Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 5 Bíóhöllin á Akranesi fagnar á árinu 80 ára afmæli en árið 1942 fékk Akraneskaupstaður húsið að gjöf frá útgerðarmanninum Har- aldi Böðvars syni. Athafnamaður- inn Ísólfur Haraldsson hefur verið rekstraraðili Bíóhallarinnar frá árinu 2001 og blaðamaður Skessu- horns settist niður með honum í rauðu sæti í Bíóhöllinni á dögunum. Ísólfur segir að þegar hann horfi til baka sé þetta búinn að vera ansi við- burðaríkur og skemmtilegur tími. Snýst um að hafa líf í húsinu „Í upphafi reyndum við að búa til tónleikahefð og á þeim tíma var hún í raun og veru ekki til staðar á Íslandi. Þetta snýst enn og hefur alltaf snúist um að búa til eitthvað inn í húsið, að hafa líf í húsinu. Í hruninu 2008 þá fórum við að reyna að búa sem mest til inn í húsið því þá var fólk mikið að sækjast eftir afþreyingu. Hugarfarið breyttist hjá fólki og það fór að mæta vel á flesta viðburði. Í kringum 70 ára afmælið árið 2012 settum við upp leiksýningar, tónleika og margt annað. Þetta var stöðug keyrsla þar sem alls konar viðburðir voru í gangi með góðri mætingu þangað til við vorum búnir að keyra nánast í gegnum allan markaðinn. Halda sömu tónleikana aftur og aftur og þá fann maður að kvótinn sem við höfðum var farinn að minnka og þá fórum við meira yfir í bíósýn- ingar með kaupum á nýjum sýn- ingarbúnaði. Svo fer þetta mikið eftir því hvað er í boði á hverjum tíma. Í kringum covid var þetta fram og til baka. Oftast hefur þetta verið þannig að þegar við finnum að fólkið þarf á okkur að halda þá búum við eitthvað til fyrir það.“ Tengdamamma kemur að skúra Hvernig gengur reksturinn? „Þetta ár er búið að vera rosa erfitt, bíó- bransinn í heiminum hefur verið í rosalegri kreppu og það er til- gangslaust að vera með eitthvað í gangi ef það er engin eftirspurn eftir því. Þegar það er eitthvað bitastætt þá gengur þetta alveg upp. Afþreyingarheimurinn hefur breyst, sérstaklega upp úr covid. Streymisveitur hafa sótt í sig veðrið og bíóheimurinn þarf að laga sig að breyttum aðstæðum. Það er í okkar höndum að þróast í takt við tím- ann, það er alltaf verkefnið. Bíó- höllin er upphafið af því sem við tókum okkur síðar fyrir hendur. Þar lærðum við í raun grunninn af því sem við erum að gera í dag. Þegar maður kemur hérna inn í þetta hús til starfa þá er þetta einhvern veg- inn það skemmtilegasta sem ég geri. Hér var maður sem krakki, í kringum tónlistarkeppnirnar í FVA og leiksýningar sem hljóðmaður eða hvað það var. Ég set upp hverja einustu bíósýningu sjálfur og er í raun sá eini sem kann á og þekki búnaðinn. Tengdamamma kemur að skúra, krakkarnir hjálpa til í sjoppunni. Góðir vinir hallarinnar hjálpa einnig til við ýmist viðburða- hald. Alveg sama hvað við höfum gert þá endar maður alltaf hérna inni með eitthvað. Maður er alltaf að átta sig betur á því hversu mikla möguleika þetta hús hefur til að verða eitthvað ennþá stærra. Þetta hús er eitt það skemmtilegasta á landinu að koma í, setjast niður og horfa á tónleika. Það er búið að vera tiltölulega rólegt í nokkurn tíma núna en mig dreymir um það að taka síðasta dansinn hér í húsinu og setja þetta á hærra plan.