Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 202216 Í Borgarfirði eru gjöfular laxveiðiár sem eiga sér bæði langa og merkilega sögu hvað varðar veiði aðferðir og áhrif á búsetu og landnýtingu í héraði. Í apríl síðastliðnum fékk Landbúnaðarsafn Íslands veglegan öndvegisstyrk til þriggja ára frá Safnasjóði til að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði. Áður hafði safnið fengið styrk til eins árs úr Uppbyggingarsjóði Vestur- lands. Þessi stuðningur hefur gert starfsmönnum Landbúnaðarsafns- ins kleift að halda áfram með þá vinnu. Verkefnið snýst um safna heim- ildum og rannsaka sögu laxveiða í Borgarfirði frá ólíkum sjónar- hornum. Þessu efni verður síðan miðlað með útgáfu og sýningu á lofti Halldórsfjóss á Hvanneyri. Eitt af hlutverkum safna er að virkja og vera í sambandi við nærsamfélag sitt sem er afar mikilvægt hverju og einu þeirra. Af þessu tilefni boðar Landbúnaðarsafn Íslands til kynn- ingarfundar um þetta metnaðar- fulla verkefni sem segja má að sé eitt af þeim stærstu sem safnið hefur ráðist í. Fundurinn verður fimmtudaginn 27. október og hefst kl. 20:00 í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þar verður verkefn- inu formlega ýtt úr vör og kynnt betur fyrir fundargestum ásamt því að skapa umræður um þessa mikil- vægu grein sem hefur þróast hratt síðustu ár. Áhugafólk og aðrir eru hvattir til að mæta og verða kaffi- veitingar í boði fyrir aðframkomna! Saga laxveiða í Borgarfirði er samstarfsverkefni Landbúnaðar- safns Íslands, Sambands borg- firskra veiðifélaga, Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands, Haf- rannsóknastofnunar og Héraðs- skjalasafns Borgarfjarðar. Fréttatilkynning Eitt og annað höfum við verið að bralla í Grunnskólanum í Borgar- nesi í haust. Við byrjuðum á okkar árlega frjálsíþróttamóti, miðstigsleik- unum sem fóru fram á íþróttavell- inum í Borgarnesi þann 1. septem- ber. Miðstigsleikarnir eru frjáls- íþróttamót, nemenda í 5. 6. og 7. bekk, þar sem er keppt í langstökki, kúluvarpi og 60 m og 600 m hlaupi. Einnig er keppt í knattspyrnu. Þátt- takendur koma úr samstarfsskólum á Vesturlandi; í þetta skipti mættu til leiks nemendur úr Grunnskól- anum í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar, Auðarskóla, Heiðar- skóla og Reykhólaskóla. Föstudaginn 9. september voru haldnir Ofurbekkjaleikar á ung- lingastigi. Nemendur 8. 9. og 10. bekkjar kepptu um ofurbekkjabikar- inn í hinum ýmsu þrautum, t.d. stígvélakast, reipitog, klæða í sig í bolinn, hitta bolta í hringi og fl. Einnig var keppt í þrautaboðhlaupi þar sem þarf að gera ýmsar þrautir á hlaupaleiðinni. Skemmtu nem- endur sér vel þrátt fyrir töluverða rigningu þennan dag og tíundi bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Skólinn hefur gróðursett tré á vegum Yrkjusjóðsins allt frá árinu 1992. Fyrstu árin var gróðursett í skógræktargirðingu í landi Borgar en árið 2014 var tíu þúsundasta tréð gróðursett. Skólanum var síðar úthlutað svæði í landi Kárastaða og hefur verið gróðursett þar síðan 2020. Nemendur úr vinabekkj- unum 4. og 9. bekk gróðursettu um miðjan september í samstarfi við Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Við vorum svo einstaklega hepp- inn að fá heimsókn frá Íslenska sirkusnum Hringleik og tékkneska sirkusnum Circus Trochu Inak. Þeir fengu Evrópustyrk fyrir verk- efni sem komið var með í skóla. Hóparnir hafa verið virkir bæði í fjölskyldusýningum og æskulýðs- starfi um áraraðir. Markmiðið er að kynna sirkuslist þar sem fólk á ekki greiðan aðgang að henni og að ungt fólk fái hugmyndir um að það er hægt að gera margt snið- ugt í lífinu. Það voru einungis fjórir skólar á Íslandi sem fengu að taka þátt, þannig að við vorum mjög heppin. Verkefnið stóð yfir í tvo daga. Dagskráin var þannig að fyrri daginn fengu nemendur í 5. – 10. bekk leiðsögn í félagafimleikum, dansi og jöggli og áttu þá í fram- haldi kost á að taka þátt í sýningu sem var fyrir hádegi á fimmtudegi. Það voru um 45 af 200 nemendum miðstigs og unglingastigs sem héldu áfram og undirbjuggu sýn- ingu undir leiðsögn listamannanna. Öllum nemendum og starfsfólki skólans var boðið á sýninguna og það er skemmst frá að segja að lista- mönnunum var mjög vel tekið og fólk skemmti sér konunglega. Smiðjuhelgi skólans fór fram dagana 30. sept.