Skessuhorn - 19.10.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 20222
Þýskur kór
á Akranesi
AKRANES: Ungmenna-
kórinn Schaumberger frá
Bückeburg í Þýskalandi,
kemur í heimsókn til Akraness
þann 20. október og býður til
tónleika í safnaðarheimilinu
Vinaminni. Sérstaða þessa kórs
er óvenjuleg raddsetning þar
sem tenórröddin er sungin af
djúpum altröddum, sem gefur
kórnum einstaklega mjúkan og
fallegan hljóm. Kórinn hefur
á undanförnum árum haldið
tónleika víða um heim, í Mið-
-Evrópu, Bandaríkjunum,
Japan, Afríku og í Rússlandi.
Stjórnandi kórsins er Steph-
anie Feindt og undirleikari
er Artur Pacewicz. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.00 og
aðgangur er ókeypis. -gbþ
Boðar til
lýðheilsuþings
ALLT LANDIÐ: Willum
Þór Þórsson heilbrigðisráð-
herra boðar til heilbrigðis þings
2022 sem að þessu sinni verður
helgað lýðheilsu. Þingið
verður haldið 10. nóvem ber á
hótel Hilton Reykjavík Nord-
ica. Þingið er öllum opið en
fulltrúar heilbrigðisstofnana,
fræðasam félagsins, sveitar-
félaga, skólanna, íþróttahreyf-
ingarinnar og annarra félaga-
samtaka sem láta sig málið
varða eru sérstaklega hvattir
til þátttöku. Sjá nánar á
stjornarradid.is. -gj
Frístundavagn
hefur akstur
AKRANES: Í dag, miðviku-
dag, hefst akstur frístunda-
strætisvagns á vegum Akranes-
kaupstaðar í samstarfi við
Hópferðabíla Reynis Jóhanns-
sonar. Tilgangurinn er að
auðvelda börnum og ung-
mennum að komast á íþrótta-
æfingar og annað frístundastarf
eftir að skóla lýkur á daginn.
Vagninn er viðbót við núver-
andi innanbæjarstrætisvagn
og er ætlað að létta á honum
á álagstímum. Vagninn mun
hafa sjö stoppistöðvar og fer
vagninn hring þrisvar á hverri
klukkustund frá klukkan 13.30
til 15.47. -vaks
Strandveiði
félagið styður
tillögu
ALLT LANDIÐ: Strandveiði-
félag Íslands styður fyllilega við
tillögu til þingsályktunar frá 15.
sept. sl um eflingu félagslega
hluta fiskveiðistjórnarkerfis-
ins sem lögð var fram af Bjarna
Jónssyni, ásamt meðflutnings-
mönnunum Steinunni Þóru
Árnadóttur, Jódísi Skúladóttur,
Orra Páli Jóhannssyni og
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur.
Í þingsályktunartillögunni
kemur fram að Alþingi felur
matvælaráðherra að efla félags-
lega hluta fiskveiðistjórnar-
kerfisins með aukinni hlutdeild
þess í heildarafla. Hlutdeildin
fari úr 5,3% upp í 8,3%. Ráð-
herra er einnig falið að endur-
skoða skiptingu aflamagns
innan kerfisins og markmiðum
aðgerða innan þess með það að
markmiði að efla hlut strand-
veiða. -fréttatilkynning
Til minnis
Nú styttist í fyrsta frostið og
því kannski upplagt að kíkja í
skúffurnar og finna sér hlýja vett-
linga, trefil og ullarsokka til að
vera við öllu búinn.
Veðurhorfur
Á fimmtudag snýst í austan og
norðaustan 3-8 m/s. Skýjað með
köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til
6 stig en víða vægt frost á Norð-
austur- og Austurlandi. Á föstu-
dag verður norðaustan 3-8,
skýjað og dálítil él við norður-
og austurströndina en bjartviðri
suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig en
vægt frost í innsveitum. Á laugar-
dag er útlit fyrir hæga suðlæga
eða breytilega átt, skýjað með
köflum og dálítil væta syðst. Hiti
0 til 5 stig á Suður- og Suðvestur-
landi, annars um eða undir frost-
marki. Á sunnudag og mánu-
dag má búast við suðlægri átt og
rigningu á vestanverðu landinu
en að mestu þurrt austan til. Hiti
1 til 7 stig.
