Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022 15
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í verkið: Flatahverfi Hvanneyri 2022.
Verlok eru 15. júní 2023.
Áfanga 1 skal lokið 30. apríl 2023 og áfanga 2 (yfirborðsfrágangur) skal
lokið 15. júní 2023.
ÚTBOÐ
Verkið felur í sér gerð á nýjum götum í Flatahverfi á Hvanneyri, Þrastarflöt,
Ugluflöt og Hrafnaflöt. Einnig felur verkið í sér yfirborðsfrágang á
Rjúpuflöt og Arnarflöt innan sama hverfis þar sem nú þegar er búið að
jarðvegsskipta og leggja veitulagnir.
Verktaki skal jarðvegsskipta götustæðum samkvæmt kennisniðum og
leggja styrktarlag, burðalag og malbika götur og gangstíga ásamt því að
steypa kantsteina. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu,
hitaveitu, reisa ljósastaura, leggja ljósastaurastreng og ýmist leggja eða
aðstoða við lagningu annara veitulagna.
Helstu magntölur eru að finna á heimasíðu Borgarbyggðar,
www.borgarbyggd.is.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með 13. október 2022.
Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Orra
Jónsson hjá Eflu Vesturlandi með tölvupósti á netfangið orri.jons@efla.is
og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið
útboðsgögn send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Borgarbyggðar, Digranesgötu 2,
310 Borgarnesi fyrir kl. 10:00 föstudaginn 28. október 2022, en þá verða
þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Skallagrímur úr Borgarnesi
hóf tímabilið í 1. deild karla í
körfuknattleik síðustu vikuna í
september og hefur farið ágæt-
lega af stað á þessu tímabili. Þjálf-
ari liðsins er Atli Aðalsteinsson og
aðstoðarmaður hans er Hafþór Ingi
Gunnarsson. Blaðamaður Skessu-
horns heyrði í Atla í síðustu viku og
spurði hann aðeins út í framhaldið.
Nú enduðuð þið í sjöunda sæti
á síðasta tímabili og voruð aldrei
nálægt því að komast í úrslitakeppn-
ina. Hver var skýringin á þessu
slaka gengi? „Síðasta tímabil var
mjög erfitt fyrir margar sakir. Við
vorum með flottan hóp þegar allir
voru heilir en það var hins vegar
ekki nógu langt tímabil sem það
náði að haldast þannig. Við áttum í
stökustu vandræðum með að halda
almennilegar æfingar svo vikum
skipti og þá er útkoman yfirleitt
svona, stundum gott og stundum
alls ekki gott. Æfingar endurspegla
spilamennsku og ef lið ná ekki
almennilegum takti í æfingar þá er
gengið alltaf mjög brothætt. Við
lærðum samt mikið og leikmenn í
hópnum öðluðust reynslu sem þeir
munu taka með sér inn í komandi
leiktíðir. Því erum við þakklátir á
sama tíma og við erum auðvitað
hundsvekktir með hvernig gekk.“
Hópurinn sterkari
en í fyrra
Hefur leikmannahópurinn eitt-
hvað breyst frá síðasta tímabili og
er hann sterkari en í fyrra? „Leik-
mannahópurinn hefur breyst tölu-
vert frá síðasta tímabili en sjálf
hugmyndafræðin á bak við upp-
byggingu hans ekki. Við erum að
endurheimta leikmenn aftur eftir
mislanga fjarveru. Björgvin Haf-
þór Ríkharðsson er kominn aftur
eftir veru í úrvalsdeildarliðum
Tindastóls og Grindavíkur, Ragnar
Magni Sigurjónsson sem hefur
verið með Selfossi og Hamar í 1.
deildinni og Almar Orri Kristins-
son eftir nokkur ár í yngri flokka
starfi Stjörnunnar. Ólafur Þorri hélt
utan til náms en aðrir eru áfram frá
því sem var í fyrra. Við teflum fram
tveimur erlendum leikmönnum,
þeim Keith Jordan Jr. og Jason
Ricketts. Þeir eru hugsaðir sem
uppfylling og stuðningur við liðið
á þeim sviðum sem við höfum bara
alls ekki fundið einstaklinga í á stór
Borgarfjarðarsvæðinu. Ef við náum
að mynda góðan takt í æfingum og
menn haldast þokkalega heilir þá
myndi ég telja að hópurinn væri
ívið sterkari en í fyrra en þó mjög
breyttur þannig að það er erfitt að
bera það saman.“
Brennum fyrir
klúbbinn okkar
Nú er þetta þitt þriðja ár sem
þjálfari liðsins. Hverjar eru þínar
aðaláherslur og hvernig finnst þér
hafa gengið síðan þú tókst við?
