Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 7 Lönd Akraneskaupstaðar og Hval- fjarðarsveitar liggja saman þar sem mörk voru áður við Innri-Akranes- hrepp. Fyrir nokkrum mánuðum var jörðin Akrakot auglýst til sölu, en hún er staðsett Hval- fjarðarsveitar megin, nokkuð innan við markalínuna milli sveitarfé- laganna. Nú hefur Akraneskaup- staður fest kaup á jörðinni og óskað eftir samkomulagi við Hvalfjarðar- sveit um færslu sveitarfélagamark- anna, svo og viðræðum um kaup eða makaskipti á landi í eigu Hval- fjarðarsveitar. Samningurinn um kaupin á Akrakoti er með ákveðnum fyrir- vörum m.a. um að samþykki Hvalfjarðarsveitar fáist fyrir því að sveitarfélagamörk á milli Akraneskaupstaðar og Hval- fjarðarsveitar verði breytt með þeim hætti að land jarðarinnar falli innan sveitarfélagamarka Akraness þ.e. allt landsvæði ofan við býlin Ásfell og Fögrubrekku. Akraneskaupstaður sendir tvö erindi á fimmtudag til Hval- fjarðarsveitar, annars vegar er þess góðfúslega farið á leit við sveitarfé- lagið að það taki upp viðræður við Akraneskaupstað um breytingu á sveitarfélagamörkum. Hins vegar er beiðni um viðræður um kaup eða makaskipti á landi af Hvalfjarðar- sveit til tengingar inn á hið selda landssvæði. Ef áætlanir Akraneskaupstaðar ganga upp er fyrirhuguð íbúabyggð á landinu. Yrðu það sérbýli, þ.e. einbýlishús og par-/raðhús, þ.e. lágreist byggð 1-3 hæðir. Kaupin eru ætluð til að tryggja um 40% hlutfall sérbýla í bæjarfélaginu. Með þessu vill bæjarstjórn tryggja framþróun Akraness til langs tíma í góðri sátt við Hvalfjarðarsveit. Í tilkynningu segir að í þessu felist tækifæri til áframhaldandi góðs samstarfs sveitarfélaganna sem og hagræði fyrir bæði sveitarfélögin til hagsbóta fyrir íbúa, m.a. með veg- tengingum o.fl. Ef fallist verður á sölu eða makaskipti munu sveitar- félagamörk breytast til samræmis.‘‘ Eftir að málið var kynnt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar hefur sveitarfé- lagið óskað eftir formlegu erindi og boðið til framhaldsfundar þar sem Akraneskaupstað er gefið tækifæri til að kynna erindi sitt nánar. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstóri á Akranesi segir sveitarfélögin tvö hafa átt í góðu samstarfi á ýmsum sviðum gegnum tíðina. „Akranes og Hvalfjarðarsveit hafa um árabil átt í góðu samstarfi um rekstur slökkvi- liðs, tónlistarskóla, byggðasafns, hjúkrunarheimilis og þróunarfélags á Grundartanga. Okkur hefur tek- ist að finna sameiginlegar lausnir til að bæði sveitarfélög dafni í nábýli við hvort annað. Dæmi um það er að við styðjum við mikilvæga þróun atvinnusvæðisins á Grundartanga og eru á annað hundrað íþrótta- iðkenda úr Hvalfjarðarsveit að nýta þau íþróttamannvirki sem hér eru. Nýverið náðum við að leysa samb- ærilegt mál er við færðum sveitar- félagamörk um 100 hektara lands norðanvert við Berjadalsá, en þar fyrirhugar Akranes uppbyggingu á atvinnustarfsemi.