Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 26.10.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Sunnudaginn 18. september síðast­ liðinn héldu tólf nemendur úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga auk þriggja kennara, til Frenštát pod Radhoštěm í austurhluta Tékk­ lands til að heimsækja kollega sína úr Gymnázium a Střední prů- myslová škola elektrotechniky a informatiky. Heimsóknin var liður í verkefni sem skólarnir tveir hafa unnið saman og nefnist „Food for thought,“ og snýr að því að kynn­ ast því hvernig skuli sporna gegn matarsóun, stuðla að heilbrigðu mataræði, sem og að kynnast mat úr heimabyggð og héruðum nem­ enda ­ bæði hér á Íslandi sem og í Tékklandi. Ferðin stóð yfir í tólf daga og fengu nemendur og kennarar að kynnast öllu því helsta sem umhverfi Frenstat hefur upp á að bjóða, auk þess að fá að framreiða og smakka ýmsan áhugaverðan og hefðbundinn tékkneskan mat. Nemendum og kennurum gafst m.a. tækifæri til að klífa ófáa útsýnis staði­ og turna svæðisins, heimsækja hefðbundið miðalda­ þorp sem varðveitt hefur verið í sinni upprunalegu mynd, skoða ýmis merkileg söfn og kynnast dag­ legu lífi tékknesku gestgjafanna sinna. Að tíma þeirra í Frenstat loknum tóku við tveir dagar í höfuðborg Tékklands, þar sem ferðalangarnir voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að upplifa þjóðhátíðardag Tékka með tilheyrandi hátíðarhöldum og húllumhæi. Þar fengu nem­ endur og kennarar einnig tækifæri til þess að ganga um og skoða þessa sögufrægu borg, fara á nokkur söfn og svo, auðvitað, fengu nem­ endur loksins tækifæri til þess að versla aðeins í einum af mörgum verslunar miðstöðvum Tékklands. En þar í landi var þeim tjáð að væru flestar verslunarmiðstöðvar í Evrópu miðað við höfðatölu. gj/ Ljósm. aðsendar. Heimsókn nemenda og kennara FSN til Tékklands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.