Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 20228 Nýr formaður Kvenna í Framsókn ALLT LANDIÐ: Laugar- daginn 15. október fór 20. landsþing Kvenna í Fram- sókn fram í Reykjavík. Ný framkvæmda- og landsstjórn var kosin á þinginu en Guð- veig Lind Eyglóardóttir frá Borgarnesi var kjörinn nýr formaður. Hún tekur við sæti Lindu Hrannar Þórisdóttir sem sinnt hefur embætti for- manns síðastliðin ár. -sþ Blóðbankabíll­ inn á ferðinni Bíll blóðbankans var á Akranesi þriðjudaginn 18. október en næst mun hann vera í Borgarnesi 1. nóvem- ber á bílaplani N1. Blóð- bankabíllinn mætir klukkan 10 á svæðið og hefst handa við að safna rauðum dropum úr gjöfulum gestum. -sþ Tók í húna á sveitabæ SNÆFELLSNES: Síðasta þriðjudagsmorgun í liðinni viku var tilkynnt um aðila sem sást í öryggismyndavél á sveitabæ þar sem hann var að taka í húna á útihúsum og reyna að komast inn. Við- komandi sá síðan mynda- vélina, gaf henni puttann og sýndi vandlætingu sína með skýrum hætti. Málið er í skoðun en ekki er vitað hver var á ferðinni. -vaks Ók aftan á kerru HVALFJ.SV: Síðasta fimmtudag var tilkynnt um umferðaróhapp á Vestur- landsvegi undir Hafnarfjalli. Þar hafði bifreið með eftir- vagn verið að hægja á sér og gefið stefnuljós inn í sumar- bústaðahverfi þegar bíll af minni gerðinni keyrði aftan á kerruna af miklu afli. Bíll- inn var óökuhæfur eftir áreksturinn og var fluttur með dráttarbíl af vettvangi. Ökumaður smábílsins var fluttur með sjúkrabifreið á HVE í Borgarnesi til nánari skoðunar. -vaks Kviknaði í þaki BORGARFJ: Síðasta laugardag um kvöldmatar- leytið var tilkynnt um eld í þaki á íbúðarhúsi í Skorra- dal. Slökkviliðið kom á stað- inn og slökkti eldinn. Tölu- verðar skemmdir urðu á húsinu en talið er að kvikn- aði hafi út frá kamínu. Íbúi í húsinu var fluttur á HVE í Borgarnesi vegna hugsan- legrar reykeitrunar og þá hlaut hann áverka á hendi. Eftir að slökkvistarfi var lokið var húsinu lokað og innsiglað. Málið er í rann- sókn. Aflatölur fyrir Vesturland 8. – 14. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildar- löndun: 7.839 kg. Mestur afli: Ísak AK: 6.711 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 9.274 kg. Mestur afli: Særif SH: 9.274 kg í einni löndun. Grundarfjörður: 15 bátar. Heildarlöndun: 677.336 kg. Mestur afli: Viðey RE: 159.038 kg í einum róðri. Ólafsvík: 13 bátur. Heildar- löndun: 216.049 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvars SH: 47.569 kg í þremur róðrum. Rif: 13 bátar. Heildar- löndun: 368.847 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 97.865 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 15.459 kg. Mestur afli: Bára SH: 11.032 kg í fimm löndunum. 1. Viðey RE – GRU: 159.038 kg. 9. október. 2. Tjaldur SH – RIF: 97.865 kg. 9. október. 3. Örvar SH – RIF: 76.918 kg. 11. október. 4. Áskell ÞH – GRU: 74.058 kg. 11. október. 