Spurning
vikunnar
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Hvað finnst þér
leiðinlegasta veðrið?“ Aðeins
minna en helmingur eða 41%
setti slyddu efst á blað, 28%
var tíðrætt um rokið, 11% var
ekki sátt við skafrenninginn og
minnst leiðinlegasta veðrið var
rigning, snjókoma eða glamp-
andi sól.
Í næstu viku er spurt:
Hvað finnst þér mest heillandi
við makann?
Vestlendingur
vikunnar
Fjölskyldufyrirtækið Ragnar og
Ásgeir í Grundarfirði stefnir að því
að rafmagnsvæða allan flutninga-
bílaflotann sinn fyrir árið 2030.
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru
Vestlendingar vikunnar.
Í Langaholti í Staðarsveit á Snæ-
fellsnesi hefur í tíu ár verið haldin
bjúgnahátíð að hausti. Undan-
skilin eru síðustu tvö ár þar sem
ekki var hægt að halda hátíðina
vegna samkomutakmarkana út af
COVID 19. Næsta laugardag, 22.
október, verður hins vegar blásið
aftur til veislu og eru staðarhaldarar
spenntir fyrir því að geta loks aftur
matreitt dýrindis pylsur, bjúgu og
slátur ofan í gesti. „Þetta er svona
hátíð fyrir þann mat sem er hvað
mest litinn hornauga,“ segir Þorkell
Símonarson eigandi Langaholts.
„Það er talað um að bjúgu og pylsur
séu svona ódýr matur sem þarf ekki
að kunna að elda. En nú snúum við
þessu á haus, við setjum þennan mat
á stall og gerum veislumat, þannig
að þetta er hátíð bjúgans.“
Gaf þjóðinni loforð
um hátíð bjúgans
Hugmyndin að bjúgnahátíð-
inni kviknaði í beinni útsendingu
á Rás 2. Þorkell var tíður gestur í
þætti sem Guðni Már Hennings-
son, fyrrverandi dagskrárgerðar-
maður, stýrði á sunnudögum. Í
þeim þáttum kom Þorkell reglu-
lega með innlegg um matseld og
þar fram eftir götunum. Svo fór að
þeir félagar ræddu í nokkur skipti
um bjúgu, uppruna þeirra og hefðir
og voru þeir sammála um að það
mætti gera bjúgum hærra undir
höfði. „Guðna var tíðrætt um að
bjúgu ættu skilið almennilega hátíð
og hann fékk mig til að lofa því, í
beinni útsendingu, að halda bjúgna-
hátíð,“ segir Þorkell, en á hátíðinni
eru pylsur, bjúgu, slátur og allt það
kjöt sem er í einhvers konar lengju
eldað á furðulegan hátt.
Bernaise og karrýkókos
Meðal þess sem í boði hefur verið
eru bjúgu með Bernaise-sósu,
pylsur í kókos-karrý og Róna-
hryggur, en það er bjúga sem
skorið er eftir endilöngu og opnað.
Barbíkjúsósa er svo sett ofan á
bjúgað og það bakað í ofni. Þá
eru líka á boðstólum hefðbundnari
útfærslur eins og bjúgu með jafn-
ingi. „Við höfum í gegnum tíðina
fengið bjúgun frá Kjarnafæði og
við fáum í rauninni alla línuna hjá
þeim, pulsur, bjúgu og slátur. Svo
höfum við bara hugsað um hvað
við getum gert sem er öðruvísi og
gott. Það er auðvitað misgott það
sem manni dettur í hug að gera, en
í heildina er matseldin athyglisverð
og spennandi,“ segir Þorkell. Á
fyrstu bjúgnahátíðunum stóð hann
sjálfur í eldhúsinu og matreiddi
ofan í gestina, en síðustu ár hefur
hann verið með kokka í vinnu sem
sjá um að elda. „Ég ætla auðvitað
að standa yfir kokkunum og segja
þeim til um hvað eigi að prófa
og þannig, og leiðbeina þeim um
hvernig fólkið hér vill að matur-
inn sé.“
Taka rösklega
til matar síns
Fram að þessu hefur bjúgnahá-
tíðin verið vinsæl og vel sótt og
segir Þorkell að hann hafi fengið
skammir frá fólki í þau skipti
sem hún hafi fallið niður. „Það er
blandaður hópur fólks sem mætir
hingað til okkar, bæði heimamenn
og aðkomufólk, en þeir sem mæta
eiga það sammerkt að taka rösk-
lega til matar síns og hér er alltaf
góð stemning,“ segir Þorkell og
bætir við: „Svo hefur líka mynd-
ast sú hefð að í eftirrétt sé Royal-
-búðingur. Sá góði og stórmerki-
legi eftirréttur er líka settur á stall
og margir gestir hafa opnað sig um
að það sé uppáhalds eftirrétturinn
þeirra,“ segir Þorkell að lokum.
