Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 202220 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ég er heilaskaðaður, meira að segja með tvo fleyglaga nokkuð stóra skaða í hægra heilahveli. Nú er ég að nálg- ast 5 ár í fötluninni sem tengist veik- indum mínum og það brennur ein- hversstaðar innra með mér lítill logi fyrir því að berjast fyrir réttindum fólks með heilaskaða. Ég hef oft verið spurður: „Hvað, ertu enn þá með staf?“ „Haltrarðu enn?“ „Ertu ekkert að ná þér?“ Og aðrar slíkar, auðvitað allar af góðum meiði. En málið er að fötl- unin er komin til að vera, ég varð fyrir alvarlegum heilaskaða sökum heilablæðingar (meðfætt víst) og er með ýmsa aukafarþega í kjölfarinu, taugaverki, helti, minnisskerðingar, málstol, háværan Tinnitus í eyrum, verkstol, daglega höfuðverki, heila- þoku, gríðarlega þreytu og margt fleira. Var þetta vegna alvarlegra mis- taka í heilbrigðiskerfinu fyrir um 5 árum, að hluta til viðurkennd af heil- brigðisyfirvöldum en að hluta til enn í vinnslu. Það er lengri og sársauka- fyllri saga að segja frá. En svo er það að stuðningur við heilaskaðaða hér er fyrir neðan allar hellur. Ég hef mest lítinn stuðning eða eftirfylgni fengið eftir útskrift af Grensásdeild Landspítalans í maí 2018, en þá var ég búinn að vera í hálft ár þar inni sem sjúklingur. Ég mæri þó Grensásdeild í alla staði fyrir það sem þau standa fyrir. Mín eina eftirfylgni eða „semi“ stuðningur var sú að heimilislæknir- inn minn barðist fyrir því að ég fengi inni hjá Virk. Fleiri úrræði eins og Virk mættu vera til. Þó er Virk einungis alhliða úræði en ekki beint sérstaklega að einum einstökum hópi og því vantar heilaskaðaða sértæk úrræði, því við erum eins mismun- andi og við erum mörg og með mis- munandi skaða á heila. Þegar ég var að útskrifast út af Grensásdeild, var þar félags- fræðingur sem gat gefið mér örfá ráð en í raun ekkert sem ég gat unnið með af viti. Það var ekki fyrr en Virk tók í taumana mörgum mánuðum seinna að ég fékk að vita hvaða fjár- hagslega stuðningi ég ætti rétt á, en þá var ég búinn að eiga bágt í tals- verðan tíma. Ég sendi á sínum tíma erindi á þáverandi félagsmálaráðherra Ásmund Einar um að reyna að koma á einhverju plaggi, einföldu A4 blaði sem útlistaði í stórum dráttum hvaða kosti heilaskaðaðir hafa þegar þeir koma út af sjúkrahúsi, geta t.d sótt í lífeyrissjóð, geta sótt í Virk o.fl, því þetta er gríðarlega erfitt fyrir mann- eskju sem er með heilann sinn sem opið svöðusár. Ég fékk aldrei inni á Reykja- lundi, vegna dvalar minnar á Grensási. Heilbrigðisyfirvöld töldu það víst feykinóg fyrir mig að vera þar í hálft ár og svo fékk ég bara sjúkraþjálfun. Reykjalundur hefði án efa getað hjálpað mér frekar. Þetta er bara svo miklu, miklu, miklu meira og stærra dæmi og ekki hægt að setja í samhengi fyrir neinn sem ekki hefur prófað það á eigin skinni, þetta er ekki eins og að togna eða handleggsbrotna, fólk lagast ekki á örfáum vikum. Andlegi parturinn er risastór. Við að lenda í heilaskaða er hætta á persónuleikabreytingum. Ég vildi trúa því í langan tíma að ekk- ert hefði breyst hjá mér við mitt áfall, en staðreyndin var allt önnur. Ég hafði alveg breyst, kannski ekki stór- vægilegar breytingar en alveg nóg. Skapsmunir og sveiflur í skapi, og ég tók það út á fjölskyldunni. Sumir sem verða fyrir fram- heilaskaða breytast mikið og geta orðið ofbeldisfullir, ég var meira bara þungur í sinni, erfiður í umgengni og pirraði pabbinn. Grátköst upp úr engu voru líka partur af þessu fyrst um sinn, en ég höndlaði t.d. engan veginn gleði barna minna fyrst eftir áfallið. Og líklegast margt fleira sem ég sjálfur á illt með að benda á í eigin fari. Heila-og taugalæknar gera mikið af því að spyrja fólk með heilaskaða út í andlega heilsu og hvort hætta sé á sjálfsskaða. Árið 2021 var skrifuð grein sem sagði: „2.000 verða fyrir heilaskaða árlega.