5. Rifsnes SH – RIF: 96.378 kg. 9. október. Ábúendur í Ásgarði í Hvammsveit í Dölum urðu fyrir tjóni á varma- dælu á búi sínu 10. desember 2019. Þann dag var mikið óveður og raf- magnstruflanir víða miklar. Tjónið má rekja til þessara truflana, þar sem spenna fór út fyrir +/- 10% vikmörk. Enginn tekur ábyrgð á tjóninu. Orkustofnun ákvarðaði að Rarik væri bótaskylt en Rarik kærði þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar raforkumála. Hún úrskurðaði í málinu (nr 14/2021) 6. október s.l. Þar var ákvörðun Orkustofnunar fellt úr gildi. Enginn er því bóta- skyldur í málinu og sitja ábúendur í Ásgarði uppi með allan kostnað sem því fylgdi. Varmadæla skemmdist í óveðri í desember 2019 Í óveðrinu margrómaða sem gekk yfir landið í desember 2019 urðu víða rafmagnstruflanir og raf- magnsleysi varði sums staðar í langan tíma. Hjá íbúum í Hvamms- sveit sem tengdir eru Saurbæjarlínu var rafmagnslaust samfleytt frá kl 23:05 þann 10. desember til kl. 18:30 þann 11. desember og áður en algjört rafmagnsleysi varð voru töluverðar truflanir á rafmagn- inu sem sló títt út og svo aftur inn. Ásgarður er tengdur Saurbæj- arlínu, en tengist dreifikerfi Rarik frá afhendingarstað Landsnets í Glerár skógum. Tjónið varð 10. des- ember 2019 og tilkynnti Eyjólfur Ingvi Bjarnason bóndi í Ásgarði það til Rarik 13. desember. Hann metur sem svo að þetta hafi gerst vegna truflunar á spennugæðum auk þess sem rafmagni hafi slegið út að hluta í íbúðarhúsi. Sjálfvirk veðurathugunarstöð er í Ásgarði og skráði hún rafmagnsleysi frá kl. 17:20 til 18:10, þann 10. desember 2019. Telur Eyjólfur því að tjónið hafi orðið innan þeirra tímamarka. Rarik og Landsnet hafna bótaskyldu Svar Rarik barst til Eyjólfs 24. febr- úar 2020. Þar segir að rekja megi tjónið til spennusveiflna í flutnings- kerfi Landsnets á umræddum degi. Ennfremur er tekið fram að mæl- ingar spennu sýni að engin truflun hafi verið í dreifikerfi Rarik á upp- gefnum tjónstíma en spennusveiflu hafi hins vegar orðið vart á þeim tíma og hafi borist inn á dreifikerfi Rarik frá flutningskerfi Landsnets. Vegna þessa vísaði Rarik kvörtun- inni áfram til Landsnets og vísaði til þess að ef um bótaábyrgð væri að ræða lægi hún hjá þeim. Lands- net hafnaði svo bótaskyldu. „Það að Rarik hafi vísað kvörtuninni áfram til Landsnets fannst mér strax furðulegt af því ég er ekki í neinu viðskiptasambandi við Lands- net. Ég er í viðskiptasambandi við Rarik en þeir hafa núna í að verða þrjú ár reynt að finna leiðir til að rökstyðja að þeim beri ekki að bæta tjónið. Þeir eiga bara að hafa þannig búnað að ef þeir geta ekki tryggt rétta spennu á rafmagninu á dreifikerfið bara að slá út. Sérstak- lega núna, því nú er inni á heim- ilum fólks fjöldinn allur af dýrum raftækjum sem þola ekki spennu- breytingar,“ segir Eyjólfur í samtali við Skessuhorn. Orkustofnun ákvarðar að Rarik sé bótaskylt Í framhaldinu var Eyjólfi bent á að hann gæti sent inn kvörtun til Orkustofnunar og gerði hann það 13. janúar 2021. Hún starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt tilheyrandi lögum og reglugerð. Hlutverk hennar er margþætt og felst m.a. í því að annast eftirlit með framkvæmd raforkulaga, sérstak- lega sérleyfishluta þeirra og flutn- ingi og dreifingu raforku. Orku- stofnun tók málið til skoðunar og ákvarðaði 16. nóvember 2021, á grundvelli raforkulaga, að Rarik bæri að bæta tjónið á varmadælunni þar sem rekja mætti það til umtals- verðra rafmagnstruflana 10. des- ember 2019 þegar spenna fór út fyrir +/- 10% vikmörk. Rarik kærir ákvörðun Orkustofnunar Rarik kærði ofangreinda ákvörðun 15. desember 2021 og rökstuddi mál sitt m.a. með því að vísa í raforkulög. Þar er kveðið á um greiðslu bóta flutningsfyrirtækja til dreifiveitna annars vegar (6.tl. 3. mgr. 9. gr) og hins vegar greiðslu bóta dreifiveitna til notenda (8. tl. 3. mgr. 16. gr.) sem verði fyrir langvarandi skerðingu á raforkuaf- hendingu. Hvað varðar þann lið sem snýr að flutningsfyrirtækjum er „um að ræða heimildarákvæði um bætur til dreifiveitna vegna skerðingar á raforkuafhendingu í þeim tilvikum þegar um langvar- andi skerðingu sé að ræða, þó þannig að skerðing af völdum fár- viðris eða náttúruhamfara verði undanskilin.