Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hver var þessi Viðar? Einn dimmasti tími ársins fer nú í hönd og við drögum fram kertin og skreppum til sólarlanda. Svo hellist vonin yfir okkur um að 22. desember renni bráðlega upp og sólin komi aftur. Í Grundarfirði er endurkomu hennar fagnað sérstaklega og það er víðar gert þar sem fjöll ná að byrgja sól ákveðinn tíma vetrar. Margir þjást af skammdegisþunglyndi á þessum tíma, þó rannsóknir sýni reyndar að Íslendingar þoli þetta betur en ýmsar þjóðir sem búa á svipað norðlægum slóðum. Tilgátan er sú að þar sem við höfum búið tiltölulega einangruð í um þúsund ár við erfiðar aðstæður sé hugsan- legt að þeir sem erfðu tilhneigingu til skammdegisþunglyndis hafi átt erfið- ara með að lifa af. Þannig gæti hafa átt sér stað einhvers konar náttúruval og aukið þol við skammdegi valist úr. Hvað sem þessu líður þá er það staðreynd að dagsbirta hefur gríðarleg áhrif á fólk. Fyrir nokkru birtu verkfræðingarnir Ásta Logadóttir og Sölvi Kristjánsson grein í Stundinni þar sem þau minntu á réttinn til dags- birtu og sólarljóss í byggingareglugerð og skipulagi. Þau telja að skoða þurfi hvað hindri aðkomu dagsbirtunnar; háar byggingar, fjarlægð milli húsa, staðsetning svala og fleira. Benda þau á að kröfur í reglugerðum og skipulagsmálum hinna Norðurlandanna tryggi rétt fólks til dagsbirtu betur en gert er á Íslandi. Við íbúðakaupendur segja þau svo þetta: „ Dags- ljós í íbúðinni hefur ekki einungis áhrif á upplifun ykkar í íbúðinni, heldur hefur dagsljósið einnig áhrif á heilsu ykkar. Svo ekki sé talað um rafmagns- sparnaðinn sem hlýst af því að sleppa að nota raflýsingu helming ársins. Verum meðvituð. Ekki kaupa köttinn í sekknum!“ Fleiri sérfræðingar hafa bent á mikilvægi dagsbirtu í hönnun og skipulagi. Ekki síst þarf að hafa í huga að sólar njóti þar sem fólk dvelur hvað mest í húsum sínum, þ.e. í stofu og eldhúsi. Sama gildir um göngugötur. Alltof mörg mistök hafa verið gerð er þetta varðar og má sem dæmi nefna Hafnar- torg í Reykjavík þar sem fólk vill ekki vera vegna hárra bygginga sem varna sólarljósinu. Svæðið verður gráleitt og dimmt og fólk vill vera sólarmegin. Í Grundarfirði sést ekki til sólar frá byrjun nóvember og þar til langt er liðið á janúar. Að sumrinu er sólsetrið hins vegar víðfrægt og ljósmyndarar kappkosta að mynda þá upplifun. í íslensku er til aldagamalt orðalag um sólarlagið og sagt er að sólin gangi (eða hnígi) til viðar. Einhver kann að spyrja: hver var þessi Viðar? En orðið er jú skrifað með litlum staf og á við um skóginn sem var hér við landnám, þangað hvarf sólin að kvöldi. Bíðum þolinmóð, það er ekki svo langt í vetrarsólhvörf. Þá snýr norðurpóll jarðar hvað lengst frá sólinni og dagurinn er stystur. En svo fer að birta. Guðrún Jónsdóttir Enginn háls- nef og eyrnalæknir hefur sinnt þjónustu á Heil- brigðisstofnun Vesturlands síðan í ágúst en þá fór læknirinn sem sinnti því starfi í veikindaleyfi. Um tímabundið ástand er að ræða en ekki hefur tíðkast hjá stofn- uninni að ráða inn afleysingu í slíkum tilfellum. Fólki sem liggur á að komast að hjá slíkum sér- lækni er bent á að leita annað, t.d. á einkastofur í Reykjavík, en víðast hvar er langur biðtími. Þetta segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, for- stjóri HVE, í samtali við Skessu- horn. Einungis hefur verið einn háls-nef og eyrnalæknir á HVE um árabil, með starfsstöð á Akra- nesi, en