“ Ísólfur segir varðandi fram- tíð hússins að næstu skref séu að betrumbæta húsið og leggja drög að skrefi tvö sem er að ljúka við framkvæmdir í húsinu. „Það besta sem við gætum gefið Bíóhöllinni í afmælisgjöf er að gefa henni sterka og öfluga framtíðarsýn því þetta hús býr til menningu í kringum sig, býr til tækniþekkingu og margt sem getur þróast með því. Hér hefur ýmislegt verið í gangi sem aflar fólki reynslu og þekkingu. Þetta fólk hefur síðan farið að vinna í leikhúsunum eða á sjónvarps- stöðvunum og skapað sér atvinnu í kringum áhugamálin.“ Mugison var með tónleika um þar síðustu helgi og Bubbi verður með sína árlegu Þorláksmessutón- leika í desember. Ísólfur segir að margt fleira sé í burðarliðnum sem verður tilkynnt á næstu dögum og vikum. Á næstu mánuðum munu stórmyndir verða sýndar þannig að það verður ýmislegt í boði og jafnt og þétt muni framboð sýninga aukast í vetur. Þurfum að halda áfram að efla húsið Það er mikil saga á bak við þetta hús. Hvernig sérðu fyrir þér næstu ár og ætlar þú að endurnýja samninginn þinn? „Ég hef verið óákveðinn í öll þessi skipti en húsið kallar alltaf aftur á mig. Við komum mjög ungir og sprækir inn á sínum tíma og rifum þetta upp. Við höfum farið upp og niður brekkuna í ansi mörg ár og erum alltaf að reyna að virkja sem flesta í kringum húsið. Þetta snýst bara um fólk, þetta er orðið erfiðara síðustu ár því við erum að keppa við það að ungir krakkar geta farið í þægilega vinnu og fengið ágætis mánaðarlaun. Þau eru kannski ekki alveg til í að vera hér og eyða tímanum að kvöldi til og um helgar að gera eitthvað sem þau fá lítið greitt fyrir. Ég og þeir sem eru í kringum þetta þurfum í raun og veru að finna út úr því hvernig við byggjum þetta hús aftur upp og hvert við ætlum að fara með það. Styrkja stöðu þess og horfa mikið stærra heldur en við höfum gert. Með þessa þekkingu sem við erum komnir með í dag þá vitum við alveg hvert við getum farið með það en þá þurfum við að hafa kaup- staðinn með okkur í því. Þau sem stýra bæjarmálunum mega eiga það að þau hafa sýnt þessu áhuga, þau hafa staðið þétt við bakið á okkur. Við þurfum að halda gæðum í hús- inu þannig að fólk vilji koma aftur og aftur og það sé þess virði að koma hingað inn. Svona hús er ekki á hverju strái, okkur þarf að þykja vænt um það og sjá til þess að það vaxi og dafni næstu árin og ára- tugina.“ segir Ísólfur að endingu. vaks „Við þurfum að gefa Bíóhöllinni sterka og öfluga framtíðarsýn“ Ísólfur Haraldsson rekstraraðili Bíóhallarinnar. Ljósm. vaks. Ísi og Mugison eftir tónleikana á dögunum en 20 ár voru þá liðin frá því hann hélt sína fyrstu tónleika í húsinu. Ljósm. aðsend. Sigurjón Bergsteinsson hefur starfað hjá Vinum Hallarinnar frá því hann var 14 ára. Ljósm. Mummi Lú. Bíóhöllin á Akranesi. Ljósm. vaks. Smiðjutorgi, Smiðjuvöllum 32 • www.dotari.is OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA KL. 11-19 HELGAR KL. 11-15 Verslum líka í heimabyggð Smiðjutorgi, Smiðjuvöllum 32 • www.dotari.is VELDU Á 990 KR/STK HREKKJAVAKAN ER BYRJUÐ HJÁ OKKUR Þú finnur alltaf eitthvað sniðugt í Dótarí!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.