Salurinn í Langaholti tekur um
50 manns í mat svo það er tak-
markað pláss. Þeir sem vilja tryggja
sér sæti á hátíðinni er bent á að
senda tölvupóst á netfangið langa-
holt@langaholt.is
gbþ
Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholts-
hrepps hefur sent bréf til allra
sveitarfélaga á Snæfellsnesi um
sameiningarviðræður. Er það gert á
grundvelli skoðanakönnunar meðal
íbúa um sameiningarmál.
Afgerandi vilji
Skoðanakönnunin var gerð jafn-
framt sveitarstjórnarkosningunum
14. maí. Þar greiddu 58 íbúar
atkvæði um nokkra kosti varðandi
sameiningu og voru eftirfarandi
niðurstöður afgerandi í þágu þess
að allt Snæfellsnes myndi samein-
ast. Í Eyja- og Miklaholtshreppi
voru í ársbyrjun 2022 alls 102 íbúar
og hafði fækkað um 17 milli ára.
• Auðir 2 atkv.
• Ógildir 3 atkv.
• Vafaatkvæði 4 atkv.
• Borgarbyggð 8 atkv.
• Stykkishólmur/Helgafellssveit/
Grundarfjörður 4 atkv.
• Stykkishólmur/Helgafellssveit 9
atkv.
• Allt Snæfellsnes 28 atkv.
Umræður um frekari sameiningar á
Snæfellsnesi eru ekki nýjar af nál-
inni og hafa verið í gangi í ýmsu
formi síðustu ár. Grundarfjarðar-
bær hefur boðið hinum fjórum
sveitarfélögunum á Snæfellsnesi
til óformlegs fundar um samein-
ingarmál og kosið var um sam-
einingu Snæfellsbæjar og Eyja-
og Miklaholtshrepps árið 2021 en
hún ekki samþykkt. Stykkishólms-
bær og Helgafellssveit sameinuð-
ust á þessu ári og Dalabyggð hefur
gert könnun meðal íbúa um nokkra
möguleika á sameiningu við nær-
sveitarfélög.
Kolbeinsstaðahreppur
og Skógarströnd
hluti Snæfellsness
Þess ber að geta að Kolbeinsstaða-
hreppur og Skógarströnd hafa
þegar sameinast Borgarbyggð og
Dalabyggð en eru engu að síður
landfræðilega hluti Snæfellsness.
Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla samþykkti ályktun á aðal-
fundi sínum vorið 2019 þar sem
lýst er áhyggjum yfir þeirri þróun
á Snæfellsnesi, að gleymst hafi
að þessi svæði teljist til héraðsins
Snæfellsness. „Þessu veldur sam-
eining þessara hreppa við Borgar-
byggð og Dalabyggð. Landfræði-
lega, sögulega og menningar-
lega hafa þessir hreppar öldum
saman, verið órofa hluti Snæfells-
ness. Héraðaskipun á Íslandi snýst
ekki aðeins um stjórnsýslueiningar,
heldur er hún stór hluti af sjálfs-
mynd íbúa, ekki síst þeirra sem
dvelja ekki lengur á æskuslóðum.
Það á ekki að gera Skógstrendinga
að Dalamönnum og Kolhreppinga
að Borgfirðingum. Saga, menn-
ing og landslag verður ekki flutt
milli byggðarlaga,“ sagði orðrétt í
ályktun fundarins.
Nágrannasveitarfélög Eyja- og
Miklaholtshrepps munu væntan-
lega taka erindi hreppsins fyrir á
næstu vikum og bregðast við þeim
með einhverjum hætti. Skessuhorn
mun fylgjast með framvindu mála.
gj
Bjúgnahátíð endurvakin eftir heimsfaraldur
Eyja og Miklaholtshreppur
ræðir sameiningu
Það skyldi þó ekki vera að Bárður Snæfellsás ætti eftir að sjá sameinað Snæfellsnes.
Ljósm. gj.
Hér er dýrindis hlaðborð á síðustu bjúgnahátíð sem haldin var 2019.
Hvers kyns kjöt sem kemur í lengjum er
matreitt á ýmsa vegu.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi. Pizza klikkar seint.