–1.okt. Þá er val- greinum í unglingadeild mætt með öðrum hætti en almennt tíðkast og hafa nemendur tækifæri á að hafa meira um valið að segja og koma með óskir um námskeið. Unnið er út frá hugmyndum nemenda og nú var boðið upp á sex námskeið. Þetta árið voru allskonar skemmti- legar smiðjur í boði, t.d matar- smiðja, íþróttasmiðja, glímusmiðja, leirsmiðja, myndlistarsmiðja og tölvu- og tölvuviðgerðarsmiðja. Flestir nemendur reyna að velja smiðju þar sem áhugamálin liggja en oft þarf líka að prófa eitthvað nýtt og framandi sem reynist bara vera hin mesta skemmtun. Nemendur 9. og 10. bekkjar í skólum Borgarbyggðar fengu að sjá leikverkið Góðan daginn, faggi í boði leikhópsins Stertabenda í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Leik- hópurinn er í leikferð um landið með sýninguna, sem er hugsuð fyrir 9. og 10. bekki grunnskólanna um land allt og fjármögnuð með styrkjum frá List fyrir alla svo bjóða megi nemendum á sýninguna þeim að kostnaðarlausu. Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimilda- söngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum og fjallar á gamansaman en einlægan hátt um aðkallandi mál- efni tengd hinseginleika; skömm, öráreiti og drauminn um að til- heyra. Verkið hefur ríkt fræðslu- gildi og á brýnt erindi við íslenskt samfélag. Fréttatilkynning - ljósmyndir aðsendar. Frá Grunnskólanum í Borgarnesi Öll hefðbundin kennsla fellur niður og í stað þess velja nemendur sér tvær eða fleiri smiðjur til að sækja. Þær eru vel á fjórða tug talsins og af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá samsöng í stórum hópum og þriggja manna píanósmiðju þar sem leikið er sexhent. Það er líka hægt að fara í hryn- þjálfun, dans og spilagerð svo eitt- hvað sé nefnt. Samsöngur fer fram í öllum grunnskólum Borgarbyggðar í til- efni af þemavikunni og myndin er frá samsöng í Grunnskólanum í Borgarnesi. Aðsent. Spennandi þemavika stendur yfir þessa viku í Tónlistarskóla Borgarfjarðar Í liðinni viku fór kynningarþáttur Skinkuhornsins í loftið en það er nýtt hlaðvarp úr smiðju Skessu- horns. Gunnlaug Birta Þor- grímsdóttir og Steinunn Þor- valdsdóttir eru umsjónarmenn hlaðvarpsins og blaðamenn hjá Skessuhorni. Í þættinum kynna þær sig og þær breytingar sem eiga sér stað um þessar mundir á Skessuhorni auk þess að segja frá áskriftarleiðum og þar fram eftir götunum. Kynningar þátturinn er aðgengilegur og öllum opinn inni á skessuhorn.is, í undirflipanum Þættir sem finna má undir Fréttir. Þá er líka hægt að finna þáttinn á soundcloud.com/skessuhorn. Við bindum vonir við að hlaðvarpið verði aðgengilegt á öðrum hlað- varpsveitum innan tíðar. Skinkuhornið eru viðtalsþættir þar sem rætt er við Vestlendinga sem hafa frá einhverju skemmti- legu eða áhugaverðu að segja. Á mánudaginn var kom fyrsti við- talsþátturinn út en í honum ræðir Steinunn við Lilju Rannveigu Sigur geirsdóttur, alþingismann úr Stafholtstungunum. Þátturinn er aðgengilegur og öllum opinn inni á vefnum okkar, skessuhorn.is. gbþ/sþ Hlaðvarpið Skinkuhorn hefur göngu sína Eins og fram kom í leiðara síðasta blaðs hefur fyrirtækið Ragnar og Ásgeir í Grundarfirði ákveðið að festa kaup á rafknúnum flutninga- bíl og er það eitt ellefu fyrstu fyrir- tækja í landinu sem fá slíka bíla frá Volvo Trucks á næsta ári. Þess má geta að stutt er síðan fyrirtækið fékk afhenta sex nýja Volvo dráttar- bíla af öflugustu gerð og á það von á fjórum glænýjum bílum á næstu vikum. Ragnar og Ásgeir er fjölskyldu- fyrirtæki sem hefur verið í rekstri í Grundarfirði síðan árið 1970. Að sögn Aldísar Ásgeirsdóttur fjár- málastjóra fyrirtæksins var ákveðið að stökkva á þetta tækifæri. Nýi bíllinn muni hafa um 400 km drægni, en vegalengdin Grundar- fjörður-Reykjavík er rúmlega 170 km. Lestunartíminn verður nýttur til að hlaða bílinn, en í hraðhleðslu tekur 2,5 klst að fullhlaða. „Við erum afar spennt að fá að vera ein af þeim fyrstu í heiminum til þess að fá afhentan rafknúinn flutninga- bíl frá Volvo Trucks,“ segir hún. „Þetta er skemmtilegt tækifæri og við höfum enga trú á öðru en að þetta eigi eftir að vera bylting í heimi vöruflutninga. Við ætlum að stefna að því að rafmagnsvæða allan flotann okkar fyrir árið 2030,“ segir hún að lokum. gj Bíll frá Ragnari og Ásgeiri. Ljósmynd. tfk. Ætla að rafmagnsvæða bílaflotann fyrir árið 2030 Kynning á Sögu laxveiða í Borgarfirði 27. október Andakílsá. Ljósm. gj.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.