„Við Hafþór höfum verið saman
með liðið síðastliðin þrjú ár og það
hefur gengið á ýmsu. Við eigum
það sameiginlegt báðir tveir að
við brennum fyrir klúbbinn okkar
og viljum gefa okkar leikmönnum
tækifæri á að bæta leik sinn og öðl-
ast reynslu sé til staðar áhugi og
dugnaður hjá viðkomandi. Við
höfum verið með puttana í ýmsum
málum utan vallar sem við kemur
aðbúnaði liðsins og menningunni
almennt í kringum körfuboltann í
Borgarnesi og mér finnst við hafa
náð árangri á þeim sviðum. Þegar
horft er á starf þjálfara í 1. deild
karla á Íslandi frá minni bæjarfé-
lögum úti á landi þá finnst mér það
helvíti hart ef menn horfa bara í
úrslit leikja á hverjum föstudegi en
líta fram hjá því starfi sem unnið er
alla daga í klúbbnum. Við erum að
sjálfsögðu keppnismenn og viljum
alltaf vinna. En það er á sama tíma
mikilvægt að við gerum það rétt,
að við séum ekki að spenna bog-
ann í botn og kaupa okkur hér
lið sem svo fer eins og lauf í vindi
þegar tímabilinu lýkur. Við höfum
metnað fyrir því að gera deildina
okkar sjálfbæra og hafa þá alltaf
ákveðinn grunn af heimamönnum.
En til þess þurfa þeir rými til þess
að þroskast og spila alvöru mínútur
og við erum tilbúnir að gefa þeim
það. Við munum halda áfram þar
til við verðum hreinlega beðnir um
annað. Það er okkar einlæga ósk að
við skiljum eftir okkur góðar mann-
eskjur og frambærilega körfubolta-
menn og á sama tíma sigurvegara
sem hafa unnið fyrir hlutunum og
komist þannig langt.“
Varðandi stuðninginn við liðið
segir Atli að áhuginn fyrir liðinu
finnist honum mikill og stuðn-
ingurinn sé til staðar þegar á þurfi
að halda. „Ég held það megi allir
viðurkenna að við getum alltaf
gert betur. Þar erum við leikmenn
og þjálfarar ekki undanskildir og
er það alltaf í krafti fjöldans sem
lið í bæjarfélögum eins og okkar
ná upp stemningu og árangri. Það
þarf margar hendur á dekk til að
drífa dallinn áfram en við finnum
fyrir stuðningi stjórnar og fólksins
í bænum sem er vel.“
Stefna á úrslitakeppnina
Hvaða lið verða að þínu mati
í baráttunni að komast í úrslita-
keppnina og hver eru markmið
liðsins fyrir tímabilið? „Þessi deild
er alltaf eins og lottómiði, það
geta allir unnið alla. Með reglu
um erlenda leikmenn sem KKÍ
setti á fyrir tímabilið þá er enn
erfiðara að spá fyrir um hvaða lið
fara í úrslitakeppnina þar sem liðin
geta tekið gríðarlegum breytingum
í leikmanna gluggum í gegnum
tímabilið. Okkar markmið er samt
skýrt og það er að við ætlum okkur
að þróa leik okkar áfram og bæta
okkur viku frá viku. Að því sögðu
þá stefnum við ótrauðir á úrslita-
keppni og tökum svo stöðuna að
lokinni deildarkeppni hvar við
stöndum.“
Eitthvað að lokum? „Það þarf
margar hendur til hinna ýmsu
verka og það á jafnt við um utan-
umhald í kringum yngstu flokkana
sem og núverandi meistaraflokk.
Við viljum að það séu framtíðar
leikmenn eða þá félagsmenn sem
eru að æfa hjá okkur í yngri flokk-
unum. Ég skora á alla þá sem hafa
eitthvað til málsins að leggja, sama
hversu lítið það er, að slást í lið með
okkur þó svo það sé ekki nema bara
að mæta á pallana og leyfa sér að
segja eins og einu sinni rausnarlega
KOMA SVO BORGARNES!“
vaks
„Við erum keppnismenn
og viljum alltaf vinna“
Rætt við Atla Aðalsteinsson þjálfara
Skallagríms í körfunni
Atli Aðalsteinsson þjálfari Skallagríms.
Ljósm. glh
Starf flokkstjóra hjá þjónustustöðinni á
Borgarfirði er laust til umsóknar
Helstu verkefni og ábyrgð
Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á
starfssvæði Vegagerðarinnar á Borgarfirði.
Ýmis vinna í starfsstöð
Hæfniskröfur
• Almennt grunnnám
• Almenn ökuréttindi og meirapróf bifreiðastjóra
• Vinnuvélaréttindi æskileg
• Reynsla af ámóta störfum æskileg
• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
sem og í hóp
• Góðir samstarfshæfileikar
• Gott vald á íslenskri tungu
• Góð öryggisvitund
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem
fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag
Vesturlands hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að
sækja um. Í umsókninni komi fram persónulegar
upplýsingar ásamt upplýsingum um þá
hæfnikröfur sem óskað er eftir. Tekið skal fram
að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.10.2022
Nánari upplýsingar
Kristinn Gunnar K. Lyngmo
deildarstjóri
kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is
Sími: 522 1000
Pétur Björnsson Guðmundsson
yfirverkstjóri
petur.bjornsson.gudmundsson@vegagerdin.is
Sími: 522 1000
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Flokkstjóri
Borgarnes
ÖRYGGI
FRAMSÝNI
ÞJÓNUSTA
FAGMENNSKA
Sótt er um á heimasíðu Vegagerðarinnar: www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/laus-storf/