Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Á bakvið vegg Frá því í byrjun síðasta árs hefur starfsfólk útgáfufyrirtækisins sem ég veiti forstöðu unnið að stefnumótun. Óráðlegt þótti að bregðast ekki við þeim aðstæðum sem þá höfðu skapast á markaði fjölmiðla. Ekki einvörðungu hér á landi, heldur um allan heim. Þrátt fyrir að oftast nær hafi við á Skessu­ horni notið þess sem kalla mætti velgengni í samanburði við ýmsa aðra prentmiðla, hefur sitthvað breyst í umhverfinu sem við fáum engu um ráðið. Við höfum til dæmis farið í gegnum lægðir í efnahag lands, fyrir­ tækja og heimila en allar neikvæðar breytingar í ytra umhverfi kalla einatt á viðbrögð fyrirtækja eigi ekki illa að fara. Alla tíð hefur útgáfa prentmiðils okkar verið hryggjarstykkið í okkar rekstri. Áskriftarsala hefur þar vegið þyngst en sala auglýsinga staðið undir einu til þremur stöðugildum starfsmanna hverju sinni. Samhliða höfum við haldið úti vef okkar, skrifað þar fréttir og kynnt efni blaðsins í viku hverri. Fullyrða má að vefurinn sem slíkur hefur aldrei staðið undir þeim kostnaði sem við hann er. Framundan er því breyting á honum og í lok þessarar viku hverfur megin efni vefjar Skessuhorns bakvið greiðsluvegg. Segja má að áframhaldandi þróun vefjarins verði færð í hendur lesenda, viðtökur þeirra ráða framhaldinu. Ég tek skýrt fram að engar breytingar eru ráðgerðar á útgáfu blaðsins sem áfram kemur út í viku hverri. Oft erum við Íslendingar framarlega í að temja okkur nýjungar, eigum því ýmis heimsmet. Við erum til dæmis ofarlega í hópi þjóða í að nýta netið, hvort sem er til fræðslu, verslunar, viðskipta eða afþreyingar. Í ljósi þess er einkennilegt til þess að hugsa að við erum líklega mestu eftirbátar allra þjóða í því að láta þjónustu við vefútgáfu fjölmiðla standa undir sér. Bendi ég á að nánast allir fréttamiðlar á Norðurlöndunum hafa fyrir margt löngu farið á bakvið greiðsluvegg. Hér á landi eru hins vegar flestir vef­ miðlar einkareknu fjölmiðlanna opnir, án nokkurra hindrana. Vísir.is, mbl. is, dv.is og kjarninn.is eru til dæmis galopnir. Allir þurfa þeir að treysta alfarið á sölu auglýsinga. Að auki er ruv.is náttúrulega galopinn vefur, enda þarf stofnunin sú ekki auglýsingatekjur í ljósi fimm milljarða króna skatt­ tekna frá almenningi umfram alla aðra fjölmiðla. Stundin.is er hins vegar undantekningin; áskriftarvefur og hefur verið í sjö ár. Það útgáfufélag ruddi brautina hér á landi og hefur náð eftirtektarverðum árangri. Einkareknir fjölmiðlar hér á landi eru því flestir í talsverðum vanda í ljósi þess að þeir hafa tapað meginhluta auglýsingatekna sinna til erlendra streymisveitna og samfélagsmiðla sem stjórnvöld skattleggja ekki eins og íslensku miðlana! Það er því býsna ójafn leikurinn og með ólíkindum sú tekjutilfærsla sem íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið í vegi fyrir. Eina sem gert hefur verið til að jafna leikinn er ríkisstuðningur síðustu tvö árin, sem byggir á lögum um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Tæpum 400 millj­ ónum króna hefur verið útdeilt árlega og skipt milli allra einkarekinna fjöl­ miðla. Þótt ég sé þakklátur fyrir okkar sneið af þeirri köku er það engu að síður staðreynd að stuðningur sá vegur ekki upp það tekjutap sem fjöl­ miðlar hafa almennt orðið fyrir. Í þessari viku verður fréttavefurinn skessuhorn.is færður á bakvið greiðsluvegg. Þar munu þó allir geta lesið fyrirsagnir og auk þess fréttir í heild sem