Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 11 Alþjóðleg starfsemi í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi hefur skiljanlega verið í nokkurri lægð vegna heimsfaraldursins sl. tvö ár en er nú farin af stað af fullum krafti. Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari segir það nauðsyn- legt hverju ungmenni að kynnast öðrum þjóðum og fjölbreytilegri menningu. Alþjóðasamstarf í FVA sé öflugt og feli í sér samstarfs- verkefni á ýmsum sviðum skóla- starfs. „Það snýst bæði um að efla samstarf milli starfsfólks skóla víðs vegar um Evrópu og gera nem- endum okkar kleift að taka þátt í menntandi verkefnum, auka víð- sýni og lýðræðis- og borgaravit- und þeirra – en ekki síður að eign- ast vini og hafa gaman sem er ekki síður miklvægt.“ Hún bætir því við að Helena Valtýsdóttir sem er alþjóðafulltrúi skólans hafi annast erlent samstarf af mikilli elju. Erasmus aðild Alþjóðasamstarfið hefur verið nátengt umhverfisverkefnum en tækifærin eru vissulega á fleiri sviðum. FVA hefur nú fengið Erasmus+ aðild sem gildir til ársins 2027 og staðfestir sterka stöðu skólans í erlendu samstarfi. Aðildin þýðir að starfsfólk og nemendur taka þátt í verkefnum, komast á námskeið og í skiptinám með ein- faldri umsókn og losna við mikla skriffinnsku. Kennarar í nokkrum skólum í Evrópu hafa nú lýst yfir áhuga á að koma í heimsókn í skól- ann og einnig að bjóða fulltrúum hans í heimsókn. Þetta kemur m.a. í kjölfar þátttöku skólans á tengslaráðstefnum og samskipta gegnum eTwinning. Um er að ræða fimm kennara og hafa tveir verknámskennarar hjá okkur sýnt áhuga á verkefninu en mikilvægt er að skapa tengsl við iðngreinar og atvinnulíf erlendis. Verkefni í gangi Fyrirhugað var að ljúka sam- starfsverkefni sem heitir Green Schools for the Future á síðasta skóla- ári. Haustið 2021 fór alþjóðafull- trúi með fjórum nemendum í fyrstu nemendaferð þessa verkefnis. Í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita á þeim tíma var afráðið að halda áfram með verkefnið með netfundum við samstarfsþjóðirnar (Ísland, Ítalía og Kýpur). Lokafundur var svo haldinn í Aþenu í vor og fóru tveir kennarar og einn nemandi þangað. Nú er að vakna Nordplus verk- efnið Education Lighthouse, sem er unnið í samstarfi við Finnland og Litháen, en það lognaðist út af um hríð vegna COVID-19. Fimmtán manna hópur frá FVA fór til Finn- lands í tengslum við verkefnið en ekkert varð síðan af því að gestgjaf- arnir gætu endurgoldið heimsókn- ina. En nú er stefnt að því að ljúka þessu verkefni, en reyndar með öðrum nemendum en upphaflega. Í lok mánaðarins kemur því hópur nemenda frá þessum löndum til Akraness ásamt kennurum sínum og í janúar er ráðgert að nemendur og kennarar FVA fari til Litháen. Menning og mál Í vor var fyrsti fundur Be Green verkefnis í París sem alþjóðafulltrúi sótti fyrir hönd skólans. Samstarfs- löndin eru Frakkland, Búlagaría, Ítalía, Tyrkland og Grikkland. Fimm kennarar sóttu næsta fund á Krít sem var í júní og var yfir- skriftin „From Seed to Spoon“. Skoðuð var lífræn ræktun, hefð- bundin matargerð og þjóðgarðar. Helena alþjóðafulltrúi flutti erindi um umhverfismál á Íslandi, Akra- nesi og innan FVA. Núna eru Anna Bjarnadóttir og Ólöf H. Samúels- dóttir með þremur nemendum í Tyrklandi til að vinna áfram að verk efninu og kynna skólann. Markvisst er hvatt til endur- menntunar og starfsþróunar í FVA, m.a. í fréttabréfi skólans sem allir geta verið áskrifendur að. Hópur starfsfólks heimsótti á vordögum þrjá ólíka framhaldsskóla í Kaup- mannahöfn og var það skemmtileg ferð og góður innblástur. Forstöðu- maður bókasafns FVA sótti frábæra ráðstefnu í Helsinki í sumar. Þá er í boði að