“ Hann tekur einnig fram að ríkis- stjórnin vinni að því af kappi að tryggja stöðugleika á húsnæðis- markaði þar sem framboðsskortur hefur verið ríkjandi og húsnæðis- verð hefur hækkað hratt. „Ég er sannfærður um að bæði sveitar- félög ætli að leggja sitt af mörkum í að mæta markmiðum ríkis um 35 þúsund íbúða fjölgun á næstu 10 árum. Akranes er með töluverðan fjölda lóða fyrir fjölbýlishús sem eru að koma inn á næstu misserum t.d. á Sementsreit, Dalbrautarreit og á þéttingarreitum og er þessu nýja landi ætlað að vera mótvægi og mæta þörf fyrir uppbyggingu sér- býla. Staðsetning þess hentar svo einstaklega vel fyrir slíka byggð og er líkleg til að geta mætt okkar þörfum næsta áratuginn og jafnvel áratugina.“ segir Sævar. Skessuhorn hafði einnig samband við Lindu Björk Pálsdóttur sveitar- stjóra Hvalfjarðarsveitar út af mál- inu. „Hvalfjarðarsveit hefur mót- tekið erindi Akraneskaupstaðar og munu þau í kjölfarið fara í formlega málsmeðferð hjá sveitarfélaginu,“ segir Linda. „Þau verða lögð fram á næsta sveitarstjórnarfundi þann 26. október nk. og væntan- lega vísað áfram til umfjöllunar í nefndum, bæði mannvirkja- og framkvæmdanefnd auk umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd. Fulltrúum Akraneskaupstaðar hefur nú þegar verið boðið á fund þann 25. október nk., með fulltrúum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og beggja nefnd- anna, til þess að kynna erindi sín nánar áður en þau verða tekin til málsmeðferðar og afgreiðslu hjá Hvalfjarðarsveit.“ Mál sem þetta hafa áður komið inn á borð sveitarfélaga í grennd við ört vaxandi byggð. Má þar nefna erindi Árborgar til Flóahrepps fyrir nokkru, þar sem þess var farið á leit að eignarlönd þess austan við Sel- foss féllu undir Árborg. Samþykkt var með öllum atkvæðum sveitar- stjórnar Flóahrepps að segja nei við erindinu svo og erindi Árborgar um tilfærslu sveitarfélagamarka. Jafn- framt tók sveitarstjórn Flóahrepps fram að hún teldi samstarf sveitar- félagana hafa verið gott á undan- förnum árum og vonaðist til að svo yrði áfram. Þessu til viðbótar mætti nefna deilur Hveragerðis- bæjar og Ölfuss, þar sem síðar- nefnda sveitarfélagið neitaði til- færslu sveitarfélagamarka og ákvað að hækka kostnaðarþáttöku Ölfuss í sameigin legum verkefnum. Hafa ber þó í huga að aðstæður á Suður- landi eru nokkuð annars eðlis því ofangreind sveitarfélög hafa ekki átt í viðlíka víðtæku samstarfi og Akra- neskaupstaður og Hvalfjarðarsveit. gj Akraneskaupstaður óskar eftir að kaupa land af Hvalfjarðarsveit — færsla sveitarfélagamarka Sjammi ehf auglýsir eftir vönum smiðum og byggingarmönnum til starfa sem fyrst. Mjög góð verkefnastaða og spennandi verkefni framundan. Umsóknir sendist á heimir@sjammi.is Nánari upplýsingar veitir Heimir Einarsson, sími 6918597 Akrakot, séð frá þjóðvegi niður að sjó. Landið fyrir ofan Ásfell. Sjá má að byggðin á Akranesi sé alveg komin að mörkum sveitarfélaganna tveggja. Land jarðarinnar Kross í Hvalfjarðarsveit er í mikilli uppbyggingu. Skýringarmynd af vef Akraneskaup- staðar. Óskað er eftir að færsla sveitar- félagamarkanna nái einungis til hluta þess lands sem keypt er og er rauðlitað á myndinni auk bláa svæðisins sem er aðkomusvæðið sem fyrirhugað er að byggingalandinu, en ekki til svæðis sem merkt er grænlitað. Mörk Hvalfjarðarsveitar við Krosslandshverfið, um leið og ekið er út úr Akranesi að sunnanverðu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.