Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 202210 Í ágúst s.l. staðfesti Borgarbyggð samning við fasteignaþróunar- félagið Festi um gerð ramma- skipulags fyrir Stóru Brákarey í Borgarnesi. Fram hafði komið á fundi byggðarráðs nokkru fyrr að Festir og og JVST arkítektar hefðu lýst yfir áhuga á því að leiða vinnu við heildarskipulag í eynni í sam- starfi við bæjaryfirvöld. Skessuhorn hafði samband við Róbert Aron Róbertsson framkvæmdastjóra Festis til að fá upplýsingar um stöðuna á verkefninu. Hann segir að verið sé að vinna að því í sam- vinnu tveggja arkitektastofa, JVST sem er staðsett í Rotterdam og ítalska hönnunarfyrirtækinu Studio Marko Piva í Mílanó. Róbert segir að kominn sé góður gangur í verkefnið núna, en ekki séu samt komnar fram ákveðnar hugmyndir, verið sé að afla upp- lýsinga og undirbúa forsendur hönnunarinnar sem best. „Verið er að finna út hvaða leiðir eru bestar í skipulagi svæðisins. Meðal þess sem skoðað er í því sambandi eru veð- urlíkön, því sterkar vindáttir eru í eynni og mikilvægt að byggingar skapi skjól eins og hægt er.“ Hann segir að um leið og myndin fari að skýrast á teikniborðinu verði skipulagðir samráðsfundir með íbúum, enda lagði sveitarstjórn Borgarbyggðar ríka áherslu á þann þátt strax í upphafi. Aðspurður um tímasetningu slíkra samráðsfunda sagði hann að tímalínan lægi ekki alveg fyrir ennþá en yrði kynnt um leið og málin færu að skýrast. gj Rammaskipulag fyrir Brákarey í smíðum Séð út í Stóru Brákarey. Listamennirnir Lobos Kotlar og Martina Masiarová dvelja um þessar mundir í vinnustofu ArtAk 350 í Grundarfirði. Lobos er ljós- myndari og Martina listmálari. Þau útskrifuðust bæði frá Academy of fine art and design listaháskólanum í Slóvakíu árið 2018 en þau kynnt- ust á meðan þau voru í náminu. Þau eru góðir vinir og vinna vel saman en þau ætla að vera með sýningu í Reykjavík í byrjun nóvember eftir dvölina í Grundarfirði. „Ég var á Íslandi í fyrra en þá dvaldi ég á Seyðisfirði í aðstöðu fyrir listamenn þar,“ segir Martina en Lobos vinur hennar hafði ekki komið til Íslands áður. „Ég hef farið áður og dvalið í íbúðum fyrir listamenn svipað og ArtAk bæði í Svíþjóð og á Ítalíu,“ bætir Lobos við. Þau eiga svolítið erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað felst í list þeirra en Lobos er lærður ljósmyndari og tekur myndir á filmuvél í svarthvítu. Martina málar svo myndir eftir filmunum og mótífum sem hún sér úti í náttúrunni. „Við höfum aðal- lega nýtt tímann í gönguferðir um nágrennið þar sem við höfum tekið myndir,“ bæta þau við. Mánudaginn 17. október þegar fréttaritari Skessuhorns hitti listamennina var einstaklega gott veður í Grundar- firði. Sól og logn og sannkölluð haustblíða. Það var alveg ómögu- legt fyrir þau Lobos og Martinu því að þau mynda nær eingöngu þegar er þoka, rigning og allt er grátt eða grámyglulegt. „Við vissum eigin- lega ekki hvað við áttum af okkur að gera í dag en þegar það er svona gott veður þá eru engar aðstæður fyrir okkur,“ segja þau. „Við viljum hafa grátt og drungalegt þegar við tökum myndir.