Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 202212
Helgina 14.-16. október var land-
búnaðarsýning í Laugardalshöll-
inni. Markmið hennar er að kynna
fjölbreytni íslensks landbúnaðar og
hreinleika íslenskrar matvælafram-
leiðslu. Þá gefst bændum og öðrum
gestum kostur á að kynna sér nýj-
ustu tæki og tól og hvers kyns
aðrar vörur fyrir íslenskan land-
búnað. Síðasta landbúnaðarsýning
var haldin árið 2018 og þótti takast
einstaklega vel. Óhætt er að segja
að þessi sýning hafi einnig tekist
vel og mæting var með besta móti.
Vestlendingar létu sig auðvitað ekki
vanta og hvort sem þeir voru þar
sem sýnendur eða gestir var bros á
allra vörum.
gbþ
Matvælastofnun sendi frá sér yfir-
lýsingu í gær vegna mynda sem
birtust á samfélagsmiðlum af
hestum í Borgarfirði. Þar vísar
MAST til mynda sem Steinunn
Árnadóttir, hestakona í Borgar-
nesi, birti á Facebook-síðu sinni
fyrr í vikunni. Myndirnar eru af
illa höldnum hestum sem Steinunn
hefur fylgst með í þó nokkurn tíma.
Þann 31. ágúst s.l. birti Steinunn
myndir af einum hestanna, skin-
horuðu tryppi, í gerði við hest-
hús í Borgarnesi. Við þær myndir
skrifaði Steinunn: „Þessi vesalings
skepna á sér engan málsvara. Eft-
irlit bregst og dýrið líður fyrir. Í
dag er þetta litla tryppi lokað inni
ásamt öðrum í sama ástandi. Lokuð
inni til að deyja.“
Í kjölfarið spratt upp mikil umræða
í samfélaginu og á samfélagsmiðlum
og var MAST gagnrýnd harð-
lega fyrir að bregðast ekki við en
Steinunn sagðist margsinnis hafa
sent ábendingar um slæman aðbúnað
hrossanna til stofnunarinnar án þess
að fá nokkur viðbrögð.
Við myndirnar sem Steinunn
birti í vikunni af þessum hrossum
skrifar hún: „Nú eru vesalingarnir
sem voru innilokaðir í heilt ár við
hörmulegar aðstæður að bíða dauð-
ans. Þau eru illa haldin: feldur-
inn er ekki í lagi fyrir veturinn og
auðvitað grindhoruð.“ Jafn framt
skrifar Steinunn: „Þetta eru gripir
sem eru undir „eftirliti“ búfjár-
eftirlitsmanns á Vesturlandi.“ Þá
tala myndirnar sínu máli og sýna
horuð og illa haldin hross .
Í yfirlýsingu MAST segir
að stofnunin vilji árétta að
„dýravelferðarmál eru tekin
alvarlega og sett hratt og örugglega
í farveg innan stofnunarinnar.“ Þá
segir að ábending um hestana sem
um ræðir hafi komið inn á borð
stofnunarinnar seint í sumar þar
sem skyldum umráðamanna um
útivist þeirra hafði ekki verið sinnt.
Þá hafi við eftirlit MAST, verið
skráð alvarlegt frávik við holda-
far hluta hrossanna og segir jafn-
framt að aðgerðir hafi miðast við
að hestunum yrði hleypt út og þau
fóðruð með beit. „Frá því að hross-
unum var hleypt út hefur verið
viðhaft eftirlit með þeim. Málið er
enn til meðferðar hjá stofnuninni
og verður kröfum um úrbætur fylgt
eftir,“ segir í yfirlýsingu MAST.
gbþ
Vel sótt landbúnaðarsýning í Laugardalshöll
MAST segist taka dýravelferðarmál alvarlega
Automatic var með bás og kynnti sína starfsemi. Allir sem vildu fengu að smakka skyr og jógúrt hjá MS.
Helga Haraldsdóttir kynnti brjóstsykurinn Kandís og bauð upp á smakk. Sparibrosið á hvers manns vörum. Þessi tóku þátt í bleika deginum á föstudaginn.
Þessar flottu fjölskyldur létu sig ekki vanta. Margt um manninn á sýningarbás Landbúnaðarháskólans.
Ljósmynd frá Steinunni Árnadóttur.
Ljúffengar gulrætur voru á boðstólum. Rjómabúið Erpsstaðir kynnti sína starfsemi og bauð upp á smakk. Þessar vinkonur voru ánægðar með sýninguna.