Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 13 BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16 Fyrsti viðburður Krabbameins- félags Akraness og nágrennis í Bleikum október var haldinn síð- asta miðvikudagskvöld. Þá var gengið frá Krónuplaninu niður að Akratorgi og boðið upp á léttar veitingar í Landsbankahúsinu þar sem starfsemi félagsins var meðal annars kynnt. Að lokum var Slaufu- beri ársins 2022 kynntur og það var að þessu sinni Tinna Grímars- dóttir. Var henni þakkað fyrir allt það óeigingjarna starf sem hún innir af hendi bæði fyrir félagið og aðra í samfélaginu. vaks Tinna Grímarsdóttir. Ljósm af FB síðu Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis. Tinna Grímarsdóttir Slaufuberi ársins 2022 Leikskólinn Garðasel á Akranesi tók þátt í bleika deginum s.l. föstudag. Börnin á Vík, sem er elsta deild leikskólans, bjuggu til bleikar slaufur úr pípuhreinsi og perlum. Guðríður Sigurjónsdóttir deildarstjóri á Vík sendi Skessuhorni mynd af slaufunum en hún segir að skemmtilegar umræð- ur hafi skapast þegar krakkarnir sátu að föndrinu. Þá hafi meðal annars verið rætt um hverju sé verið að vekja athygli á með átaki bleika dagsins og bleiku slaufunnar en hún er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. gbþ Föndra bleikar slaufur Í tilefni af bleika deginum síðasta föstudag tóku leikskólabörn víða af Vesturlandi þátt og klæddust bleiku í tilefni dagsins. Skessuhorn fékk sendar nokkrar myndir sem sýna stemningu dagsins að einhverju leyti. vaks/Ljósm. aðsendar Bleikt þema í leikskólum á Vesturlandi Flott hópmynd frá Teigaseli á Akranesi. Krakkarnir á Músadeildinni á Sólvöllum í Grundarfirði voru spennt fyrir deginum. Yngstu nemendurnir á Lóni á Garðaseli á Akranesi voru með á nótunum. Gluggarnir á Klettaborg í Borgarnesi voru fallega skreyttir í tilefni dagsins. Kaffistofan í leikskólanum í Stykkishólmi var með bleikt þema þennan dag. STYRKIR TIL GREIÐSLU FASTEIGNASKATTS 2022 Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála. Sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2022. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is. Akranes.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.