“ Þau útskýra svo hvernig myndirnar eru, nokkurs- konar landslagsmyndir þar sem varla sést skil á landslaginu. „Við viljum að áhorfandinn þurfi að rýna vel í myndina til að sjá móta fyrir einhverjum línum og helst að þurfa að nota ímyndunaraflið,“ útskýrir Lobos. Sýningarnar fara yfirleitt fram á skjá eða er varpað á tjald eða vegg. Einnig eru málaðar myndir eftir Martinu. Þau eru bæði rétt rúmlega þrítug og ferðast mikið í tengslum við listina. „Við erum bæði að kenna en ég kenni ljós- myndun við Academy of fine arts and design listaskólann þar sem við útskrifuðumst,“ segir Lobos. Martina er einnig að kenna bæði börnum og fullorðnum listgreinar í menningarsetri í borginni Zil- ina í Slóvakíu. Þau hlutu styrk hjá menningarráðuneytinu í Slóvakíu fyrir Íslandsferðinni og komu til landsins í byrjun október og munu dvelja eitthvað fram í nóvember. tfk Frá Slóvakíu til Grundarfjarðar F.v. Lobos Kotlar og Martina Masiarová Systkinin Eva Karen Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson hafa fest kaup á Borgarsporti, verslun í Hyrnu- torgi í Borgarnesi. Opnunarhóf verður næsta laugardag kl.16:00- 19:00 og breytingar eru fyrirhug- aðar á útliti búðarinnar og vöru- úrvali. ,,Borgarsport verður staður fyrir þig ef þú vilt hefja þína heilsu- vegferð, hvort sem það er að stunda útihlaup, mæta í ræktina eða ganga á fjöll. Þú getur komið til okkar og fengið græjur, pepp eða fæðubót- arefni. Borgarsport hefur fengið ,,make over“ og hlökkum við mikið til að sýna ykkur nýja útlitið og nýju vörumerkin sem við erum að taka inn. Við verðum með breiða línu af vörumerkjum og munum bæta við eftir þörfum og eftirspurn. Við sjáum fyrir okkur svona konsept þar sem allir verða svakalega móti- veraðir þegar þeir labba út úr Borg- arsporti. Hér mun vera allt til alls en ég er t.d. íþróttafræðingur og fólk á að geta fengið góða ráðgjöf varðandi vörur og hreyfingu ásamt mikilli hvatningu,“ segir Eva Karen í samtali við Skessuhorn. sþ Nýir eigendur Borgarsports Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun kynnti Svandís Svavarsdóttir mat- vælaráðherra ákvörðun sína um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Ráðherra skipaði starfshóp í maí síðastliðnum sem falið var að greina rekstur stofnananna tveggja, eigna- umsýslu og samlegð faglegra mál- efna auk þess að vinna áhættu- greiningu vegna mögulegrar sam- einingar. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í byrjun október og kemur þar fram að stærstu tæki- færin með sameiningu stofnananna felist í aukinni samlegð í stoðþjón- ustu. Einnig sé mikil samlegð í verk- efnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræfram- leiðslu, landupplýsingum og ráð- gjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur. Í ágúst síðastliðnum gaf ráðherra út fyrstu heildarstefnuna í landgræðslu og skógrækt, auk aðgerðaáætlunar og ber hún nafnið Land og líf. Segir í tilkynningunni að niðurstaða starfs- hópsins samræmist vel þeirri áætlun. Við sameiningu munu allir starfs- menn flytjast yfir í nýja stofnun og segir að áhersla verði lögð á að fyr- irliggjandi mannauður og þekking haldist innan þeirrar stofnunar en hún mun hafa um 130 stöðugildi. Þá segir jafnframt að aðalskrifstofa stofnunarinnar geti verið staðsett á öllum meginstarfsstöðvum og ekki er gert ráð fyrir því að forstöðu- maður hafi aðsetur á höfuðborgar- svæðinu, hvað svo sem það þýðir. „Það er tilhlökkunarefni að hægt verði að samnýta þá þekk- ingu og þann mannauð sem þessar stofnanir búa yfir. Framundan er spennandi verkefni, að koma á fót öflugri stofnun sem mun fóstra eina af okkar stærstu auðlindum, hlúa að henni og vernda fyrir kom- andi kynslóðir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra en áætlað er að frumvarp um samein- ingu stofnananna verði lagt fram á Alþingi í febrúar 2023. gbþ Sameina Landgræðsluna og Skógræktina Mynd: Samsett/Skessuhorn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.