.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.