Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 19 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir er frá Bakkakoti í Stafholtstungum í Borgarfirði og hún starfar sem alþingismaður. Hún var viðmæl- andi Steinunnar Þorvaldsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Skessu- horns. Í viðtalinu fór Lilja yfir hvernig hún kynntist manni sínum, brúðkaup þeirra og vegferð hennar inn á alþingi. Hún kynntist Ólafi Daða Birgissyni eiginmanni sínum þegar þau voru saman í bekk í Verslunarskóla Íslands. Þau tóku snemma ákvörðun um að setjast að í Bakkakoti, giftu sig 24 ára gömul og eiga í dag tvö börn saman sem þau áttu á 21. og 24. aldursári. Byrjuðu saman fyrir slysni Eins og áður var sagt kynntust Lilja og Óli þegar þau lentu saman í bekk, á öðru ári sínu í Verslunar- skólanum. Þau urðu fljótt góðir vinir og ákváðu að vinna saman vestur í Dölum sumarið eftir útskrift. ,,Ég var að fara að vinna á Eiríksstöðum en frænka mín rak staðinn á tímabili og ég ætlaði að vinna hjá henni. Óli var þá besti vinur minn en hann langaði eitt- hvað út á land að vinna yfir sum- arið. Svo ég bauð honum að koma með mér að starfa á Eiríksstöðum, sem úr varð. Áður en sumarið byrjaði vorum við svo fyrir ein- hverja slysni byrjuð saman. Svo við höfum varla verið aðskilin síðan þá, þangað til ég fór að starfa á Alþingi þar sem dagarnir geta verið langir,“ segir Lilja Rannveig. Tíu manna brúðkaup Lilja og Óli giftu sig um jólin 2020 þegar hámark samkomutak- markana ríkti en þau gátu einungis haft tíu manns í brúðkaupinu. ,,Óli bað mín óformlega á nýársdag það ár og þá var markmiðið að gifta sig fyrir árslok. Við að sjálf- sögðu stóðum við það þrátt fyrir miklar samkomutakmarkanir. Svo giftum við okkur á annan í jólum í tíu manna samkomubanni þannig við ákváðum að hafa brúðkaupið í streymi. Þetta er samt smá win- -win því hann vildi lítið brúðkaup og ég vildi stóra veislu. Hann er búinn að fá litla brúðkaupið sitt og ég á eftir að halda stóru veisluna mína, það eru ekki allir svo heppnir að fá að nota brúðarkjólinn sinn tvisvar. Brúðkaupið var samt svo- lítið fyndið. Stelpan okkar var bara nokkurra mánaða og vildi ekki sofna fyrir brúðkaupið. Í athöfninni sjálfri fór hún bara að hágráta svo það heyrðist ekki í neinum í upp- tökunni svo við þurftum að texta hana eftir á. Fólk sá okkur samt setja upp hringa og kyssast svo það gerðu svona flestir ráð fyrir að þetta hefði gengið vel og við bæði sagt já,“ segir Lilja hlæjandi. Vill vera í kyrrðinni heima Í Bakkakoti eru þrjú íbúðarhús en fjórar kynslóðir fjölskyldunnar búa á jörðinni. ,,Við Óli erum í elsta húsinu, mamma og pabbi við hliðina á okkur og svo afi og amma í þriðja húsinu. Svo við erum með gott stuðningsnet sem kemur sér heldur betur vel þegar maður starfar á Alþingi með tvö lítil börn heima.“ En af hverju tókuð þið þá ákvörðun að setjast að í Bakkakoti? ,,Mig langar bara að vera heima, það er eiginlega ekki flóknara en það. Við tókum mikla umræðu um þetta samt, sérstaklega upp á háskóla að gera þegar við vorum að byrja í námi. Við vorum þó bæði að fara í nám sem við gátum stundað í fjarnámi en ég fór í kennaranám og Óli í uppeldis- og menntunarfræði, þannig við ákváðum að setjast að hér frekar en í Reykjavík. Ég kann svo vel við kyrrðina í sveitinni, ég átti alveg smá erfitt með það að búa í Reykjavík þegar ég flutti þangað í menntaskóla. Mér finnst líka mikil forréttindi að ala börnin mín upp í sveit. Mamma og pabbi eru með búskap á bænum og krakkarnir algjört dýrafólk og þau fara oft með ömmu og afa út eftir leikskóla. Óli er svo úr Grafarvoginum en var bara furðulega mikið til í þetta sem var bara frábært.