taka valáfanga í alþjóð- legu samstarfi nú á vorönn sem felur m.a. í sér ferðalög. Að lokum má nefna að vettvangsferðir hafa verið fastir liðir í valáföngum í FVA um árabil og hópur nemenda í valáfanga í þýsku dvaldi í Berlín á dögunum undir leiðsögn Kristínar L. Kötterheinrich sem þekkir þar hverja þúfu. „Nú er auðveldara en nokkru sinni að eiga samskipti við fólk án staðsetningar í gegnum netið. Engu að síður er mikilvægt að byggja einnig upp öflugan sam- starfsvettvang fyrir nemendur okkar og starfsfólk til að eiga sam- skipti í raunheimi og kynnast margvíslegri menningu, viðhorfum og tungumáli. Það er mikilvægt til að við getum tekist á við áskoranir framtíðar á farsælan hátt,” segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, skóla- meistari. gj Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2022. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is). Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2023 Vikuna 10.-14. október var opin vika í Tónlistarskólanum á Akra- nesi í tilefni 80 ára afmælis Akra- neskaupstaðar. Bauðst nemendum þá að kynnast nýjum hljóðfærum, mismunandi tónlistarstílum og miðlunarmöguleikum í hinum ýmsu smiðjum og fyrirlestrum. Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri segir opnar vikur mikilvægar fyrir nemendur því þar býðst þeim tæki- færi til að prófa sig áfram og kynn- ast hlutum sem alla jafna eru ekki partur af hefðbundnu námi. Í boði var m.a. hljóðvinnsla, rokkband, spurningakeppni, söngsmiðja og þjóðlagasveit en alls var boðið upp á 42 smiðjur eða fyrirlestra í vikunni sem kennarar skólans sáu um að kenna auk góðra gesta. Vinsælustu smiðjurnar voru trommuhringur, harmonikuball, tónlistarbingó og framkomufyrirlestur Halla Melló. sþ Opin vika í Tónlistarskólanum á Akranesi í síðustu viku Allir aldurshópar gátu notið sín í smiðjum sem hentuðu. Byggðarráð Dalabyggðar sam- þykkti á fundi sínum 11. október að breyta reglum um frístunda- styrk hjá sveitarfélaginu. Styrkur- inn nær nú einnig til félagsstarfs, námskeiða, íþrótta og annarra tóm- stunda sem ekki eru í boði. Þannig verður hægt að nýta styrkinn til að mynda þegar sótt eru námskeið á netinu eða farið á íþróttaæfingar í öðrum sveitarfélögum. Styrkurinn nær til barna í 1-10 bekk Auðarskóla og til þess að eiga rétt á styrknum þarf viðkom- andi barn að eiga lögheimili í Dala- byggð. Frístundastyrkurinn hefur síð- ustu ár numið 20.000 krónum á ári og allt að 10.000 krónur eru greiddar út á hvorri önn. Styrkur- inn á haustönn 2022 er hins vegar 10.000 krónum hærri en verið hefur og heildarstyrkurinn á þessu ári nemur því 30.000 krónum. Þetta viðbótarfjármagn er styrkur frá Stjórnarráði Íslands til að efla virkni og vellíðan barna og ung- menna. „Með þessari breytingu vonumst við til að ná til fleiri barna, þ.e. barna sem hafa hingað til ekki nýtt sér styrkinn en gera það von- andi núna,“ segir Skúli Hreinn Guðbjörnsson, formaður Byggðar- ráðs, í samtali við Skessuhorn. gbþ Breyta reglum um frístundastyrk Öflugt alþjóðlegt samstarf í FVA Anna og Ólöf kennarar í Tyrklandi með nemendum skólans. Á myndinni eru f.v. Ólöf H. Samúelsdóttir, Líf Ramundt Kristinsdóttir, Ísak Emil Sveinsson, Anna Katrín Guðráðsdóttir og Anna Bjarnadóttir. Ljósm. Aðsend. Nemendur FVA í Berlín. Ljósm. Aðsend. Kynning á Sögu laxveiða í Borgarfirði Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir kynningarfundi um verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði. Aðalbygging Landbúnaðarháskóla Íslands, Ásgarður. Hvenær? 27. október kl. 20:00. Í boði verða kaffiveitingar og áhugavert efni. Vonumst til að sjá sem flesta!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.