Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2022 23 Erindi barst byggðarráði Borgar­ byggðar í síðustu viku vegna ástands á losunarstað sveitarfélagsins við Bjarnhóla. Þar fer fram móttaka jarðvegsúrgangs sem fellur til m.a. við byggingaframkvæmdir í sveitar­ félaginu. Svæðið er lítið mótað og aðkoma óskipulögð. Hingað til hefur sveitarfélagið einungis borið kostnað af móttökunni sem kominn er að mörkum fjárhagsáætlunar. Byggðarráð styður að lágmarks­ þjónustu sé viðhaldið á svæðinu en loka þurfi því þegar aðstæður eru metnar óboðlegar, m.a. þegar ekki er hægt að sinna lágmarksþjónustu, eða vegna aurbleytu. Í fundargerð segir: ,,Byggðarráð beinir til því til umhverfis­ og landbúnaðarnefndar að útfæra gjaldtöku á svæðinu eins fljótt og auðið er og vísar til vinnu í sveitarstjórn við fjárhagsáætlun 2023 að færa aðstæður á svæðinu til betri vegar.“ Umhvefis­ og land­ búnaðarnefnd mun því vinna til­ lögu að gjaldskrá í Bjarnhólum. sþ Félag sauðfjárbænda í Dölum (FSD) stóð fyrir Haustfagnaði á ný eftir tveggja ára hlé um síð­ ustu helgi. Fagnaðurinn slær loka­ taktinn í haustannir bænda enda er stutt eftir af sláturtíð og vel við hæfi að koma saman fyrsta vetrardag og gera sér glaðan dag. Haldnar voru tvær lambhrútasýningar í sýsl­ unni hjá ungum bændum beggja vegna varnargirðingar þar sem alls tóku um 70 hrútar þátt í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra eða ferhyrndra hrúta. Annars vegar var sýning á föstudeginum að Val­ þúfu á Fellsströnd í Dalahólfi þar sem Rúna Blöndal og Sæþór Sindri buðu heim í fjárhúsin og hins vegar á laugardeginum að Dunki í Hörðudal þar sem Berghildur og Kári buðu heim. Úrslit voru síðan veitt á upp­ skeruhátíð í Dalabúð að báðum sýningum loknum en þar var einnig verðlaunað fyrir bestu fimm vetra ærnar og best dæmdu gimbralömb haustsins. Besta fimm vetra ærin var til að mynda frá Stóra­Vatns­ horni í Haukadal nr. 17­764 undan Toppi 13­964 en heildar BLUP kynbótamatseinkunn hennar var 115,5 og hafði hún verið tvílembd sem gemlingur og alltaf þrílembd eftir það. Við verðlaunaafhendinguna var á boðstólnum lambalæri að hætti sauðfjárbænda og í kjölfarið var dansleikur. Vel fór á með bændum þessa helgi enda uppsöfnuð þrá í við­ burði líkt og hrútasýningar í góðum félagsskap eftir síðustu tvö ár. sla Borgarbyggð hyggst hefja gjaldtöku við Bjarnhóla Uppskeruhátíð sauðfjárbænda í Dölum Sigurvegari í flokki kollóttra var 94 frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit, alls 87,5 stig. Besti lambhrútur Dalasýslu þetta haustið var lamb nr. 28 frá Vatni í Haukadal úr ræktun Sigurðar Jökulssonar og Maríu Hrannar en hann hafði fyrir sýninguna hlotið 87,5 stig, þar af 18,5 fyrir læri. Veitt voru verðlaun fyrir bestu gimbrarnar en besta gimbrin var nr. 836 frá Klifmýri á Skarðsströnd en hún hafði 40 mm bakvöðva með hæstu einkunn fyrir lögun, 9,5 fyrir frampart, 19,5 fyrir læri og 7,5 fyrir ull. Rúnar Hermannsson lengst til vinstri tók við verðlaununum en hann er nýtekinn við búi og fer vel af stað. Einnig fengu gimbrar frá Geirmundastöðum og Magnússkógum III verðlaun. Jón Egill á Skerðingsstöðum í Hvammssveit var einn þeirra sem lét verkin tala á haustfagnaði FSD en hér grillar hann pylsur á hrútasýningunni að Dunki fyrir gesti og sýnendur. Einnig stýrði hann uppskeruhátíðinni með lagni. Ráðunautur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins skar út um hold og gæði hrútanna meðan eigendur halda spenntir í. Hér eru efstu fimm hvítu hyrndu hrútarnir sem voru að Dunki. Áhorfendur hugleiða hrútana á garðabandinu með sýningarskrána með fyrri stigunum til samanburðar. Sigurvegari í flokki mislitra og ferhyrndra var nr 356 frá Bæ í Miðdölum, alls 86 stig.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.