nauðsynlegt er að komist fyrir sjónir íbúa sem fyrst. Á vefnum verður auk þess boðið upp á efni í formi sem við höfum ekki framleitt áður, svo sem hljóðvarp (podcast), videóinnslög og fleira. Við munum m.a. leggja áherslu á framleiðslu efnis fyrir yngri notendur, fréttaskýringar og sitthvað fleira. Efnismagn og fjölbreytileiki mun síðan fara eftir viðtökum almenn­ ings við þessu verkefni okkar. Ljóst er að íbúar þessa lands þurfa að styðja við óháða fjölmiðla, eigi þeir að verða áfram til. Við á gamla Skessuhorni erum að leggja í vegferð sem þótti óhjákvæmileg til að skapa útgáfunni von um framhaldslíf. Ég treysti á stuðning Vestlendinga nú sem fyrr, annað er einfaldlega ekki í boði. Magnús Magnússon Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og frú Eliza Reid voru á ferð í Borgarfirði í liðinni viku. Í för með þeim voru finnsku forsetahjónin, Sauli Niinistö og Jenni Haukio. Ekið var um Kaldadal frá Þingvöllum, þar sem haldið var á Langjökul og farið ofan í Into the glacier ísgöngin. Leiðsögumaður í ferðinni var Sif Pétursdóttir en hún sýndi m.a. merk­ ingar við ísrönd jökulsins sem sýna hve mikið jökullinn hefur hopað á liðnum árum. Þá hélt hópurinn til Húsafells þar sem boðið var upp á hádegisverð. Hótelið gaf finnsku forsetahjónunum bókina um Pál á Húsafelli en fékk finnska hönnunar­ skál að gjöf á móti. Hópurinn skoð­ aði í framhaldinu Hraunfossa og Barnafossa áður en haldið var aftur sem leið lá til Reykjavíkur. sþ Fyrir nokkru hófu starfsmenn Borgarverks í Borgarnesi vinnu við að endurbyggja bryggjuna á Reyk­ hólum. Fyrsta verkið, fyrir utan að flytja efni á svæðið, var að opna efnis námu og sprengja klöpp til að ná í grjót og hreint fyllingarefni til að stækka bryggjuna. Í lok síðustu viku var byrjað að reka niður stál­ þilið í bryggjuna en hún stækkar umtalsvert þegar það er komið á sinn stað. Veðrið var eins og best verður á kosið miðað við árstíma. Fram kemur á heimasíðu Reyk­ hólahrepps að mikið hafi verið um að vera við höfnina síðasta fimmtu­ dag. Bryggjusmiðirnir voru að störfum, starfsmenn Þörungaverk­ smiðjunnar að landa þangi úr Gretti og rétt fyrir utan var þangsláttur í gangi á fjórum prömmum. Þó að athafnaplássið á bryggjunni væri ekki mikið fyrir þessi stóru tæki, þá gekk allt snurðulaust fyrir sig og enginn var fyrir neinum. vaks Á morgun fimmtudaginn 27. október klukkan 17:00, verða Vöku­ dagar á Akranesi settir í Tónlistar­ skólanum á Akranesi. Þar afhendir formaður menningarmálanefndar menningarverðlaun Akraneskaup­ staðar en einnig verða árlegar umhverfisviðurkenningar afhentar. Að setningu lokinni verður líkt og síðustu ár listaganga á Akranesi. Í ár eru það 15 listamenn um allan bæ með sýningar eða opnar vinnu­ stofur sem taka á móti á gestum. Þá taka allir grunn­ og leikskólarnir þátt í listagöngunni með einum eða öðrum hætti. Í dagskrá Vökudaga sem aðgengileg er inni á skagalif.is má sjá hvar sýningarnar og vinnu­ stofurnar eru til húsa. gbþ Forsetahjón á ferð um Vesturland Starfsfólk Hótel Húsafells ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Ljósm. Riikka Hietajärvi. Setning Vökudaga á Akranesi Leikskólabörn á Teigaseli voru með í listagöngu Vökudaga 2020, en þessi sýning hét Leikur með form og mynstur. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Framkvæmdir við höfnina á Reykhólum Bryggjupollarnir og stög sem halda bryggjunni saman. Ljósm. reykholar.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.