“ Sjáið þið fyrir ykkur að taka við búskap foreldra þinna? ,,Ég veit það ekki alveg, ég veit að ég vil vera uppi í sveit en ég veit ekki hvort sauðfé er mín fram- tíðarsýn. En það gæti alveg verið. Foreldrar mínir eru ennþá það ung að ég þarf ekki að hugsa út í þetta alveg strax og hef nóg að gera í mínum störfum eins og er.“ Hefur áhuga á mörgu En hvernig er Alþingi sem vinnustaður? ,,Það koma alveg skrítnir tímar en almennt líður mér mjög vel á þessum vinnu- stað. Það er góður mórall í þing- flokknum hjá okkur og við erum mjög mikið saman. Dagarnir geta verið mjög langir en í hverri viku er ég á mörgum fundum og þing- fundir geta dregist langt fram eftir kvöldi eða nóttu. Það gengur ágæt- lega að sameina þetta fjölskyldu- lífinu með ung börn, en það koma samt dagar og jafnvel vikur þar sem ég sé þau ekki. En það verður til þess að ég nýt þess betur að vera með þeim þegar ég er heima. Mér finnst samt mjög góð staða að vera almennur þingmaður.“ En hvað sæir þú fyrir þér að gera ef starfi þínu á Alþingi myndi ljúka? ,,Ég hef áhuga á svo mörgu. Mér hefur meira að segja dottið í hug að fara að læra iðngreinar, málarann eða húsasmiðinn t.d. En mér finnst líklegt að ég myndi halda eitthvað áfram í námi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni á skessuhorn.is eða soundcloud.com/skessuhorn. sþ Alþingismaður en gæti alveg hugsað sér að læra húsasmíði Lilja Rannveig og Ólafur Daði með börnin sín tvö, Hauk Axel 5 ára og Kristínu Svölu 2 ára. Krossgáta Skessuhorns Beiðni Þegn Skoða Ney/ Flý3 Góss Vissa Tautar Fré= Dans Upphr. Annars Þófi Ríki- dæmi Æði Aðstoð Fjöldi 1 Drykkur Heila Benda Möndull 9 Fagur Fruma Villt Menn Klæði Til Rót Flan Óvi3 Korn Blómi 5 Sner3ll Þúfa Spurning Fag Bönd Kátri Virðir Sefa 4 Kvaka Stangar Ögn Mælir Lak Ras Eins um u Reipi Nefnd Hljóp Gufa Klafi Fersk Epjast Furðar Bára 3 Áflog Nískur Sund Snagi Suðar Til 7 Dekra við Kven- fugl Þrey3r Háhýsi Unir Sár Púkar Korn Maka Óreiða Herma Líka Kæk Rimla- kassi Skjól Sögn Læ3 Svara Utan Sk.st. Sæ3 Drif Aflaði Sk.st. Dár Ó=ast Bera Koll 6 Samhlj. Tægja Ófús Elfur Félaga S3kar Hugsun Ryk Ásakar 8 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilis- fang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bók að launum frá bókaútgáfunni Sæmundi. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Gott er að prýða hærur með æru.“ Heppinn þátttakandi var Guðbjartur A. Björgvinsson, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi. M V Æ N T I N G A R Á S T Ú A R A R N Á L G A S T R R A S A N Á Ö R K J Á T K Á K F A N G A K R A R A Á Ð U R N A G U N E K R A R Ó T T G R Ó A N D N N G L Ó R A Á T R A I T E M M E R K I Á L K U S K U G L A L A U N L Æ K U R E L U R P E N Ú R X Ö S L R Ó A R T I L A N S T Í Ð S T Ó A N Á N A R H Æ T I Ð Ó G N A F S A R G U N U S J Ó A S K L E I R G R A T O R K A D Y R A L Á U Ý L N O S T R Ú A K A R L A D R A U M G O T T E R A Ð P R Ý Ð A H 1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.