Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 23 Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik- unnar að þessu sinni er hnefaleika- kappinn Ketill Ingi úr Reykhóla- sveit. Nafn: Ketill Ingi Guðmundsson Fjölskylduhagir? Ég er fram- haldsskólanemi í FVA í húsasmíði og er fæddur og uppalinn í Reyk- hólasveit. Ég á eina systur og tvo bræður. Hver eru þín helstu áhuga­ mál? Hnefaleikar, Hondan mín og sveitastörf. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég vakna um klukkan átta og mæti í skólann klukkan hálf níu. Er í skólanum til klukkan tvö, fæ mér að borða og kíki á heimavinnuna mína. Ég fer svo á æfingu klukkan 17.30 og æfi í einn og hálfan klukkutíma. Eftir það fer ég í mat til systur minnar og svo að skokka um kvöldið. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Ég er samviskusamur og duglegur að vinna og er yfirleitt tilbúinn að aðstoða. Ég á það til að gleyma mér og er gleyminn. Svo er ég svolítið sérvitur. Þrjóskur. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi fimm sinnum í viku í eina og hálfa klukkustund í senn og svo fer ég og skokka á kvöldin. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Muhammad Ali. Af hverju valdir þú ólympíska hnefaleika? Það er frábært að fá útrás og geta sinnt mínu helsta áhugamáli. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Kolbeinn Óskar Bjarnason, snillingur og vinur minn. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast er að keppa en leiðinlegast er hversu fáir iðka hana. vaks Skemmtilegast að keppa Íþróttamaður vikunnar ÍA og Selfoss mættust í 32-liða úrslitum í VÍS bikar karla í körfuknattleik á mánudagskvöldið og fór viðureignin fram á Akra- nesi. Liðin áttust við í deildinni á föstudagskvöldið þar sem Selfoss vann stórsigur 116:87 og því ljóst að Skagamenn ættu erfiðan leik fyrir höndum. Þá vantaði þrjá leik- menn í lið ÍA en fyrirliðinn Þórður Freyr Jónsson, Jalen Dupree og Gabriel Adersteg voru fjarverandi. Gestirnir byrjuðu betur og voru komnir með sjö stiga forystu eftir rúman fimm mínútna leik. ÍA gekk illa að minnka muninn en Davíð Alexander Magnússon sá til þess að forskot gestanna var níu stig þegar hann skoraði þriggja stiga körfu á síðustu andartökum fyrsta leik- hluta, staðan 18:27. Heimamenn byrjuðu ekki vel í öðrum leik- hluta því þeir skoruðu aðeins tvö stig á fyrstu sjö mínútunum gegn 14 stigum gestanna en náðu síðan aðeins að koma til baka og staðan í hálfleik 32:45 fyrir Selfosspiltum. Lítið gekk hjá heimamönnum að saxa á forskot gestanna í þriðja leik- hluta, munurinn var aldrei minni en tíu stig og staðan 50:63 fyrir Sel- foss við flautið. Það sama var síðan upp á teningnum í fjórða og síðasta leikhluta. Skagamenn voru aldrei líklegir til að koma sér inn í leikinn, Selfyssingar hleyptu þeim aldrei nálægt og unnu að lokum öruggan sigur, lokatölur 63:77 Selfossi í vil. Davíð Alexander Magnússon var stigahæstur hjá ÍA með 23 stig, Lucien Christofis var með 19 stig og þeir Hjörtur Hrafnsson og Felix Heiðar Magnason með 6 stig hvor. Hjá Selfossi var Arnaldur Gríms- son með 15 stig og þeir Gerald Robinson og Srdan Stojanovic með 13 stig hvor. Skagamenn hafa því lokið leik í bikarnum og geta nú einbeitt sér að deildinni. Næsti leikur er heimaleikur gegn Ármanni næsta föstudag og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímur og Þór Akur- eyri mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Það má með sanni segja að Skallagrímsmenn hafi byrjað af krafti í leiknum og nánast gert út um hann strax því þeir komust í 18:2 eftir tæpan fimm mín- útna leik. Þórsarar náðu þó síðan áttum og héldu í við heimamenn í stigaskorun en staðan eftir fyrsta leikhluta 28:11 fyrir Skallagrími. Þór kom síðan af krafti inn í annan leikhluta og náði að minnka mun- inn í 31:27 eftir fjórar mínútur en þá gáfu Skallagrímsmenn aftur í, skoruðu næstu sjö stig og komu sér í þægilega stöðu á ný. Þegar flautað var til leikhlés var munurinn orðinn 14 stig og ljóst að róðurinn gæti orðið erfiður fyrir gestina, staðan 53:39 fyrir Sköllunum. Í þriðja leikhluta juku heima- menn forystuna jafnt og þétt og náðu tuttugu stiga forskoti undir lok hans en staðan 80:57 þegar flautan gall og aðeins spurning um hve sigurinn yrði stór. Í fjórða leik- hluta slógu Skallagríms menn ekk- ert af og bættu enn við forskotið, lokatölur 106:74 fyrir Skallagrími. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Keith Jordan Jr. sem var með 35 stig, Davíð Guðmundsson var með 21 stig og Bergþór Ægir Rík- harðsson með 13 stig. Hjá Þór var Tarojae Brake með 23 stig, Smári Jónsson með 14 stig og Kolbeinn Fannar Gíslason með 12 stig. Næsti leikur Skallagríms er á móti Hrunamönnum næsta föstu- dag á Flúðum og hefst leikurinn klukkan 19.15. vaks Snæfell og Ármann mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik síð- asta miðvikudagskvöld og var leik- urinn í Stykkishólmi. Snæfell skor- aði fyrstu sjö stigin í leiknum en Ármann tók þá svipaða rispu og bætti um betur með tíu stigum í röð. Eftir það var jafnt á öllum tölum og jafnt eftir fyrsta leikhluta, 14:14. Í stöðunni 20:22 fljótlega í öðrum leikhluta náðu heimakonur góðum kafla, skoruðu ellefu stig án svars frá gestunum og staðan í hálf- leik 33:25 fyrir Snæfelli. Ármann minnkaði muninn í tvö stig í byrjun þriðja leikhluta og bar- áttan hélt áfram í leiknum. Undir lok leikhlutans var Snæfell komið með ellefu stiga forskot en Ármann átti síðasta orðið og minnkaði muninn í sex stig, staðan 43:37 fyrir fjórða og síðasta leikhluta. Ármann hélt áfram að klóra í bakk- ann og reyndi að nálgast Snæfell en heimakonur náðu aftur góðri for- ystu um miðjan leikhlutann, 58:47. Eftir þetta komust gestirnir aldrei það nálægt að spenna kæmi í leik- inn á ný og Snæfell vann öruggan átta stiga sigur að lokum, lokatölur 62:54. Cheah Rael Whitsitt var stiga- hæst í liði Snæfells með 19 stig og 20 fráköst, Rebekka Rán Karls- dóttir var með 16 stig og Preslava Koleva með 13 stig og 10 fráköst. Hjá Ármanni var Schekinah Bimpa með 21 stig, Jónína Þórdís Karls- dóttir með 11 stig og Viktoría Líf Önnudóttir Schmidt með 10 stig. Staðan í deildinni er nú þannig að Stjarnan er efst með tíu stig og Snæfell og Þór Akureyri jöfn í öðru og þriðja sæti með átta stig. Næsti leikur Snæfells er í kvöld, miðviku- dag, á móti Hamar/Þór í Stykkis- hólmi og hefst klukkan 19.15. vaks Skagamenn úr leik í bikarnum eftir tap gegn Selfossi Lucien Christofis skoraði 19 stig gegn Selfossi. Hér í leik gegn Hamri fyrr í vetur. Ljósm. vaks Skallagrímur með öruggan sigur á Þór Akureyri Snæfell með fjórða sigurinn í röð Keith Jordan Jr. var öflugur á móti Þór og var með 35 stig. Ljósm. glh Snæfellskonur eru í góðum gír þessa dagana. Ljósm. sá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.