“ Um 300 Íslendingar bætast árlega við sem glíma við langtímaafleiðingar heila- áverka. Engin úrræði eru í boði hér fyrir þá sem hljóta alvarlegan skaða. Tvö þúsund Íslendingar eru taldir verða fyrir heilaskaða árlega, flestir í slysum. Talan virðist há, nema litið sé til að áætlað er að einn af hverjum tíu verði fyrir heilaáverka um ævina. Þeir eru misalvarlegir en í verstu tilvikum missir fólk algjörlega fótanna og getur jafnvel orðið hættulegt sjálfu sér og öðrum. Reykjalundur tekur við mörgum þeirra sem þurfa endurhæfingu. Þar fást þær upplýsingar að á Íslandi leiti um 900 manns árlega til heil- brigðisstofnunar vegna höfuðáverka. Rúmlega helmingurinn virðist því ekki leita sér hjálpar. Í kringum 100 manns glíma við afleiðingar sem krefjast sérhæfðrar íhlutunar. Í skýr- slu sem unnin var fyrir heilbrigðis- ráðuneytið segir þó að umfangið sé vangreint, litlar upplýsingar liggi fyrir, meðferðarúrræðin fá og engin fyrir þá sem eru illa farnir, t.d. með alvarlegan heilaskaða sem veldur hegðunarröskun. Það eru um 5 til 10 manns á ári. Karl Fannar Gunnarsson, sér- fræðingur í atferlisgreiningu og endurhæfingu, stýrði meðferðar- stofnun fyrir heilaskaðaða í Toronto en er nú fluttur heim. Hann segir að kerfið kasti alvarlega heilasköðuðum í raun út áður en þeir komist áfram í meðferð sinni. Í samantekt nefndar sem vann skýrsluna Hinn þögli faraldur segir m.a. að ýmislegt vanti til að greining og skráning, meðferð og stuðningur við fólk með ákominn heilaskaða sé fullnægjandi á öllum þjónustu- stigum. Þegar litið sé til talna frá Grensásdeild, Reykjalundi og barna- deild Landspítalans um fjölda sem sinnt er og þær tölur bornar saman við fjöldann sem áætlað er að hljóti áverkatengdan heilaskaða, verði að draga þá ályktun að stofnanirnar sinni aðeins litlum hluta þeirra sem hljóta slíkan skaða. Frá því skýrslan kom út 2019 hefur ekkert þokast. Nokkrir helstu sér- fræðingar landsins í höfuðáverkum eru nú í stjórn eða ráðgjafar hjá sam- tökum sem kallast Heilabrot og vilja koma á fót meðferðarstöð að erlendri fyrirmynd. Tilraunir til að ná sam- starfi við yfirvöld hafa engu skilað öðru en deilum milli ríkis og sveitar- félaga um hvar verkefnið ætti heima og hver ætti að fá reikninginn. Fyrir 5 árum var ég í fullu fjöri, vinnandi 100% vinnu og hjólaði um 12 km á dag. Ég spáði þá lítið sem ekkert út í aðstæður öryrkja og fatl- aðra, líkt og kerfið virðist vera að gera í dag. Manni finnst sem öryrkja að lítið sé hlustað. Helst á maður að sulla í fátæktarpolli með fjölskyldu sinni og bjóða afkvæmunum helst ekki upp á neina framtíð af því að okkur er meinað að bjarga okkur sjálf. Ég starfaði hjá fjölmiðlafyrirtæki í 7 ár, þar af í 50% starfi síðustu rúm 4 ár. Missti vinnuna í sumar en nýtti það til margra góðra verka. Ég bjó til sérblöð, m.a. um ákominn heilaskaða og endurhæfingu, hluti sem margur Íslendingurinn hefur ekki hugmynd um. Og ég hef verið í nánu sambandi við fólk innan Öryrkjabandalagsins. Ég sendi erindi skipuðu þessum pistli á aðstoðarmann Heilbrigðis- ráðherra og fékk gott svar til baka um að þetta væri þörf ábending og að henni yrði komið áleiðis til ráðherra. Ég vona að við fáum að sjá eitthvað að gert í okkar málum. Ég veit að minnsta kosti hverju þarf að byrja á og er með hugmyndir ef á mig skyldi vera hlustað. Ég vona að ég hafi náð að koma þessu nokkuð skilmerkilega frá mér á riti. Ég hef alltaf verið ágætlega vel máli farinn en sökum málstols sit ég stundum í 10 mínútur, eða korter og leita að einu orði, mér til mikillar armæðu. Ég þekki til fleiri heilaskaddaðra og tel mig taka upp hanskann fyrir þeirra hönd með þessum pistli. Jóhann Waage Pennagrein Langtímaúrræði heilaskaðaðra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.