Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 202222
Spurning
vikunnar
Hver er
draumabíllinn?
Spurt á N1 í Borgarnesi
Bjarki Þór Grönfeldt Gunnars-
son
,,Ég var einmitt að kaupa mér
Toyota Aygo, algjör draumur!“
Sveinn Björnsson
,,Toyota Hilux“
Árni Már Hauksson
,,Toyota Supra MK5“
Jón Hall Ómarsson
,, Tesla Cybertruck“
Youness Abba
,,Audi Q7“
Haustmót og æfingabúðir Glímu-
sambands Íslands fóru fram um
síðustu helgi á Hvolsvelli. Öflugur
hópur ungmenna frá Vesturlandi
tók þátt og stóðu sig með prýði.
Helstu úrslit voru þessi: Þórarinn
Páll Þórarinsson GFD bar sigur
úr býtum í sínum flokki og er því
Haustmótsmeistari hjá 13 ára
strákum, en þar lenti Mikael Hall
Valdimarsson GFD í fjórða sæti.
Benóní Kristjánsson GFD sigraði
sinn flokk og er Haustmótsmeistari
hjá 14 ára strákum. Alexandra Agla
Jónsdóttir GFD hlaut annað sætið
hjá 13 ára stúlkum og Erika Ýr Vig-
fúsdóttir UMSB varð í því þriðja.
Kristey Sunna Sigríðardóttir GFD
tók þriðja sætið hjá 15 ára stúlkum.
Þá varð Dagný Sara Viðarsdóttir
GFD í þriðja sæti hjá+70 kg flokki
unglinga og einnig í opnum flokki
kvenna.
gbþ. / Ljósm. Svana Hrönn
Jóhannsdóttir
Kraflyftingakonan Kristín Þór-
hallsdóttir tók þátt í Girl Power
boðsmótinu í kraftlyftingum sem
fór fram í Frakklandi á laugar-
daginn. Alls var tólf keppendum
boðið að taka þátt á mótinu og
voru veitt peningaverðlaun fyrir
verðlaunasæti. Sex sterkustu konur
franska landsliðsins tóku þátt auk
sex keppenda sem eru í fremstu
röð í Evrópu. Markmið mótsins
var einnig að vekja athygli á og
vera fjáröflun fyrir baráttuna gegn
brjóstakrabbameini. Kristín varð í
öðru sæti á mótinu og fékk alls 1500
evrur í verðlaunafé. Frábær árangur
hjá þessari borgfirsku kraftlyftinga-
konu sem keppir fyrir Kraflyftinga-
félag Akraness. Mótið í Frakklandi
var hluti af undirbúningi Kristínar
fyrir Evrópumeistaramótið sem
verður í Póllandi í desember en þar
hefur hún titil að verja.
vaks
Leiknir Reykjavík og ÍA mætt-
ust í þriðju umferð í úrslitakeppni
í neðri hluta Bestu deildar karla í
knattspyrnu á laugardaginn og fór
leikurinn fram í Breiðholti. Bæði
lið þurftu nauðsynlega á sigri að
halda til að eiga möguleika á því
að halda sæti sínu í deild þeirra
bestu og því mikið undir. Leiknir
komst yfir strax á þriðju mín-
útu með marki frá Emil Berger
en Skagamenn voru fljótir til svars
því þremur mínútum síðar jafnaði
Aron Bjarki Jósepsson með skalla
eftir aukaspyrnu frá Steinari Þor-
steinssyni. Leiknir komst síðan
aftur yfir í leiknum á 26. mínútu
þegar Emil átti sendingu á fjær-
stöng Skagamanna þar sem Bjarki
Aðalsteinsson var einn og óvald-
aður og skoraði auðveldlega með
skalla. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks
var jafnt enn á ný þegar Steinar
átti góða sendingu á Viktor Jóns-
son sem skallaði boltann í netið af
miklu öryggi og jafnt í hálfleik, 2-2.
Seinni hálfleikur var ekki eins
fjörugur og sá fyrri en fyrsta færið
fékk títtnefndur Emil sem átti gott
skot að marki eftir tíu mínútna
leik sem Árni Snær Ólafsson varði
meistaralega í stöngina en hann var
aftur kominn í markið eftir langa
fjarveru. Lítið markvert gerðist
eftir þetta fyrir utan nokkur hálf-
færi og leikurinn rann út í sandinn
án mikilla tíðinda, lokatölur því 2-2
og ljóst að bæði ÍA og Leiknir eru
nánast fallin úr Bestu deildinni. ÍA
er í neðsta sæti deildarinnar með
19 stig og er sex stigum frá öruggu
sæti þegar einungis tvær umferðir
eru eftir. ÍA hefur verið í efstu deild
síðustu fjögur tímabil eða allt frá
því liðið vann fyrstu deildina árið
2018. Í viðtali eftir leik staðfesti Jón
Þór Hauksson þjálfari ÍA að hann
yrði áfram þjálfari Skagamanna á
næstu leiktíð hvort sem liðið fellur
úr deildinni eður ei.
Næsti leikur ÍA og síðasti
heimaleikur sumarsins er gegn ÍBV
næsta laugardag og hefst klukkan
14.
vaks
Haustmót Glímusambands Íslands
Flottur hópur ungmenna úr Glímufélagi Dalamanna og UMSB. Alltaf stutt í spaugið.
Kristín í öðru
sæti á boðsmóti
í Frakklandi
Kristín var ánægð með annað sætið. Ljósm. FB síða Kraftlyftingafélag Akraness
Skagamenn nánast
fallnir eftir jafntefli
á móti Leikni
Skagamenn þurfa að öllum líkindum að spila í Lengjudeildinni á næsta ári.
Ljósm. Lárus Árni Wöhler