Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 9 Opnum snemma lokum seint Á morgnana, í hádeginu, á hraðferð heim eða í kvöldsnarlið... við erum til staðar fyrir þig! Ný og spennandi tilboð í hverri viku og alltaf girnilegt Combo tilboð sem þú getur gripið með. Áformað er að flytja starfsemi Inn­ heimtustofnunar sveitarfélaga til ríkisins. Meginmarkmiðið er að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en hlutverk stofnunar­ innar er að innheimta meðlög. Ver­ kefnisstjórn um málið lagði til að innheimtumiðstöðin á Blöndu­ ósi, sem starfrækt er af Sýslumann­ inum á Norðurlandi vestra, taki við verkefninu og að sú útfærsla verði unnin í samvinnu við dómsmála­ ráðuneytið. Í úttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri og starfsemi Innheimtu­ stofnunar sveitarfélaga eru lagðar fram fjórar tillögur. Þar er m.a. lagt til að ábyrgð á innheimtu meðlaga verði endurskilgreind og að inn­ heimtumönnum ríkissjóðs verði falin ábyrgð á verkefninu. Þá er lagt til að innheimtumönnum ríkissjóðs verði falið að meta þau verðmæti sem felast í kröfusafni stofnunar­ innar, en í því sambandi telur emb­ ættið rétt að kröfusafnið í heild flytjist til ríkisins með samkomulagi við eigendur Innheimtustofnunar. Enn fremur er lagt til að gerð verði sérstök greining á gagnagrunni núverandi innheimtukerfis, sem og þeim kerfum sem til staðar eru hjá innheimtumönnum ríkissjóðs, eftir atvikum í samstarfi við Trygginga­ stofnun ríkisins. „Loks er lagt til að viðtökuaðili verkefnanna, í sam­ ráði við ráðuneyti, marki stefnu um framkvæmd innheimtu meðlaga með skilgreindum mælikvörðum um árangur. Í því sambandi þarf m.a. að endurskoða lagaumhverfi meðlagsinnheimtu, skjalfesta verk­ lagsreglur og koma á tilhlýðilegu gæðakerfi,“ segir á vef Ríkisendur­ skoðunar. mm Running Tide hefur ráðið inn þrjá nýja stjórnendur en fyrirtækið er með starfsemi á Breið á Akranesi, á Grundartanga og í Reykjavík en það var stofnað fyrir fimm árum síðan í Bandaríkjunum. Fyrirtækið þróar og nýtir tækni og aðferðir sem örva náttúruleg ferli sjávarins í að grípa, binda, og geyma kolefni til langs tíma en hluti lausnar­ innar sem Running Tide vinnur að byggist á að rækta stórþör­ unga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum kolefnisflot­ hylkjum á hafi úti. Nýverið bárust einmitt tveir skipsfarmar af spæni til Grundartanga, en það er hrá­ efni sem notað verður til að fram­ leiða fyrrgreind kolefnishylki. Þau verða síðan dregin á haf út, binda þar kolefni og sökkva að endingu á sjávarbotn. Daði Snær Skúlason er ráðinn til að leiða þróun og uppbyggingu á framleiðslu þessara flothylkja á Íslandi og sér um starfsstöðina á Grundartanga. Ingólfur Bragi Gunnarsson er ráðinn til að leiða þörungarækt og uppbyggingu líf­ tækniþróunar fyrirtækisins og mun sjá um að byggja upp þá starfsemi á Akranesi. Íris Mýrdal Kristinsdóttir er nýr verkefnastjóri rannsókna og mun hún flakka á milli starfsstöðva. gbþ Running Tide ræður inn stjórnendur á Akranesi og Grundartanga Frá vinstri: Ingólfur Bragi Gunnarsson, Íris Mýrdal Kristinsdóttir og Daði Snær Skúlason. Ljósm. aðsend. Trjákurl sem nýverið var flutt til Grundartanga á vegum Running Tide. Ljósm. ki. Ríkið innheimti framvegis ógreidd meðlög

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.