“ Með langvarandi skerðingu er átt við að hún nemi meira er 12 klukkustundum. Fordæmisgefandi úrskurður í sambærilegu máli Þann 17. desember 2021 var kæran send Orkustofnun til athugasemda og fékk Úrskurðarnefnd umsögn hennar í hendur 23. maí 2022. Þar telur stofnunin rétt að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi. Það sé vegna þess að í millitíðinni, 11. mars 2022, hafði Úrskurðarnefnd kveðið upp úrskurð nr. 7/2021 er varðaði tjón á prentara þegar raf- magn fór af vegna óveðurs. Var það mat nefndarinnar í því máli að rafmagnsleysið hefði orðið til vegna óviðráðanlegra og ófyrir- séðra ástæðna. Tjónið gæti því ekki fallið undir bótaskylt atvik skv. raf- orkulögum. Telur Orkustofnun að umræddur úrskurður nefndarinnar sé fordæmisgefandi varðandi túlkun á bótaskyldu flutningsfyrirtækis eða dreifiveitna þegar tjón verði sem rekja megi til fárviðris. Því beri að túlka umrædd ákvæði (6. tl. 3. mgr. 9. gr og 8. tl. 3. mgr. 16. gr) á þá leið að tjón vegna fárviðris eða náttúru- hamfara sé undanskilið bóta ábyrgð. Úrskurðarnefnd úrskurðaði því hina kærðu ákvörðun ógilda, Rarik sé ekki bótaskylt gagnvart ábú- endum í Ásgarði. Fárviðri og vonskuveður dregið út fyrir sviga Í umræddu tilfelli var það varma- dæla sem skemmdist og hafa ábú- endur lagt út kostnað vegna varahluta og vinnu við viðgerðir á henni. „Við erum með allar þær tryggingar sem við getum haft og það svar sem við fáum frá okkar vátryggingafélagi er að það er engin trygging sem dekkar þetta tjón og viðlíka tjón,“ segir Eyjólfur. Fárviðri og vonskuveður virðist því alltaf vera dregið út fyrir sviga. „Þetta horfir þannig við mér að raf- magnsleysið og truflanirnar eru ekki út af óveðrinu heldur af því að dreifikerfið er ekki nógu gott. Þegar þú verslar við dreifiveitu setur þú það traust á hana að hún komi til þín rafmagni í réttum gæðum, eða réttri spennu. Í desember 2019 fann maður alveg fyrir því hvað spennan var mismunandi, ljósin fóru alveg niður eins og það væri myrkur og fóru svo bara aftur upp, án þess að rafmagnið slægi út,“ segir Eyjólfur. Aðspurður segist hann vera hættur að leita leiða til að fá tjónið bætt en ítrekar að bæta þurfi lagaumhverfi raforkumála á þann veg að skýrt sé hver beri ábyrgð. Á Íslandi verði válynd veður reglulega og veður líkt og það sem gerði í desember 2019 muni verða aftur. „Það er bara mjög líklegt að þetta gerist aftur, að það verði tjón hvort sem er hjá mér eða öðrum af völdum þess að spenna fari út fyrir vikmörk og raf- tækin bara þola það ekki. Ég ítreka bara aftur að dreifiveitur eigi að hafa þannig búnað að ef þeir geta ekki tryggt rétta spennu á rafmagn- inu slái dreifikerfið út. Það getur komið í veg fyrir mörg tjón.“ segir Eyjólfur að lokum. gj Tjón vegna rafmagnstruflana er ekki bótaskylt Rafmagnslínur. Úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.