hann hefur sinnt þjón- ustu á flestum starfsstöðvum stofn- unarinnar með reglulegum heim- sóknum þangað. Aðspurð segir Jóhanna Fjóla að þótt biðtími eftir tíma hjá háls-nef og eyrnalæknum sé langur hafi HVE hingað til ekki séð ástæðu til þess að ráða í annað stöðugildi. gbþ Tveir fulltrúar frá Skíðasvæði Snæ- fellsness fóru á dögunum í ferð til Þýskalands til að skoða snjó- troðara fyrir svæðið. Mikil þörf er á að eiga slíkt tæki þegar snjórinn kemur loksins enda gjörbreytir það aðstæðum í fjallinu að geta troðið brautir fyrir skíðaiðkendur. Síð- ustu misseri hefur verið treyst á snjótroðara í annara eigu en nú er svo komið að sá troðari var seldur úr bæjarfélaginu og því ekki hægt að treysta á það. Þeir Guðmundur Pálsson og Hjalti Allan Sverris- son lögðu því land undir fót og héldu til Þýskalands þar sem þeir fundu slíkt tæki til kaups. Strax var hafin söfnun hjá félaginu til að fjármagna kaupin og náðist að greiða inn á nýjan snjótroðara og staðfesta kaupin. Stjórn Guð- mundar Runólfssonar hf ákvað á dögunum að færa Skíðasvæði Snæ- fellsness 3.600.000 krónur í styrk upp í kaupin en gjöfin er til minn- ingar um Ingibjörgu S. Kristjáns- dóttur en í ár eru eitt hundrað ár frá fæðingu hennar. Enn vantar þó fjármagn til að klára kaupin og er félagið því að biðla til vel- unnara að leggja hönd á plóg því margt smátt gerir eitt stórt. Hægt er að leggja inn á reikning númer 0321-13-110106 undir kennitölu 6301892689 ef menn vilja styrkja þessa miklu búbót fyrir skíða- svæðið. tfk Eykt ehf. hefur lýst yfir vilja til að taka að sér verk er varðar undir- búning að uppbyggingu Íþrótta- miðstöðvar í Búðardal. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, og Páll Daníel Sig- urðsson framkvæmdastjóri Eyktar undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis föstudaginn 14. október. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dalabyggðar. Í vor fór fram alútboð á verkinu og hefur Eykt lýst yfir vilja til að taka það að sér á grunni þess, en þó þurfi að skoða ákveðin atriði betur er lúti m.a. að hönnun- og kostnaðar þáttum áður en til verk- samnings kemur. Markmið viljayfirlýsingarinnar er að gera verksamning um verkið á grunni alútboðsins frá því í vor en engin viðbrögð fengust við því þá. Samkomulagið sem undir- ritað var síðasta föstudag felur í sér að Eykt taki að sér frekari rýni á hönnunar- og kostnaðar- þáttum verksins og taki sér tíma í það fram til 30. desember n.k. Þá verður tíminn fram að áramótum einnig nýttur í viðræður um verk- samning og segir í tilkynningu frá Dalabyggð að sveitarfélagið vonist til að sú vinna leiði til þess að fram- kvæmdir við íþróttamiðstöðina geti hafist snemma á næsta ári, 2023. gbþ Viljayfirlýsing um íþróttamiðstöð í Búðardal undirrituð Fyrirhuguð íþróttamiðstöð í Búðardal. Grafík. dalir.is Björn Bjarki Þorsteinsson og Páll Daníel Sigurðsson handsala hér viljayfirlýsinguna. Engin háls­ nef og eyrna læknaþjónusta hjá HVE sem stendur Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Ljósm. gj Nýr snjótroðari á leið til Grundarfjarðar Hjalti Allan Sverrisson situr undir stýri á umræddum snjótroðara í Þýskalandi. Beltin og plógurinn af troðaranum. Mynd frá Skíðasvæði Snæfellsness sem tekin var í febrúar síðastliðnum. Skíðaráð Snæfellsness veitir veglegum styrk frá Guðmundi Runólfssyni hf viðtöku í glæsilegu anddyri fyrirtækisins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.